2.6.2011 | 21:50
Í HÚMINU, erindið orti frú Jarðþrúður Johnsen
Þetta erindi orti frú Jarðþrúður Johnsen á sínum tíma og samdi siðan lag við það, sem hlaut viðurkenningu fyrir fegurð: (Lag það hryggir svo margt ) (Úr Blik 1969)
Í HÚMINU
Í húminu hljótt hún grætur
og hugsar um liðinn dag.
Í djúpinu Ránardætur
dansa rammaslag.
En blessuð vertu bjartsýn,
því að báturinn færir þér heim
þann eina, sem þú elskar
í alheims víðum geim.
Jarðþrúður Johnsen
Athugasemdir
Frændi hún Jara á Hlíðarenda var skírð í höfuðið á henni.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 11:54
Heil og sæl frænka og takk fyrir þessa athugasemd, ekki vissi ég þetta.Alltaf gaman að fá frá ykkur fænkum mínum línu.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.6.2011 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.