Kjartan Magnússon bendir á miklivægt mál

Frétt af mbl.is

Mikilvægt björgunarsamstarf geti skaðast
Innlent | mbl.is | 20.11.2012 | 21:51
Liðsmenn danska varðskipsins Vædderen sjást hér æfa...Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur sé á móti björgunarsamvinnu. Á borgarstjórnarfundi í dag, hafi borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar ítrekað þá skoðun sína að þeir vilji banna komur erlendra varðskipa til Reykjavíkur.

Þetta er rétt sem Kjartan heldur hér fram í fréttinni. Ég tek heilshugar undir hans skoðanir hvað varðar mikilvægt björgunarstarf geti skaðast. Jón Gnarr brandarakall er örugglega ekki að hugsa um þann þátt, enda held ég að það sé kannski ekki á hans áhugasviði.


mbl.is Mikilvægt björgunarsamstarf geti skaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll meistari Sigmar.

Það er merkilegt með hvað skammsýnir stjórnmálamenn geta eyðilagt af góðu starfi og á stundum lífsnauðsynlegu,með heimskulegum skoðunum eins og í þessu tilviki tilkomnum vegna barnalegra hugmyndafræði sem á sem slík enga tengingu við raunveruleikann.

Svona bann er eitt af því heimskulegra sem komið hefur frá þeim og getur orðið til þess að hættan á að mannslif glatist vaxi verulega,þessi skip og þyrlurnar sem þau flest eru með um borð hafa í ófá skipti komið til aðstoðar á neyðarstund.

En fyrir mér þá sannar þetta eina ferðina enn að pólitíkusar í henni RVK eru í engum tenglsum við land og þjóð og haga sér eins og Palli einn í heiminum og engum nema þeim komi við stjórnun á borginni,sem óneitanlega er "höfuðborg"Íslands.

Vonandi verða kostirnir sem bjóðast í næstu kosningum skárri,þó mér sé það mjög til efs miðað við áherslur sem komið hafa fram hjá fulltrúm í minnihluta,sama veruleikafirringin þar á ferð.

Kv Laugi.

Sigurlaugur Þorsteinsson, 24.11.2012 kl. 12:12

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd. Tek undir hvert einasta orð sem þú segir.

 Það er staðreynd að þetta fólk sem stjórnar Reykjavík er með takmarkaðan áhuga á öðru en því sem þeirra líf snýst um, og við vitum hver áhugamálin hjá Jón Knarr og hans líkum eru. Hann þarf víst ekki að hafa áhyggjur af öryggismálum sjómanna.

En mér dettur oft í hug þegar maður hlustar á þetta fólk, hvað maður sagði hér í símatíma eftir kosningar en þar var hann spurður hvernig honum litist á úrslit kosninganna. Hann svaraði einfaldlega: Þetta kaus fólkið og verði því að andskotans góðu.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.11.2012 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband