Flugumferðarstjórar í ábyrgðarstarfi

Hvers vegna eru laun flugumferðastjóra svona góð eða mannsæmandi eins og haldið er fram ? Jú Það er einfaldlega vegna þess að þeir hafa barist fyrir sínum launum og átt frábæra samningamenn sem ekki er svo auðvelt að svínbeyja eins og gert er svo auðveldlega við allar samninganefndir láglaunafólks.  Flugumferðarstjórar bera mikla ábyrgð á öryggi okkar sem ferðast með flugvélum og það getur ekki hver sem er hlaupið í þeirra starf, þess vegna eru þeir með sæmileg laun og eiga fullann rétt á því.  

 Ég er viss um að Kristján Þór Júlíusson alþingismaður hefur mun meiri laun en flugumferðarstjórar  þó hann beri enga  ábyrgð í því starfi sem hann gegnir.

Ég sendi flugumferðarstjórum baráttukveðjur


mbl.is Vill lög á flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að flugumferðastjórar beri mikla ábyrgð á öryggi okkar. Í hverju er þessi ábyrgð fólgin?

 Allir kannast við hina miklu ábyrgð sem hálaunamenn hrunsins báru.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 23:14

2 Smámynd: ViceRoy

Tjah... má ég benda á að ef svo bæri til að flugumferðastjóri mætti fullur til vinnu og ylli slysi þá væri hann tafarlaust rekinn eða látinn segja af sér... Ekki gerðist það á þinginu.... Ef flugumferðastjóri myndi sýna að hann væri fullkomlega vanhæfur í starfi vegna mistaka í starfi sem ylli stórslysi, þá væri hann tafarlaust látinn segja af sér eða rekinn... En í hinum fullkomna heimi þá þarf enginn að taka ábyrgð, allir sekir fá stolnar eignir sínar aftur og traðkað er á öðrum... Lausnin? 300.000 manna þing :P

Má hver sem er sem vitlaus er kvarta yfir svona smámunum og væla, en málið er... þessir menn og konur starfa ótrúlega mikilvægt starf  og eiga alveg sinn rétt á verkfalli ef þeir telja kjör sín bágborin miðað við aðstæður. 

ViceRoy, 10.3.2010 kl. 23:18

3 identicon

Staðreind:  Þegar hafa 12 manns hætt og farið í önnur störf ýmist við flugumferðarstjórn erlendis eða skipt um starfsvettvang hér innanlands.  Í dag eru um 75 flugumferðarstjórar sem starfa bein við stjórnun flugumferðar.  Hvað eru þetta mörg prósent?  Hvað eru þetta margir læknar hlutfallslega séð?  Er þetta ásættanlegt?  ÞAÐ ERU FLEIRI AÐ FARA trúið mér!!

Starfsmannavelta hjá flugumferðarstjórum er að STÓRAUKAST.  Staðreynd: Íslenska ríkið er að þjálfa upp flugumferðarstjóra fyrir önnur lönd.  Norðmenn, danir og svíar hafa allir verið í þessum pakka og þurft að SNAR hækka laun flugumferðarstjóra sinna til að fá fólk til þess að snúa frá Miðausturlöndum, Sviss eða Austurríki þar sem launin eru MUN betri.  Mun fleiri íslenskir flugumferðarstjórar eru að sækjast nú þegar eftir störfum útí heimi! 

Það er að skella á neyð vegna manneklu hjá okkur og enginn virðist ætla að gera neitt í málinu! Vinnuálag er að stóraukast sem hefur í för með sér fjölgun veikindadaga og megna óánægju í starfi.  Því er ekkert skrítið að maður vilji fara til útlanda þar sem YFIRVINNA ER BÖNNUÐ í faginu!!  En hérna á klakanum erum við bara HEPPNIR og ættum að vera ÁNÆGÐIR með að fá að vinna ómælda yfirvinnu!!

Þú villt ekki að flugstjórinn sem flýgur flugvélinni sé þreyttur er það?  En veistu að flugumferðarstjórinn gæti verið það!!!  Starf flugumferðarstjóra er ekki hægt að útskýra og hlæjum við að kvikmyndum eins og "Pushing Tin" og "Ground Control".  Álagið er stöðugt meðan verið er að vinna flugumferð og mætti líkja því helst við það ef flugmaður er farinn að sjá aðvörunarljós í mælaborði vélarinnar sinnar um yfirvofandi bilun!

Hastala vista!

ps. Afsakið nafnleysið en ég er ekki búinn að segja mínum yfirmönnum að ég er alveg að fara að segja upp

Flugumferðarstjóri (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 23:26

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Svavar ég var ekki að tala um hálaunamenn hrunsins, ég var að taka málstað fluguferðastjóra og stend við það að þeir bera mikla ábyrgð, þú skalt sjálfur kynna þér þeirra starf. Ég tek aftur á móti undir það hjá þér Svavar að hálaunamenn hrunsinns báru enga ábyrgð.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.3.2010 kl. 23:34

5 identicon

Furðuleg skilgreining á ábyrgð hjá, ViceRoy.

Ef lyftaramaðurinn í vöruskemmunni mætti fullur og ylli dauða samstarfsmans síns, yrði hann að sjálfsögðu rekinn og ákærður. Hann bæri mikla ábyrgð. Svona maður á að sjálfsögðu að vera á ofurlaunum vegna hinnar miklu ábyrgðar!!!!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 23:34

6 identicon

Svavar: Lyftaramaðurinn ber ekki ábyrgð á tugum þúsunda mannslífa á hverjum degi.

Sigmar: Þú ert auðvitað snillingur út í gegn :)

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 23:54

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Háttvirtur Flugumferðastjóri! Hættu bara og fáðu vinnu annarstaðar. bæbæ!!

Óskar Arnórsson, 11.3.2010 kl. 00:08

8 identicon

Æ vitiði mér þykir þetta hálf heimskulegt. Var ekki frétt um daginn sem sagði frá því að meðallaun flugumferðastjóra séu um 900 þús á mánuði? Já já mikil ábyrgð og allt það og ég er alveg sammála því að fólk sem ber mikla ábyrgð eigi að fá góð laun. En mér finnst hálf fáránlegt að manneskja með 900 þús í laun (og leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér) fari í verkfall vegna bágra kjara! Þetta eru laun sem ég get ekki með nokkru móti fundið út að ég eigi nokkurn tíman í lífinu eftir að fá með minni háskólamenntun. Foreldrar mínir með sína menntun og áratuga reynslu eiga aldrei eftir að ná þessum launum. Ég bara næ því ekki hvernig flugumferðastjórar fá það út að þeir þurfi hærri laun... er þetta svona skelfilegur vinnutími? Ekki eru hjúkrunakonur eða lögreglumenn með svona laun... og samt bera þessar stéttir mikla ábyrgð í sinni vinnu og vinna svipaðan vinnutíma...

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:19

9 identicon

Ég er með 420 þúsund í mánaðarlaun. Við þau bætist 140 þúsund í vaktaálag og því er ég með 560 krónur á mánuði.

Ég væri alveg til í 900 þúsund, en er ekki alveg að sjá það gerast nema ég taki að mér fáránlega mikla yfirvinnu og sjái fjölskylduna þ.a.l. sirka aldrei.

Flugumferðarstjóri (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:21

10 identicon

Já veistu, þó það séu ekki 900 þús þá mundi ég nú telja þetta til hátekna...

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:28

11 identicon

Góð rök Óskar, gaman að sjá bara flesta hætta og fara annað, yrðum að leggja niður stóran part af keflavíkurflugvelli, ekkert tengiflug hingað, margfallt færri flug hingað til lands. Tapið mundi vera gríðarlegt fyrir Íslenska ríkið.Tap í gjaldeyristekjum, eitthvað sem við eigum ekki efni á að missa núna

Bæti svo við að íslenska ríkið  borgar ekki laun þessar manna heldur stofnun sem er kölluð ICAO (International Civil Aviation Organization). 

Vaktaálag hjá þessu fólki er rosalegt, og kjör þeirra stóðu í stað í gegnum allt góðærið,

Set samt stórt spurningarmerki við tímasetninguna á þessu. Því flestar starfsgreinar eru mun betur borgaðar erlendis og fólk er að taka á sig kjaraskerðingu og atvinnuleysi, svo kemur hálunastétt og vill hærri laun, lítur alveg hrikalega illa út hvort sem þið eigið þetta skilið eða ekki.

