Þorleifsstaðir

Þorleifsstaðir.

Inni í dalnum eyði bær
æskusporin mín varpinn geymir.
Æskuminning öldnum kær,
á æskustöðvar hugan teymir.

Heiðin nærri fjallið fjær
fossabrekkur minnið geymir.
Og í gili áin tær
eftir grýttum farveg streymir.

Í árhvamminum yndisreit
ungur lék ég marga daga.
Þar ég hafði heila sveit,
hús og bændur fé í haga.

Búaliðið tálgað tré
úr torfi og grjóti bærinn hlaðinn.
Þetta enn í anda sé
og mér þikir vænt um staðinn.

Hér var áður ágætt bú,
þar áttu mamma og pabbi heima.
Það er önnur ásýnd nú
auðar tóftir sögu geyma.

--------------------------------

Ljóðið um æskustöðvar sínar gerði
Ágúst Sæmundsson sem bjó á Hellu
F 19. september 1923 D. 19. maí 2013


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ofboðslega er þetta fallegt, það hlýtur að liggja mun meiri fallegur kveðskapur eftir hann.........

Jóhann Elíasson, 21.11.2015 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband