Færsluflokkur: Bloggar
6.12.2013 | 10:53
Vísa á korti
VÍSA Á KORTI
Áfram rennur ævisól
oft með hlýju og tárum.
Guð gefi öllum gleði um jól,
gæfu á nýjum árum.
Una Jónsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2013 | 13:29
Tveir einbúar tala saman
Tveir einbúar tala saman.
Hann:
Oft mér leiðist einn, þó ekki sé ég sveinn
reyndar verð ég hreinn, ef ragast ei við neinn.
Hún:
Einlífið oft kann beyja, þótt ekki sé ég meyja.
það er best að þegja, þegar ekkert má segja.
Hann:
Væri ekki gaman, viljan höfum tamann,
það eikur eflaust framan ef okkur kæmi saman.
Hún:
Að þínu húsi hlúa, þar við verðum búa,
ef mér ei villt trúa ég aftur verð að snúa.
Skrifaði þetta orðrétt úr Ljóðabókinni Blandaðir ávextir eftir
Unu Jónsdóttir Sólbakka.
SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2013 | 23:15
Uppáhalds jólasagan mín
Lítil hjartnæm saga
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni? Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.
Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.
Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2013 | 17:36
Arfinn eftir Unu Jónsdóttir Sólbrekku
ARFINN
Arfinn hann er illræmdur,
ekki því ég gleymi.
Af brögðum sumum bannfærður
besta gras í heimi.
Arfi er víða út um bý,
um hann margir labba.
En þeir trúa ættu því
að hann drepi krabba.
Ef þú halda heilsu villt,
hvað sem gerir starfa
ég þér segi jafnan skylt
að éta og drekka af arfa.
U.J
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2013 | 17:47
Vinur í raun
Vinur í raun
Þegar kólgu þokan grá
þekur hlíðar, vötn og rinda,
finnur maður stundum strá
sem stendur af sér alla vinda.
Hafsteinn Stefánsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2013 | 13:43
Falleg saga um hund og strák
Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn hans.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn peyja, sem sagði -
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíuogníukrónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði -
" Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stáksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi hvolpur væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við hina.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig niður og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg hans þær voru festar við sérsmíðaðan skóinn.
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði alvarlegur framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.
"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
"Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska"
Um allan heim er fólk sem þráir skilning ..................
Ef ykkur finnst sagan þess virði, látið þið hana líklega ganga
Sýndu vinunum hversu mikið þér þykir vænt um þá.
Sendu þetta til allra sem þér finnst vera vinir þínir.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2013 | 21:07
Gamlar myndir af Eyjamönnum
Þeir á efri myndinni eru tfv: Sigurður Valdason, Haraldur Þorsteinsson Grímstöðumog einnig kendur við Nikhól, Engilbert Þorvaldson. Neðri mynd Jónas Guðmundsson Landakoti, Ármann Höskuldsson múrari.
Bloggar | Breytt 28.11.2013 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2013 | 18:28
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja 1939 til 1969 myndir
Hér koma fleiri myndir úr Afmælisriti Verkalýðsfélags Vestmannaeyja 1939 til 1969. Þeir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur muna eftir þessum mönnum sem settu svip sinn á Eyjarnar í kringum 1960 til 1970, alla vega man ég vel eftir næstum því öllum þessum heiðursmönnum. Margir af þessum mönnum voru miklir báráttu menn fyrir bættum kjörum verkafólks í Vestmannaeyjum.
Blessuð sé minning þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2013 | 15:39
Verkalýðsfélaf Vesrmannaeyja 1939 til 1969 fyrstu formenn
Þetta eru formenn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja frá 1939 til 1969.
Heldri Eyjamenn muna eftir þessum mönnum sem voru duglegir í verkalýðsbaráttu fyrri ára. Myndirnar eru úr AFMÆLISBLAÐI Verkalíðsfélags Vestmannaeyja 1939 til 1969
Það tók örugglega á þessa menn að vera í forstu á þessum árum, þess vegna þurfti grótharða kalla í þetta starf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2013 | 15:21
Launaleiðrétting Ríkisforstjóra í Júli 2013
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)