13.5.2015 | 21:34
Alltaf hættulegt að lenda í strandi
Fjórir skipverjar björguðust í land af strönduðum fiskibát, en eftir myndinni að dæma var þarna töluvert brim við ströndina, þannig að þeir hafa verið heppnir að komast klakklaust í land. Því miður eru miklar líkur á að báturinn fari illa þarna í grótinu.
Merkilegt að Rúv sjónvarp skuli ekki hafa verið með frétt um þetta slys í sjónvarpinu í kvöldfréttum. Skrítið fréttamat á þeirri fréttastofu.
Vélarvana við Hópsnes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér varðandi RÚV.
Guðmundur (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 00:29
Heill og sæll Sigmar Þór Sveinbjörnsson.
Hugsanlega telja þeir þetta ekki ver frétt hjá Ruv. Það sem vekur upp spurningar hjá mér? Varð þessi bilun þegar báturinn var á leið í land, eða var hann á veiðum stutt frá landi.
Sem betur fer komust þessir sjómenn í land og voru í björgunarbúningum sem hafa komið mörgum sjómönnum til hjálpar í neyð.Eins vil ég hafa í heiðri Slysavarnaskóla Sjómanna sem hefur átt sinn þá að menn björguðust. Þar hafa sjómenn lært mikið að takast á við hugsanleg sjóslys. Enn við sjómenn eigum það sameiginlegt að vita aldrei hvenær skip brenna, eða fara í djúpið.
Enn bestu kveðjur til þín Sigmar fyrir þinn þátt að bættu öryggi okkar sjómanna. Þú stendur vaktina með sóma.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 14.5.2015 kl. 06:38
Sæll Sigmar, ég er mög sammála Jóhanni bloggfélaga okkar hér að ofan. Áhuginn er bara orðin svo lítill fyrir sjómönnum í fjölmiðlum! Ekki veit ég hvað á til bragðs að grípa, en þessi þróun er ekki góð!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.5.2015 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.