Tryggvi (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:29

12 identicon

Ég varpaði fram spurningu hver væri hin raunverulega ábyrgð þessara manna.

Ég hlýt að vera voðalega tregur, því mér ekki nokkur leið að sjá að ég hafi fengið svar í þessum kommentum.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:55

13 identicon

Flugumferðarstjórar bera fyrst og fremst ábyrgð á aðskilnaði flugvéla, hvort sem er á jörðu niðri, við flugtak, í farflugi eða í lendingu. Flugumferð getur orðið mjög mikil og flókin þegar mikið er að gera og þá skiptir höfuðmáli að flugumferðarstjóri sé skipulagður, hafi þekkingu og færni til að bregðast við aðstæðum og fljótur að hugsa. Á hverjum tímapunkti getur flugumferðarstjóri verið með hátt í tíu þúsund manns í einu undir sinni stjórn (ef miðað er við 300 manns í flugvél og 33 flugvélar í flugi). Það er nokkuð stór hópur á einum degi.

Flugumferðarstjórar sinna líka viðbúnaðarþjónustu við flugvélar, þ.e. að fylgjast með að þær séu þar sem þær eiga að vera, láti vita af sér reglulega og lendi þegar þær ætla að lenda. Í kjölfarið þarf þá að setja af stað leit og björgun ef eitthvað fer úrskeiðis.

Flugumferðarstjórar gegna líka veigamiklu hlutverki þegar upp kemur neyðarástand í flugvél, af hvaða orsökum sem það er enda eru þeir yfirleitt fyrsti hlekkur flugmanns við slíkar aðstæður.

Þá sjá flugumferðarstjórar um upplýsingaþjónustu við flugvélar, s.s. um veðuraðstæður og slíkt. Þegar flugmaðurinn tilkynnir farþegum að búast megi við ókyrrð framundan er það að líkindum vegna þess að flugumferðarstjórinn var búinn að veita þær upplýsingar.

Lesa má um starf flugumferðarstjóra m.a. hér: http://www.flugstodir.is/?PageID=35

Flugumferðarstjóri (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 01:15

14 identicon

Ég held reyndar að flugumferðarstjóri sem vegna vanrækslu verður valdur að banaslysi á á hættu að verða dæmdur fyrir manndráp.

Ábyrgðin hlýtur því að vera einhver

Smjörvi (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 01:16

15 identicon

Að auki má benda á að flugumferðarstjórar hafa farið í fangelsi fyrir meint mistök í starfi og amk einn hefur verið drepinn vegna flugslyss sem varð í Sviss í upphafi þessa áratugar.

Flugumferðarstjóri (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 01:17

16 identicon

Flugumferðarstjórar bera ábyrgð á að koma í veg fyrir árekstra flugvéla og að stuðla að öryggri og hraðri flugumferð.

Semsagt bera ábyrgð á að flugvélarnar eru ekki að fljúga á hvor aðra og það nálægt hvor annari að vængendahvirflar hafi áhrif á fluggetu flugvéla sem getur valdið stórslysum.

Félagsdómur segir að ábyrgðarlega séð ættu flugumferðarstjórar að vera með sömu laun og flugSTJÓRAR. Þetta er gamall dómur sem aldrei hefur verið farið eftir af ríkinu og standa flugumferðarstjórar talsvert fyrir aftan flugstjórana í kjörum.

900 þúsund króna dæmið sem allir eru að velta sér uppúr er, ef einhver nennti að lesa greinina til enda um daginn, miðuð við laun flugumferðarstjóra sem er 59 ára gamall... Ekki alveg algengasti aldurinn í faginu.

Nonni úti í bæ (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 01:19

17 Smámynd: Sigurjón

Ég styð flugumferðarstjóra í sínum deilum.  Endilega skoðið þetta: http://www.bsrb.is/files/620711851Ann%C3%A1ll%20kjaradeilunnar%20F%C3%8DF.pdf

Enn og aftur byrjar söngurinn um að banna flugumferðarstjórum að fara í verkfall varanlega með lögum.  Það er skítalykt af því!

