11.3.2010 | 22:57
Útsýni úr glugga Kaffivagnsins
Þessar myndir tók ég út um glugga á Kaffivagninum þegar ég kom þar í kaffi einhverntíma á síðasta ári.
Það getur verið skemmtilegt að fara í kaffi og spjall í Kaffivagninn við Grandagarð eða í Grandakaffi við grandagarð. Á þessum stöðum hittir maður alltaf einhvern sem maður þekkir, oft eru þar Vestmannaeyingar eða menn sen verið hafa í Eyjum á vertíð hér áður fyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2010 | 21:24
Sveinn Hjörleifsson skipstjóri
Sveinn Hjörleifsson skipstjóri og útgerðarmaður var oft kenndur við húsið Skálholt og einnig var hann þekktur undir nafninu Svenni á Krissunni. Hann var fæddur 1. ágúst 1027 d. 4. janúar 2004.
Frá árinu 1954 og þar til hann hætti sjómennsku var hann skipstjóri og útgerðarmaður á bátum sem allir báru nafnið Kristbjörg VE
Myndin er tekin á Sjómannadaginn 1999.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)