9.5.2014 | 14:36
Undirskriftir afhendar Ármanni bæjarstjóra Kópavogs
Um það bil 3000 undirskriftir þeirra sem stunda sund og líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs voru afhendar bæjarstjóra í dag. Meðfyljandi skjal var lesið upp við afhendingu undirskriftalistanna.
Ágæti bæjarstjóri!
Við komum hér á þinn fund með undirskriftalista tæplega 3000 manna og kvenna, sem stundað hafa líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs svo árum skiftir. Þessi undirskriftasöfnun, sem gekk undir heitinu Stöndum saman, hófst fyrir mánuði þegar allt benti til þess að fyrir dyrum stæði tugprósenta hækkun á árskortum í líkamsræktina með nýjum rekstraraðila. Þá var nýlokið við að kynna niðurstöðu útboðs, sem Kópavogsbær stóð að, um aðstöðu til líkamsræktar í Sundlaug Kópavogs og Salalaug.
Okkur er raunar óskiljanlegt að bæjaryfirvöld hér í Kópavogi skuli láta Samkeppnisstofnun ráða hér för, en treysti sér ekki til að ráða yfir sínum eigin fyrirtækjum og hvernig þau eru rekin.
Miðað við umræður sem verið hafa um þessi mál, þá óttumst við tugþúsunda hækkanir ef nýr rekstraraðili kemur að málinu og því mótmælum við harðlega. Við lýsum fyllsta stuðningi við þann rekstraraðila sem rekið hefur líkamsræktina svo árum skiptir með myndarbrag og á mjög sanngjörnu verði fyrir okkur neytendur.
Við skorum á bæjarstjórn Kópavogs að standa með okkur bæjarbúum og stuðla þannig að því að Kópavogsbúar geti stundað líkamsrækt á viðráðanlegu verði hér eftir sem hingað til.
Fyrir hönd, Stöndum saman
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.