Frábær auglýsing frá Sjómannafélögum í Gridavík

Góð auglýsing og þörf

Ég get ekki annað en dáðst að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur fyrir að birta þessa auglýsingu á baksíðu Fréttablaðsins í dag.

Það er mál til komið að sjómenn farai að berjast á móti þessum endalausa yfirgangi stjórnmálamanna gagnvart kjörum sjómanna. Engin stétt í landinu hefur fengið jafn oft á sig lög þegar þeir hafa verið að reyna að berjast fyrir bættum kjörum, og nú á að hirða af sjómönnum sjómannaafslattinn, það er því komið að því að segja hingað og ekki lengra.

Ég er ekki viss um að allir sjómenn geri sér grein fyrir því að það er leynt og ljóst verið að grafa undan sjómannastéttinni t.d með því að stela frá þeim Sjómannadeginum og endurskíra hann Hátíð hafsins sem er að mínu viti hneiksli. Það sem er enn verra og furðulegt að þetta er gert í samráði við Sjómannafélögin í Reykjavík. Kannski eru þetta afleiðingar af því að búið er að blanda saman stórum sjómannafélögum og landfélögum þar sem meirihluti félagsmanna eru menn sem vinna í landi og eru nokk sama um þá sem eru á sjó, og svo er það eitt stórt vandamál að það virðist ekki vera hægt að losna við marga af þessum fórustumönnum sjómanna sem löngu eru sjósprungnir svo ég noti gamalt og gott sjómannamál.

Ekki einu sinni Sjómannaskólinn má heita sínu rétta nafn, og sjómenn eru ótrúlega linir við að skrifa greinar í blöð um sín mál, kannski vegna hræðslu við vinnuveitendur sína.

Það er svo ótalmargt sem hægt væri að telja upp sem bendir eindregið til þess að unnið sé að því leynt og ljóst að gera lítið úr sjómannastéttinni, og sjómenn virðast því miður ekki gera sér grein fyrir þessari þróun.

Þessi auglýsing er smá vísbending um að sjómenn séu að vakna til lífsins og ég vona svo sannarlega að þeir átti sig sem fyrst á því að það kostar vinnu að halda sínum kjörum og sínu öryggi.

Með baráttukveðjum SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Af hverju eru öll skipin í auglýsingunni strönduð?

Sjómenn hafa nú átt góða forustumenn. Ég nefni Pétur Sigurðsson sjómann og alþingismenn, Guðmund Hallvarðsson fv. alþingismann, sem er vakinn og sofinn yfir velferð sjómanna og tekur á móti þeim þegar þeir verða gamlir á DAS, sem aðrir stéttarforustumenn gera ekki, enda er DAS einstakt afrek sjómannastéttarinnar.

Það er eitthvað við þessa auglýsingu sem mér finnst ekki virka en það er þá bara mín tilfinning.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, það er mikið rétt hjá þér með hvað sjómenn ættu að standa upp og mótmæla.

Valmundur bloggvinur og formaður minn í sjómannafélaginu Jötunn les þessa grein hjá þér Sigmar vonandi og tekur þessi orð okkar hér til sín.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 22:44

3 identicon

Ég tek undir hvert orð hjá þér Sigmar, þetta er flott framtak hjá þeim.

Glanni (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 09:44

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorsteinn, það er dálítið merkilegt að þú skulir ekki skilja þessa auglýsingu, skip stranda auðvitað af ýmsum átæðum, það geta orðið bilanir í vélum eða tækjum skipsins, þau fá veiðarfæri í skrúfuna og það geta einnig verið mannleg mistök sem gera það að verkum að skip stranda. En það sem skiptir máli þegar skip stranda er að bjarga sjómönnum sem fyrst frá skipinu, því það skapast mikil hætta við strand þar sem sjómenn hafa oft á tíðum tapað lífi sínu. það er það sem verið er að benda á í þessari auglýsingu en kannski ekki allir skilja. Viðmiðunin við þingmanninn ættu allir að skilja, þingmenn hafa alltaf fyrst og fremst tryggt sjálfan sig í bak og fyrir.

