Það mættu vera fleiri svona skemmtilegar fréttir

Frétt af mbl.is

Eigandi þýfis Sókratesar fundinn
Innlent | mbl.is | 26.8.2012 | 16:25
Sókrates byrjaði að koma heim með alls konar flíkur fyrir...Eigendur þjófótta kattarins Sókratesar geta andað léttar því búið er að finna eiganda þýfisins sem Sókrates hefur borið heim með sér síðustu mánuði. Eigendur Sókratesar sátu uppi með þrjá fulla poka af fatnaði sem hann færði inn á heimilið, en þau kunna engar skýringar á háttalagi kattarins.

Það mættu vera fleiri svona skemmtilegar fréttir á fjölmiðlunum, sem fá mann til að brosa. Maður er orðin dálítið mikið leiður á þessum pólitísku fréttum af Steingrími og Jóhönnu og öllum hinum sem eru í pólitík.

Það eru örugglega margt annað fréttnæmt og skemmtilegt af bæði köttum, hundum og fuglum sem fylgja okkur mannfólkinu.

Takk fyrir að fylgja þessari frétt eftir frá í gær en þar var hún í sjónvarpinu. 


mbl.is Eigandi þýfis Sókratesar fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

Nákvæmlega EKKERT skemmtilegt við fréttir af kettinum Sókratesi.

Samanber þessa færslu hér:

http://rindpoop.blog.is/blog/rindpoop/entry/1254642/

drilli, 26.8.2012 kl. 18:47

2 identicon

Þennan Grétar Reynisson skortir bæði húmor og karakter. Hann, skuldlaus maðurinn, ætti nú að vera léttari í bragði, eða hvað finnst þér?

Helga Björg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 07:34

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Helga Björg og takk fyrir innlitið og athugasemd. Ég hef nú haft þá reglu að svara ekki bloggurum sem ekki blogga undir nafni, en leyfi athugasemdum þeirra að vera á síðunni minni ef það er ekki meiðandi skrif. Þeir sem blogga undir dulnefni blogga oft öðru vísi en hinir sem vilja hafa nafnið sitt undir og standa þannig og falla með sínum skoðunum. Mér finnst að menn eigi að blogga undir réttu nafni, það er líka meira mark tekið á þeim bloggurum, en hinir hafa líka sinn rétt að blogga undir dulnefni eins og drilli. 

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.8.2012 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband