24.5.2010 | 23:24
Var að gefa rauða rós í Kópavogi
Hér kom heim til okkar í kvöld myndarlegur og kurteis maður frá einum stjórnmálaflokki
og færði konu minni fallega rauða rós, með þeim orðum að að hann vonaði að hún
hugsaði til þeirra á kosningadaginn, sagði að flokkurinn væri með frábæra konu í forustu.
Mín sagðist hugsa málið
Ég hugsaði með mér eftir heimsókn þessa manns, væri ekki sterkur leikur hjá þessum flokki að afhenda með rósinni eftirfarandi vísu eftir Unu Jónsdótti grasakonu úr Vestmannaeyjum. Það veitir ekki af uppörvun á þessum stórahrunstímum:
Alla sem mér leggja lið,
lukkan styðji þess ég bið,
yndi lífsins öðlist þið,
eilíflegan sálarfrið
U.J.D
Kær kveðja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2010 | 22:00
Til hamingju Eyjamenn
ÍBV sigraði Hauka, 3:0, í fyrsta leik 4. umferðar úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, sem fram fór á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í dag. TIL HAMINGJU IBV
Það er ekki mikið að marka sérfræðingana sem fengnir eru til að spá fyrir um leikina, þeir höðu sagt að Haukar ættu góða möguleika á að vinna ÍBV.
![]() |
Eyjamenn lögðu Hauka 3:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2010 | 19:32
Bátar við ból
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2010 | 14:27
Myndir frá Grímsey
Myndirnar tók ég í Grímsey í júli 2007 er ég var þar við vinnu.
Í Grímsey er nú góð höfn fyrir þá báta sem þaðan eru gerðir út.
Flughöfnin í Grímsey er einnig góð.
Hér er mynd af Flugvéinni og áhöfn hennar, ekki man ég nöfnin á þessu fólki nema flufstjórinn sem er lengst til vinstri heitir Kolbeinn. Í baksýn er flugturninn og farþegaskýli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)