Ég veit ósköp vel að við höfum átt og eigum marga góða forustumenn , en það sem ég hef verið að ganrýna er að nokkrir af þessum ágætu mönnum virðast ekki geta sleppt hendinni af þessum formanssætum heldur sitja sem fastast þó þeir séu sjósprungnir. Alla vega finnst mér það ekki vera góður forustumaður sem samþykkir að breyta SJÓMANNADEGINUM okkar í Hátíð hafsins, þetta er móðgun við íslenska sjómenn. Allir sjómenn ættu að mótmæla þessu harðleg og nota næsta SJÓMANNADAG til þess.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.4.2010 kl. 21:05

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og Glanni, takk fyrir innlitið og athugasemdir, vonandi gera sjómannafélögin eithvað bitastætt í baráttuni sinni til að halda sjómannaafslættinum og sínum kjörum, þetta framtagk Grindvíkinga er lofsvert og vonandi að fleiri taki undir með þeim.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.4.2010 kl. 21:11

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Góðan daginn Sigmar

Þú gerir að því skóna að ég skilji ekki auglýsinguna. Ástæðan fyrir því að ég varpaði fram þessari spurningu var að fá fram viðbrögð við myndbirtingunni. 

Í auglýsingunni er borin saman opinberar ívilnanir í skattakerfinu milli sjómann og eins ónefnds þingmanns.

Svona auglýsing getur fallið í góðan jarðveg hjá viðkomandi sjómannahópi en getur haft þveröfug áhrif út í frá og flokkast sem neikvæð myndbirting. Forustumenn verða reyna að gera sér grein fyrir hver áhrif svona auglýsing hefur og eru væntanlega að sækjast efir jákvæðum viðbrögðum í sinn garð frá almenningi.

Sjómannaafslátturinn kom eftir því sem ég best veit og var settur á vegna kjaradeilu milli útgerðarmanna og sjómanna á síðustu öld og var til þess að leysa samningsdeilu.

Sjómannaafslátturinn hefur því ekkert að gera með myndbirtinguna hann er ekki áhættuþóknun. Réttar væri þá fyrir sjómenn að óska eftir sérstöku áhættumati vegna starfa sinna.

Það eru skiptar skoðanir um sjómannaafsláttinn og ekkert athugavert við það að sjómenn berjist fyrir sínum réttindum, en mér finnst það heldur sviplítið að fara fram með þessa auglýsingu undir rósamáli og hafa þá ekki kjark til að nefna viðkomandi þingmann fullu nafni.

Ég er nokkuð kunnugur sjóslysasögu þjóðarinnar og mín fjölskylda hefur ekki farið varhluta af þeim fórnum eins og svo margar fjölskyldur aðrar í landinu.

Ég er sammála þér að mér finnst betra að Sjómannadagurinn og Sjómannaskólinn heiti bara sínum nöfnum áfram.

Ég mun svo fara eitthvað meira í þetta mál á bloggsíðu minni vegna athugasemda þinna þar.

En núna ætla ég að fara fá mér kaffi

Eigðu góðan dag, bestu kveðjur.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 08:31

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn, þú segir hér í athugasemd fyrir ofan eftirfarandi:  þú gerir að því skóna að ég skilji ekki auglýsinguna. Ástæðan fyrir því að ég varpaði fram þessari spurningu var að fá fram viðbrögð við myndbirtingunni. Já það er rétt hjá þér Þórarinn mér finnst þú svara þessu þannig að þú viljir mistúlka auglýsinguna þegar þú spyrð: “Af hverju eru öll skipin í auglýsingunni strönduð?”  Hvað ertu að gefa í skin með því ? Ertu að reyna að fá neikvæða umræðu um auglýsinguna?.  Það finnst mér, eftir að hafa lesið pistil þinn um þetta efni á síðunni þinni, þar sem þú skrifar að vísu um þessa baráttu auglýsingu sjómanna í háðstón.

Hvað varða  sjómannaafsláttinn ætla ég að birta hér pistil frá Formanni Sjómannafélags Vestmannaeyja læt það næja um sjómannafsláttin:

“Í greinargerð fjármálaráðuneytis með hinu nýja frumvarpi um sjómannaafsláttinn, segir: ,,Sjómannaafsláttur hefur lengi verið umdeildur og gagnrýni á hann hefur aukist á undanförnum árum af ýmsum ástæðum''.Ég mótmæli þessu harðlega og held því reyndar fram að þessi ,,gagnrýni'' komi úr einni átt og frá mjög fámennum hópi. Þessi hópur heldur til í 101 hverfinu í Reykjavík og þar í kring. Þetta er yfirleitt menntafólk, prófessorar, fólk með doktorsnafnbætur og frjálshyggjupostular af vettvangi stjórnmálanna.Hvað sjómenn hafa gert þessu fólki er mér óskiljanlegt. Ef þú býrð úti á landi þá heyrir þú ekki þessa gagnrýni. Þar veit fólk að sjómennirnir eru þeir sem vinna hættulegasta starfið og eru langdvölum að heiman við að afla fjölskyldunni og þjóðfélaginu tekna. Bara það að vera langdvölum fjarri fjölskyldu og vinum, réttlætir afslátt á skatti sjómanna. Almannaþjónusta við sjómenn er snöggtum minni en við aðra þjóðfélagsþegna og eru þetta næg rök að mínu mati fyrir afslættinum.Öll umræða um að sjómenn ættu bara að finna sér aðra vinnu ef þeir eru ósáttir með afnám afsláttarins, er húmbúkk og lýsir best rökleysu og vanþekkingu þeirra sem frá segja.Í nágrannalöndum okkar er starf sjómannsins metið að verðleikum. Í Noregi var sjámannaafsláttur hækkaður með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Hann er nú 150.000 nkr. Þ.e. sjómenn í Noregi borga ekki skatt af fyrstu 150.000 nkr. sem eru 3,2 milljónir íslenskra króna. Í Danmörku er afslátturinn 190 dkr (4560 íkr) fyrir hvern dag og að hámarki 41.800 dkr á ári.(1.1 milljón ís kr)Færeyskir fiskimenn mega hafa 75.000 dkr (1.8 millj. ískr) skattfrjálsar.Svíar láta sínum fiskimönnum í té 640.000 ís.kr á ári í skattafslátt.Af þessari upptalningu sést að íslenskir sjómenn eru langt á eftir nágrönnum okkar í þessum málum og hafi stjórnvöld skömm fyrir. Allt tal um að þetta samrýmist ekki stjórnarskránni og reglum EES er kjaftæði þeirra sem sjá íslenska sjómenn sem einhverja forréttindastétt. Hvað með dagpeninga, staðaruppbót, bifreiðastyrk, ferðakostnað og fleira sem sumir fá ofaná laun sín og allt skattfrjálst. Eigum við ekki að byrja á því, þar er kostnaðurinn líklega 23 milljarðar árið 2008 bara hjá ríkinu.

Valmundur Valmundsson “

Kær kveðja og hafðu það alltaf sem best. SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.4.2010 kl. 18:29

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég heiti Þorsteinn Hallgrímur og er nefndur eftir skipstjóra og stýrimanninum á línuveiðaranum Pétursey sem var skotinn niður af þýskum kafbát í stríðinu.

Ég held því fram að myndbirting auglýsingarinnar framkalli neikvæð áhrif öfugt sem henni er ætlað.

Háðstónn segir þú, maður mætir hverju málefni eftir því sem það gefur tilefni til. Afstaða mín til þess hvort ég sé með eða móti sjómannaafslættinum hefur hvergi komið fram.

