Öryggismál og slysavarnir í höfnum.

1.BryggjustigiÖryggismál og slysavarnir.

Alvarlegt slys varð við bæjarlækinn í Hafnarfirði um miðjan apríl á siðast liðnu ári þar sem tveir ungir drengir voru hætt komnir eftir að hafa lent í fossi við stíflu sem er við lækinn. það slys fékk sem betur fer góðan endi, sem vonandi hefur orðið til þess að öryggi við lækinn hefur verðið bætt.

Mig langar vinsamlegast í framhaldi af umræðu sem þá varð um slysavarnir í Hafnarfirði að benda á eitt öryggisatriði sem nauðsynlega þarf að bæta við höfnina, en fyrst nokkur orð um slysavarnir í höfnum.

Með slysavörnum er átt við öryggisbúnað sem miðar að því að koma í veg fyrir slys og nota má til bjargar þeim sem fyrir óhöppum verða við hafnir. Til öryggisbúnaðar og slysavarna teljast bryggjustigar, bjarghringir, Björgvinsbelti, Markúsarnet, krókstjakar, lýsing á hafnarsvæðum, hlið og girðingar, gulmálaðir bryggjukantar og ýmislegt fleira. Vinnueftirlitið skoðar löndunarkrana einu sinni á ári.

Á bryggjum Hafnarfjarðar er björgunarbúnaður sem skylda er að hafa í nokkuð góðu lagi, en stigar eru ekki útbúnir samkvæmt reglum. Góðir bryggjustigar eru mikið öryggisatriði fyrir sjómenn, þessir stigar eiga samkvæmt reglum að vera með ljósi til að lýsa upp stigann í myrkri og slæmu skyggni, svo hann sjáist betur á hann að vera málaður innan með áberandi sérstökum lit.

Á Óseyrarbryggju sem er vinsæll stangveiðistaður barna og fullorðinna eru bryggjustigar sumir höfn og skilti 011hverjir með ljósastæði en engin ljós eru á þeim, og stigarnir eru ekki málaðir eins og reglur segja til um. Þá má benda á að á Norðurbakkanum er einnig vinsælt að veiða á stöng og þar er góður vinsæll útsýnisstaður yfir höfnina, þar eru stigar ekki merktir og ekki í þeim ljós, en vel hugsað um öryggisbúnaðinn á sjálfri bryggjunni.

Áberandi vel málaðir stigar með ljósum hafa bjargað mönnum sem hafa fallið í hafnir í myrkri og slæmu skyggni, en það er ekki síður mikilvægt að hafa stiga áberandi málaða að degi til, þannig að ef menn falla í sjóinn þá sjái þeir strax hvar stigi er við bryggjukantinn, hver mínúta skiptir máli fyrir mann sem lendir í ísköldum sjó.

Þó reglur gildi um öryggisbúnað hafna, þá er það lágmarkskröfur, ekkert mælir á móti því að hafnarstjórnir bæti við öryggisbúnaði ef þær telja það bæti öryggi við höfnina. Eitt atriði sem nokkrar hafnir hafa tekið upp og eykur öryggi barna sem eru á bryggjunni. Þessar hafnir eru með björgunarvesti hjá hafnarvörðum eða í sérstökum merktum kassa á bryggjunni sem börn og unglingar geta gengið í þegar þeir eru við veiðar eða annara erinda á bryggjunni. Þetta er til fyrirmyndar og kennir börnum að meta og nota þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað.

Miklu máli skiptir að allir sem erindi eiga niður að höfn kynni sér hvar öryggisbúnað er að finna og hvernig eigi að nota hann ef óhöpp verða.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson.

Áhugamaður um öryggismál


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband