30.7.2012 | 23:04
Heilsufars lýsing eftir Ágúst Sæmundsson
Heilsufars lýsing
Held mér varla vakandi,
til verka lítið takandi.
Heyrn og sjón fer hrakandi,
í hrygg og leggjum brakandi.
--
Í hugsun úti akandi,
öllum tökum slakandi.
Mér svo áfram mjakandi,
mæðu frá mér stjakandi.
--
Sjálfan mig ásakandi,
sífellt vanda bakandi.
Berst sem laufið blakandi,
byrðin elli er þjakandi.
--
Ef ég fengi úr því bætt,
eflaust mig gæti kætt.
Öllu mæðu masi hætt,
meðan er á fótum stætt..
--
Eftir Ágúst Sæmundsson
Athugasemdir
Sæll meistari Sigmar.
Þessu kvæði ætla ég klárt og kvitt að setja inn á Facebókina hjá mér og til geymslu í tölvunni.
Þetta er gullmoli.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 6.8.2012 kl. 17:28
Heill og sæll Laugi minn og takk fyrir innlitið, já þetta er flott kvæði eins og svo mörg önnur sem Ágúst Sæmundsson hefur gert. Ágúst býr á Hellu og hefur gert mörg falleg kvæði en er einn af þeim sem ekki er að flagga þeim svona opinberlega.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.8.2012 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.