Nýkjörinn þingmaður VG Björn Valur Gíslason hélt fyrirlestur um skattamál sjómanna á Sjómannaþingi í haust, en fyrirhugað er að fella sjómannaafsláttinn 987 kr á lögskráningardag niður.

Kemur þá ekki einn þingfulltrúinn askvaðandi í pontu og flytur tillögu um að reka þingmanninn úr félagskapnum. Þegar það gekk ekki vegna félagslög heimila það ekki var flutt tillaga um að þingmaðurinn segði sig frá öllum félagsstörfum í Farmanna og fiskimannasambandinu. 

Góðgjarnir menn vísuðu þeirri tillögu frá en eigi að síður ákvað þingmaðurinn að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum innan sjómannastéttarinnar.

Það er ofstopi og öfgar að flytja tillögu um að þingmaður verði rekinn úr samtökunum og eins að flytja tillögu um að hann segði af sér trúnaðarstörfum. Á það þá að vera venja í félagsskap á Íslandi að allir séu reknir sem hafa skoðanir. Það yrði nú fábreyttur félagskapur það.

Annað er merkilegt; menn settu snúð á sig og þóttust ekki vilja þiggja  að mæta í móttöku hjá sjávarútvegsráðherra eftir þingið. Það er ekki viturlegt. 

Mér þykir vænt um sjómenn og þess vegna liggur þetta mál allt saman þungt á mér. Mér finnst að sjómenn eigi að reyna hæna þingmenn að sér á jákvæðan hátt fremur en að bægja þeim burt fyrir 987 krónur á lögskráningardag.

Kær kveðja og gangi þér allt í haginn. ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 20:43

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorsteinn, Það er ekki skemmtilegt að eiga í orðaskaki við menn, þó mér finnist stundum nauðsynlegt að svara þegar vegið er að heiðri sjómmanna. Ég held að við verðum ekki sammála um þetta mál þú hefur bara aðra sýn á það, ég er reyndar kominn á þá skoðun að þú hafir í fyrstu bloggað um þessa auglýsingu til að verja þingmenn eða þingmanninn sem ég hef ekki hugmynd um hver er og skiptir mig ekki máli. Það sem þú hefur bloggað um þetta mál á þinni síðu bendir því miður ekki til þess að þú takir á þessu máli á sanngjarnan hátt, heldur finnst þér tilefni til þess að taka á því með háði það er þitt val.  Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég svara þér á blogginu þínu það kemur í ljós.

En svona fyrir utan þetta mál þá segist þú vera nokkuð kunnugur sjóslysasögu þjóðarinnar og þín fjölskylda hafi ekki farið varhluta af þeim fórnum eins og svo margar fjölskyldur aðrar í landinu. Ég hef því miður ekki svo ég muni lesið um þetta slys með línuveiðaran Pétursey. 

Sjálfur hef ég mikinn áhuga á sjóslysasögu landsins og hef lesið og safnað að mér mikið af gögnum hvað það varðar. Og eins og þú réttilega segir þá hafa fáar fjölskyldur sem búið hafa við sjávarsíðuna sloppið við mannskaða og þannig er það með mínar fjölskyldur. Þó þurfi að fara  nokkuð aftur í tíman þá hafa ekki færri en 3 forfeður mínir drukknað hér við Suðurstöndina. Kannski er það þess vegna sem maður hefur áhuga á þessum málum.

Að lokum Þórarinn, vonandi eigum við eftir að eiga meiri samskipti hér á netinu á jákvæðari nótum en í þetta skipti, hafðu það alltaf sem best

Kær kveðja úr Kópavogi SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.4.2010 kl. 23:03

10 identicon

Hátíð hafsins, þetta hljómar eins og eitthvað sem höfuðborgarpakk er aldrei hefur stigið um borð í bát myndi hugsa upp. Ég mun aldrei kalla þetta annað en sjómannadaginn!

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband