Færsluflokkur: Bloggar
24.3.2020 | 20:59
Skólavegur 1973
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2020 | 16:05
Merkileg gömul mynd af fiskibát
Sem áhugamaður um öryggismál sjómanna og sögu sjóslysa finnst mér þessi mynd stór merkileg. Ég hef lengi verið að leita að svona mynd sem sýnir greinilega ástæður þess að algengt var hér áður fyr að sjómenn voru að falla útbyrðis og drukna, vegna þess að skjólborð á þessum bátum voru svo ótrúlega lág. Þarna bakborðsmegin situr einn maður á öldustokknum,eins gott að það er ekki veltingur, og á myndinni sést vel hvað skjólborðið er lágt miðað við mannin sem stendur þarna við stýrishúsið st.b. megin. Það er margt fleira sem gerir þessa mynd áhugaverða fyrir okkur gamla sjómenn. Vonandi er í lagi að fá þessa mynd lánaða af síðu Gamlar ljósmyndir takk fyrir að deila henni. Mynd Jóhannes Pálmason
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2020 | 09:07
Húsin í bænum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2020 | 12:32
Elliðaey VE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2020 | 13:11
Ein gömul mynd frá Eyjum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2020 | 18:08
Grafarinn Vestmannaey
Grafskipið Vestmannaey að störfum í Vestmannaeyjahöfn, því miður var þessu merkilega skipi fargað og britjað niður í brotajárn, að mínu áliti skelfileg mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2020 | 16:47
Eiríkur í Skýlinu
Minning um mann. Eiríkur í Skýlinu sem var á Básaskersbryggju.
Eiríkur var fæddur 17. Desember 1894 að Sómagerði, Reyðarfirði. Hann byrjaði ungur sjómennsku innanfjarðar á árabátum með föður sínum og stundaði þannig sjómennsku til 18 ára aldurs. Til Vestmannaeyja kom Eiríkur fyrst á vertíð 1918 og flutti stuttu síðar alkominn til Eyja þar sem hann stundaði sjómennsku í yfir 30 ár. Vertíðina 1925 byrjaði Eiríkur formennsku á Óskari II. VE 185 og var með hann eina vertíð einnig var hann formaður á Njörð VE 220. Hann var þó mest vélamaður á fiskibátum í Eyjum, lengst af á bátum sem hétu Gissur hvíti VE og Pipp VE. Í nokkur ár var Eiríkur formaður á mb Helgu VE 180, sem þá var notuð sem dráttarbátur til að draga uppskipunarbáta á milli skips og bryggju, þegar flest öll póst og flutningarskip voru fermd og affermd úti á Vík, oft við erfiðar aðstæður í misjöfnum veðrum, um nætur sem daga. Þetta starf útheimti mikla árvekni og aðgætni, en allt fórst Eiríki þetta prýðilega vel úr hendi. Hann hafði líka ávalt með sér vana og ábyggilega menn í bátnum sem kunnu vel til verka.
Á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er í Básaskersskýlinu eru t.f.v: Eirikur Jónsson í Skýlinu, Páll Þorbjörnsson, Pétur Stefánsson og Ágúst Bjarnason
Þegar Eiríkur hætti á sjónum varð hann húsvörður í Verkamannaskýlinu á Básaskersbryggju . Rækti hann það starf af skyldurækni og áhuga . Fylgdist hann vel með bátaflotanum á sjónum, með því að hafa útvarpstækið ávallt stillt á bátabylgjuna. Þá vissi hann einnig, hvaða bátar voru komnir í höfn og ókomnir af sjónum í slæmum veðrum, og um aflabrögðum fylgdist hann yfirleitt daglega. Það voru því margir sem hringdu í Skýlið til Eiríks til að fá fréttir af sjónum, sem hann leysti úr greiðlega á þessum árum. Í mörg ár rækti hann þessa þjónustu og á þessum árum þekktu allir sjómenn og Eyjabúar hann undir nafninu Eiríkur í Skýlinu. Eiríkur var einn af stofnendum SS Verðandi og var góður og virkur félagi þar, meðan heilsan leyfði. Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðrún Steinsdóttir, Ingólfshvoli, Vestmannaeyjum. Hann missti hana eftir stutta sambúð Þau áttu einn son. Síðari kona Eiríks var Ingunn Júlíusdóttir. þau eignuðust tvær dætur. Eiríkur var heiðraður á Sjómannadaginn 1968 fyrir vel unnin störf á sjó og í landi. Sjálfur man ég vel eftir Eirík Jónssyni og Skýlinu á Básaskersbryggju þar sem við peyarnir, fórum oft inn í að hlýja okkur þegar við vorum að bíða eftir að bátarnir kæmu að. Svo var einnig sími við inngangin sem við notuðum því það var frítt að hringja úr honum í þá gömlu góðu daga. Seinna þegar maður var kominn á sjóinn sjálfur kom maður oft við Skýlinu. Það er gaman að halda minningu þessara manna á lofti, og ég veit að margir Eyjamenn muna vel eftir Eirík Jónssyni í Skýlinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)