Sigurjón, 11.3.2010 kl. 02:01

18 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Sigmar,  góð athugasemd og bottom line:

Ég er viss um að ......... .......... ............ eða hverju nafni sem hann nefnist alþingismaður hefur mun meiri laun en flugumferðarstjórar  þó hann beri enga  ábyrgð í því starfi sem hann gegnir.

..........og man einhver eftir flugumferðarstjóranum frá Austurríki eða Sviss sem var dæmdur sekur um vanrækslu í starfi sem kostaði fleiri hundruð manns lífið og var skotinn á tröppunum heima hjá sér ?

Jóhannes Einarsson, 11.3.2010 kl. 12:14

19 identicon

Hvaða og hvað langt háskólanám eru flugumferðastjórar með? 

Hvaða skýring er gefin fyrir því að flugumferðastjórar fara í verkfall í 4 klst í senn annan hvern dag?  Er ekki eðlilegt að þeir leggi niður vinnu í það minnsta heilan dag eða kannski heila vakt?   Eða hefur það kannski óþægileg áhif á erlenda samninga þeirra, samninga sem eiga kannski ekki uppá einhver pallborð?  Ég styð algjörlega að starfsfólk haldi verkfallsrétti sínum, en ég myndi vilja sjá þá nota hann á eðlilegan og hugrakkan hátt.

Línan (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 14:24

20 Smámynd: Sigurjón

Fullgildir flugumferðarstjórar hafa lagt að baki 5 ára nám og þjálfun, ef mér skjátlast ekki.  Þeir þurfa auk þess að stunda massíva endurmenntun og endurþjálfun og mega ekki vinna lengur en til 60 ára aldurs.  Þetta er MJÖG krefjandi starf og þeir eiga alveg skilið að bera laun sín saman við atvinnuflugmenn.

Sigurjón, 11.3.2010 kl. 17:40

21 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl öll sem hafa sett  hér inn athugasemd við þessu bloggi mínu, ég þakka kærlega fyrir innlitið og athugasemdir. Það hafa komið hér fram bæði spurningar og svör við þeim. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst nú ekki við svona miklum viðbrögðum.

Ég vill að lokum ítreka stuðning minn við flugumferðarstjóra.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.3.2010 kl. 18:54

22 identicon

Eigum við  ekki að miða launin okkar við hrææturnar í bönkunum er það ekki sanngjarnt. er ekki jafnaðarmanna stjórn í landinu,þessi auma ríkisstjórn setur ekki lög á afæturnar,sem vinna sem skilanefndir,bara á aðra launþega,sem VINNA fyrir launum sínum, áfram flugumferðarstjórar þið eigið marga stuðningsmenn.

magnús steinar (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:50

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tryggvi! Viltu keppa við mig í rökfræði um launamál þín?  þÚ getur látið mín eiga sig. Þau eru ekkert að keppa um. Þú átt reyndar enga möguleika í rökræðum. Enn byrja þú...komdu með rök sem réttlæta þessar launakröfur. Ef þær eru "kommon sens" er ég fyrsti maður að bakka...

Óskar Arnórsson, 11.3.2010 kl. 23:58

24 identicon

Þetta er góður pistill hjá þér Simmi.

Nú nota ég sjálfur þjónustu flugumferðarstjóra þó nokkuð mikið og verð að segja að þeir verða að standa sig í stykkinu og vera með toppstykkið í lagi.  Samkvæmt því sem ég heyrði (og þú flugumferðarstjóri leiðréttir mig ef það er rangt) þá lögðu þeir flugumferðarstjórar sem eru í turnunum einungis niður vinnu en ekki þeir sem stjórna traffíkinni yfir hafið.  Þeir hafa að sjálfsögðu ekki þorað því þar sem mestu tekjurnar og mesti skaðinn gæti verið fyrir vinnuveitandann.  Þeir einu sem þetta kemur við eru við almenningurinn sem þurfum að nota flugþjónustuna þ.e.a.s. erum að fara erlendis hendast á milli horna hér heima.

Ég er alls ekki að segja að taka ætti verkfallsréttinn af flugumferðarstjórum en ef menn eru að berjast fyrir launum sínum þá verður allur hópurinn að gera það.

Gangi þeim vel í sinni baráttu en persónulega er ég ekkert hrifinn af því að laun í þessari stærðargráðu séu hækkuð á þessu ári m.v. ástandið í landinu.

Valur (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband