11.3.2010 | 22:57
Útsýni úr glugga Kaffivagnsins
Þessar myndir tók ég út um glugga á Kaffivagninum þegar ég kom þar í kaffi einhverntíma á síðasta ári.
Það getur verið skemmtilegt að fara í kaffi og spjall í Kaffivagninn við Grandagarð eða í Grandakaffi við grandagarð. Á þessum stöðum hittir maður alltaf einhvern sem maður þekkir, oft eru þar Vestmannaeyingar eða menn sen verið hafa í Eyjum á vertíð hér áður fyr.
Athugasemdir
Ég verð nú að segja alveg eins og er að þó myndin sé vel tekin þá finnst mér þetta útsýni ekkert á við bryggju-útsýnið í eyjum, allt öðruvísi bragur og sterkari boðskapur hvert sem maður lýtur á bryggjurúntinum á eyjunni fögru. Farðu að flytja til eyja Simmi.
Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 11:28
Mér finnst alltaf gaman að koma á Kaffivagninn,maður fer í einhvern ólýsanlegan gír.kv
þorvaldur Hermannsson, 13.3.2010 kl. 16:49
Heill og sæll Halldór og takk fyrir þessa athugasemd. Já það má segja að það sé einnig flott útsýni úr Friðarhafnarskýlinu, höfnin og Heimaklettur og fl. Þegar ég var í Eyjum fór ég minst tvisvar á dag á bryggjurúnt og varð aldrei leiður á því, enda alltaf eithvað nýtt á sjá. Hér fer ég flest allar helgar bryggjurúnt annað hvor í Hafnafjörð eða Reykjavík, þetta geri ég þó ég sé oft að vinna á þessum stöðum. Þetta er ótrúlega gaman því það er margt á sjá eins og seglskútur og stór seglskip, herskip, kafbáta og mörg glæsileg farþegaskip svo eithvað sé nefnt. Síðan hef ég bætt inn í bryggjurúntinn ferð á flugvöllinn þar sem hægt er að sjá mikinn fjölda flugvéla af öllum gerðum og stærðum. Þannig að ég er nú bara sáttur við lífið og tilveruna og ekki á leið heim í bráð
.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.3.2010 kl. 20:48
Heill og sæll Þorvaldur og takk fyrir innlitið, já ég tek undir með þér að það er einhver sérstök stemming í Kaffivagninum. Það væri gaman að hitta þig þar einhverntíman í góðu tómi.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.3.2010 kl. 20:51
Já Simmi það væri gaman,kíktu inn á Bloggið mitt þú kannast öruglega við einhverja þar,kv
þorvaldur Hermannsson, 13.3.2010 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.