31.5.2011 | 22:54
Gott að þetta endaði vel.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í kvöld send til að aðstoða skútu sem orðið hafði vélarvana skammt undan álverinu í Straumsvík og rak hratt til lands en þyrlan hafði þá verið við æfingar.
Það er alltaf hætta á ferðum þegar skip reka upp í land og stranda, að ég tali nú ekki um við klettótta strönd. Þarna munaði víst litlu eftir þessari frétt að dæma. Enn eru það björgunarsveitir sem eru kallaðar út til hjálpar enda alltaf tilbúnar ef einhver er í neyð.
Það sem vekur athygli mína er að aldrei kemur fram í fréttum af þessum óhöppum sem eru þó nokkuð mörg, að skipverjar á þessum smærri bátum hafi reynt að nota akkeri til að stoppa rek bátanna. Öll skip sem eru skráð á skipaskrá og skoðuð eru með akkerisbúnað eitt eða tvö akkeri með keðju og togi eftir því hvað skipið er stórt. Þetta eru legufæri og góður neyðarbúnaður sem á einmitt að nota ef skip er vélarvana og rekur stjórnlaust. Akkeri hafa bjargað mörgum skipum frá því að reka á land, vonandi gleyma sjómenn ekki að þessi öryggisbúnaður er í öllum skipum og smábátum.
Skútu rak vélarvana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll vertu
Það er nú svo að maður verður að vera sammála þér...
En það er því miður ekki svo að akkeri séu til staðar í öllum bátum sem ég hef séð...
Það hefur reyndar verið horft á þá staðreynd að akkeri eru hluti af öryggisbúnaði á þeim bátum sem ég hef haft eitthvað með að gera utann einn en hann var óskráður og einhverra hluta vegna voru skilaboðin þau að það ætti ekkert að vera í honum þegar hann var í geymslu. Svo auðvitað þegar hann var tekinn út til brúks gleymdist að setja um borð þann sjálfsagða búnað sem akkerið er...
Vill reyndar svo til að það klikkaði aldrey hjá okkur mótor eða annar búnaður (sem betur fer)...
Í dag er ég ekki neitt að flækjast til sós nema sérstaklega beðinn um af félögunum í björgunarsveitinni, þá er að sjálfsögðu allur búnaður til staðar svo maður geti bjargað sér og sínum...
Með bestu kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 1.6.2011 kl. 00:41
Heill og sæll Ólafur Björn, og þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina. Það eiga að vera akkeri í öllum skráðum bátum, og auðvitað ættu allir sem á sjó fara að hafa akkeri um borð. Það sem mér finnst skrítið Ólafur, er að það er eins og sjómenn viti ekki að þessi búnaður er um borð þegar þeir lenda í vandræðum.
Í hvaða björgunarsveit ertu Ólafur Björn ??
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.6.2011 kl. 22:56
Sæll aftur
Ég er búinn að vera starfandi í tveimur björgunarsveitum, önnur þeirra er Klakkur á Grundarfirði en í dag er ég í Björgunarsveitinni Suðurnes hér í Reykjanesbæ.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 3.6.2011 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.