Mikil hvalavaða var rekin inn í Vestmannaeyjahöfn 1958

Hvalur á landi Mikil Grindhvalvaða var rekin inn í Vestmannaeyjahöfn þann 6. ágúst 1958. Var talið að hvalirnir hafi verið allt að 300 talsins, ekki var munað til þess þá, að þetta hafi verið gert áður.

Er mér minnisstætt öskrin og lætin þegar verið var að reka blessaða hvalina inn víkina og inn í Vestmannaeyjahöfn á þó nokkrum bátum.

Upphófst svo mikil læti og handagangur í fjörunni inni í botni þegar menn gengu í það að drepa dýrin sem voru strand í sandfjörunni. Sjórinn varð allur litaður blóðrauður enda mikið blóð sem kom úr öllum hvölunum þegar þeir voru skornir. Ætli þetta sé ekki í eina skiptið sem þetta hefur verið gert hér á landi í langan tíma ?.

Ég man að þetta endaði hálf illa, margir hvalir voru í einhverja daga úti á miðri höfn í nær dauða en lífi og reynt var að reka þá út aftur með engum árangri.

Ég er ekki viss um að þetta hafi skapað mikla peninga, en mikið var af kjöti til af þeim kvölum sem skornir voru.

Myndirnar eru skannaðar úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1959 og þær tók Sigurgeir Jónasson ljósmyndari.

 Unnið að hvalskurði


mbl.is Ýttu hvölunum út á sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll

Ég man vel eftir þessu og satt best að segja er sú minnig ekki góð. Þar rann eitthvað æði á menn og var atgangurinn eftir því. Höfni rauð af blóði og margir hvalir úldnuði í fjörunni. Síðan fengu margir hægan dauðdaga svamlandi um í höfnini í marga daga á eftir.  Ég hefði haldið að best hafi verið að láta þessi grey í friði.

Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 11:36

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kjartan og takk fyrir innlitið og athugasemd. Já ég er sammála þér að þetta endaði hálf illa og hefði kannski verið réttara að láta þessa hvali í friði.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.7.2012 kl. 12:47

3 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll meistari Sigmar.

Þetta var ekki gott sumar hjá mér,pabbi fórst í skerinu þá um vorið og móðir mín fór með okkur austur á Vopnafjörð í síld,en ég man að þegar við komum heim til eyja um haustið þá voru leyfar af grindinni um allar fjörur og hlustaði ég með andakt þegar Stebbi í Gerði og Símon Þór sögðu mér frá,en sögurnar urðu fyrst krassandi þegar Árni Mars og Axel á Kalmarstjörn fóru að lýsa atganginum,ekki laust við að maður forðaðist fjörurnar er tók að skyggja á kvöldin,eftir þær lýsingar.

En hef síðan lent í nokkrum drápum í Færeyjum og það er vægast sagt atgangur mikill og hver sem segir að frændur vorir séu rólegheitarmenn, ætti að sjá þær aðfarir,hugsa að sá hin sami skipti snarlega um skoðun á eftir þá upplifun.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 6.8.2012 kl. 19:43

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir innlit og athugasemd. Það er merkilegt hvað þessi atburður hefur haldist vel í mínu minni, enda einstæður í Eyjum.

 Ég vissi ekki að þú hefðir mist föður þinn í þessu slysi við skerið. Ég fann frásögn um þetta á Heimaslóð. Það er í raun merkilegt að það skuli ekki hafa verið fleiri alvarleg slys við eggjatöku miðað við hvað þeðða er hættulegt og erfið vinna. Það er líklega vegna þess að þessir kallar hafa verið eldklárir í þessu klifri.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.8.2012 kl. 23:13

5 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll meistari Sigmar.

Já þetta slys setti mikið mark á marga og svo mikið er víst að enginn þeirra sem voru með í þessari för fengust til að tala um það síðar,ég varð að grafa frásagnirnar upp í réttarskjölum og samtímaheimildum og það lá aldeilis ekki á lausu að fá aðgang að þessum skjölum.en eftir því sem ég best veit þá mun þetta vera eina banaslysið í Skerinu svo vitað sé.

En frásögnin sem inni á Heimaslóð er frá mér komin og samkvæmt þeim heimildum sem ég hafði þá aflað mér,síðan þá hef ég fundið meira en þá aðalega eftirmálin og aðdragandann að slysinu og um það mun ég ekki fjalla á netinu,en væri fús að segja þér frá yfir kaffibolla við tækifæri,það er að segja ef þú finnur tíma til að kíkja á Kaffivagninn núna næstu daga ég er í sumarfríi til 20 ág en fer inn á fjöll fljótlega eftir þann 10 og verð í nokkra daga að flækjast.

Kv Laugi grúskari.

Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.8.2012 kl. 00:03

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi, já ég hef áhuga á að fræðast meira um þetta slys við tækifæri. Reynum að finna okkur tima við tækifæri.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.8.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband