Færsluflokkur: Bloggar
28.12.2013 | 12:22
Auðunn Jörgensson
Á þorláksmessu fór ég á bryggjurúnt eins og vanalega, í leiðinni var ég búinn að mæla mér mót við Auðunn frænda minn sem er að gera upp gamlann trébát í einu húsinu á Grandagarði.
Auðunn var nýbúinn að setja vélina niður þegar ég hitti hann. Það sem búið er að gera við bátinn er virkilega flott og vel gert, en töluverð vinna er eftir í lúkkar og inni í stýrishúsi. Það var virkilega gaman að skoða bátinn og ekki síður gaman að spjalla við Auðunn um þetta tómstundaáhugamál hans. Þarna hitti ég líka Aron frænda son Auðuns en hann hafði ég ekki séð síðan hann var smápeyi.
Það verður gaman að fylgjast með þegar Óskar Matt verður sjósettur fullbúinn en það á báturinn að heita.
Myndirnar eru af þeim feðgum Auðunn Jörgensyni og Aron Auðunssyni og bátnum.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2013 | 16:59
Flottur viti sem Sigurður Óskarsson smíðaði
Glæsilegur viti sem Sigurður Óskarsson mágur minn gaf mér fyrir jólinn, Sigggi er einn af þeim sem getur smíðað hvað sem er úr hverju sem er, það skiptir ekki máli hvort það er úr járnii, tré eða plasti eða hvort það eru vísur lög eða ljóð þetta leikur allt í höndunum eða höfðinu á honum. Það er ekki öllum gefið að vera með smiðauga og skáldagáfu samtímis. Vitinn er hlutur sem mér þykir mjög vænt um að eiga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2013 | 12:43
Ómetanlegt að eiga þessar björgunarsveitir
Það er ómetanlegt að eiga þessar björgunarsveitir vítt og breytt um landið alltaf til taks þegar illviðri skella á oft með stuttum fyrirvara. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því erfiða verkefni sem þetta fólk leggur á sig að vera úti í snarvitlausu veðri og vinna hörðum höndum við að bjarga öðru fólki.
Eitt getur hver og einn gert til að sýna þessum björgunarsveitum að við metum þeirra störf, það er að kaupa af þeim flugelda nú fyrir áramótin. Þannig stuðlum við að því að björgunarsveitirnar geti haldið við þeim björgunarbúnaði sem þær svo sannarlega þurfa við erfiðar aðstæður eins og nú þessa dagana.
![]() |
Hátt í 200 manns björguðu jólunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.12.2013 | 22:59
Gjöfin
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
auga sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef því úr sálar sjóði,
sakleysi fegurð og yl.
--
Höfundur ókunnur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2013 | 22:56
Jólakveðja
Kæra bloggvinir og allir sem heimsækja þessa síðu nafar blogg,
Sendi mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár
með þökk fyrir ánæjuleg samskipti liðnu ári.
Hátíðarkveðjur
Mig langaði að senda ykkur þetta fallega ljóð með þessari jólakveðju.
Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
Þá veitist þér andlegur styrkur.
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
Þá eyðist þitt skammdegis myrkur.
Það ljós hefur tindrað um aldir og ár
yljað um dali og voga.
Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár
mun kærleikur fylgja þeim loga.
Höf. Hákon Aðalsteinsson
Því miður get ég ekki enn sett inn myndir hér á bloggið mitt.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2013 | 10:55
Ellirey eða Elliðaey
Óskar Kárason frá Presthúsum síðar Sunnuhól í Eyjum gerði þetta ljóð um Elliðaey, en hann var á yngri árum lengi veiðimaður í þessari fallegu Eyju. Eins og kemur fram í ljóðinu kallar Óskar Eyjuna Ellirey eins og svo margir eldri menn. Ég var um tíma á sjó með Binna í Gröf á bæði Gullborg VE 38 og Elliðaey VE 45 og hann kallaði bæði bátinn og eyjuna aldrei annað en Ellirey, ef hann var spurður af hverju hann segði alltaf Ellirey, svaraði hann einfaldlega; hún heitir Ellirey, þannig var það útrætt mál.
Óskar Kárason var fæddur að Vestur- Holtum undir Eyjafjöllum 09.08.1905, en fluttist 7 ára með foreldrum sinum til Eyja. Hann lést 3.05. 1970.
Ellirey
Ellirey á frelsi og fegurð lista,
fugl og gróður prýða björgin ströng,
hennar fold ég ungur gerði gista
glöðum drengjum með í leik og söng.
Ég þrá hennar frelsi og dýrð að finna
fullkominn þá júlísólin skín
Þá er hún meðal draumadjásna minna
dámsamlegust paradísin mín.
Bloggar | Breytt 22.5.2020 kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2013 | 10:50
Vefji þig
Vefji þig á vinar armi
vonarinnar bjarta sól
bægi frá þér böli og harmi
blessun Guðs um heilög jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2013 | 21:09
Bilað blogg
Er enhver sem kann að lagfæra það, þegar ekki er hægt að setja inn myndir á bloggið aðeins tyexta ???
:-(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2013 | 20:09
Jólastjarnan eftir Sigurð Óskarsson
Sigurður Óskarsson báta og gluggasmiður með meiru gerði þennan texsta ásamt gullfallegu lagi sem hann kallar Jólastjarnan, lagið kom út á diski fyrir Jólin 2007 diskurinn heitir Jól með Óskari og Laugu. Þessi texti á að mínu viti vel við þessa dagana.
Jólastjarnan
Nú jólaljósin ljóma í kvöld,
svo litfríð björt og tær.
Þau minna á jólastjörnuna,
sem sífelt ljómar skær.
Hún boðaði komu frelsarans,
Sem lýsir skært vorn heim.
Við hlíta eigum orðum hans
Og helga oss megum þeim.
Því undirstaða hamingju
Er sífelda kenning hans.
Við skulum gleðjast saman í kvöld,
Yfir komu frelsarans.
Um trúna sem er oss æðsta hnoss
við skulum standa vörð.
Og efla frið og hamingju
á meðal manna á jörð.
Eftir Sigurð Óskarsson
Bloggar | Breytt 23.12.2013 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2013 | 22:19
JÓLAKVEÐJA
Jólakveðja.
Vestmannaeyja blessi bæ
besti faðir hæða
gefi lán um grund og sæ,
grandi engin mæða.
Íbúunum Eyjanna,
óska ég gleði um jólin
bið þeim öllum blessunar,
björt þá hækkar sólin.
Una Jónsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)