15.9.2015 | 14:48
Þér slysavarnarkonur
Það verður seint þakkað allt sem slysavarnarkonur allt í kringum landið hafa gert til slysavarna bæði til sjós og lands, það er því miður ekki oft sem þessi störf þessara fjölmörgu slysavarnarkvenna er minnst í fjölmiðlum nú á dögum.
Þetta kvæði um slysavarnar konur er í Árbók slysavarnarfélags Íslands frá 1968 því miður er höfundar ekki getið.
Þér slysavarnarkonur.
Heill yður, konur, sem kveikið eld í hjarta
og kunnið öðrum fremur að senda geisla bjarta
þér víkið aldrei fet frá fornum dyggðum.
þér flytjið sjúkum hlýju í öllum byggðum.
Þér konur, sem þarfnist bæði manna og meyja
og móta starfið, en baráttu heyja
þér eruð búnar bróðurkærleka þýðum
þér bjargið‘ öllum nauðstöddum lýðum.
Þér varnið veröld alla yfir
þér verndið fræið, sem í moldu lifir
þér eruð gullið, sem að geislum sendi
þér eruð gjöfin besta við lífsins endi.
Þér reisið hús við strendur stórra fjalla
og styðja viljið heimsbyggðina alla
þér eruð máttur mannlífsstörfum alinn
minningarsjóður í djúpi andans falinn.
Þér breytið hugsjón í skipbrotsmannaskýli
þér skapið varnir við hvert hrakið býli
þér byggið vita við voða og eyðistrendur
þér veitið mæddum hjálp á báðar hendur.
Starfið var hafið , stór var yðar alda
stórbrotinn hugur lýsti myrkrið kalda
átthagabönd og ást, sem festir rætur
arfinn þann rækta yðar fögru dætur.
Áfram skal halda enn er nóg að vinna
ungum og gömlum þarf í nauð að sinna
Hönd styður hönd í tryggu vina-taki
trúin á lífið í starfi yðar vaki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.