23.5.2010 | 11:10
Laumufarþegar frá Bremenhafen
Þessir tveir drengir eru þýskir. Þeir laumuðust um borð í Bjarnarey VE 11 er togarinn landaði í Bremenhafen skömmu eftir stríð. Ekki komst upp um þessa ungu laumufarþega fyrr enn skipið var komið langleiðina til Vestmannaeyja. Þeir fengu ekki að fara í land í Vestmannaeyjum og urðu að dúsa um borð í skipinu meðan fiskað var í aftur. Skipið sigldi síðan til Bremenhafen þar sem þeim var skilað aftur.
Ekki kemur fram nöfn þeirra í texta með myndinni.
Úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1997
Athugasemdir
Ætli að þessir strákar hafi sagt áhöfninni sögu sína? Hvers vegna þeir voru að flýja að heiman og hvað þeir upplifðu í stríðinu?
Besta kveðja úr Víkinni.
Þórir Kjartansson, 23.5.2010 kl. 11:55
Hefur verið samband við þá síðan?
Jón Arnar, 23.5.2010 kl. 12:08
Heill og sæll Þórir, eflaust hafa þeir sagt áhöfninni sögu sína, en því miður er ekki meira skrifað um þessa stráka í Sjómannadagsblaðinu, en það eru örugglega einhverjir Eyjamenn sem þekkja þessa sögu. Og eflaust hefur þýska sendiráðinu verið tilkynnt um þessa laumufarþega á þessum tíma.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.5.2010 kl. 16:40
Heill og sæll Jón Arnar og takkfyrir innlitið, ég held að lítið sé til um þetta mál nema þá í gömlum opinberum skýrslum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.5.2010 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.