Laumufarþegar frá Bremenhafen

Laumufarþegar

Þessir tveir drengir eru þýskir. Þeir laumuðust um borð í Bjarnarey VE 11 er togarinn landaði í Bremenhafen skömmu eftir stríð. Ekki komst upp um þessa ungu laumufarþega fyrr enn skipið var komið langleiðina til Vestmannaeyja. Þeir fengu ekki  að fara í land í Vestmannaeyjum og urðu að dúsa um borð í skipinu meðan fiskað var í aftur. Skipið sigldi síðan til Bremenhafen þar sem þeim var skilað aftur.

Ekki kemur fram nöfn þeirra í texta með myndinni.

 Úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1997

Bjarnarey VE  í höfn


Frændur á ferðalagi í London

Karl Jónsson KjarrbergiÍ london 1

Myndirnar eru teknar að mig minnir í London í kringum1965 til 1967, við vorum í siglingu á Leó VE 400 og lönduðum í Grímsbý.  Sigmar Þór, Sigurjón, Mathías og Kristján.

Í london 2


Eykyndilskonur sauma

Slysavarnardeildin 2

 

Eykyndilskonur sauma gardínur fyrir glugga í Básum við Básakersbryggju, rétt fyrir vígslu hússins að mig minnir.

Tfv: Jóna Víðivöllum, Margrét Varmadal, Ninna, Kolbrún, Anna, Sigríður.

 

 

 

 

 

Slysavarnardeildin 1

 

Tfv: Soffía, Ester, Nanna Rósa og Kolbrún.


Bloggfærslur 23. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband