Færsluflokkur: Bloggar

Skemmtilegt viðtal við Reynir Ragnason

Það er gaman að lesa þetta viðtal við Reynir lögreglumann og flugmann m.m. Man vel eftir þegar Reynir og þeir kallar úr Vík voru að koma út til okkar á smá plastbát með utanborðsmótor þegar við vorum að togveiðum út af Vik í Mýrdal á Elliðaey VE og fá í soðið. Einstakur dugnaðar og forustumaður hann Reynir,


mbl.is Bensínlaus í blindflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður Blátindi VE ekki fargað

Það er ótrúlegt hvað fáir í Vestmannaeyjum hafa áhuga á að varðveita Blátind VE og reyndar fleira sem tengist útgerð og skipum. Búið er að farga grafskipinu og litill áhugi er skilst mér fyrir að varðveita gamla hafsögubátinn Léttir. Vonandi tekst þessu fólki ekki að farga Blátindi. Það hlýtur að koma að því að við taki nýtt fólk sem kann að meta þessi gömlu skip sem áttu svo stóran þátt í að byggja upp Vestmannaeyjar.


mbl.is Of dýrt að endurbyggja Blátind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd sem var á Dagatali ( Snorri Snorrason)

Bátur og brotsjór myndina tó Snorri Snorrason
Myndi Snorri Snorrason


Gömul mynd af Bæjarbryggju

Bæjarbryggjan 1925--1930 mynd Gísli FR, Johnsen


Ljós í bryggjustigum, öryggi hafna

1.BryggjustigiLjós í bryggjustigum, úr dagbók minninganna.

Á mínum sjómannsferli lenti ég þrisvar í því að ná manni upp úr Vestmannaeyjahöfn, þar af í eitt skipti að nóttu til í svarta myrkri og leiðinda veðri. Það var á vetarvertið 1972 að ég var inni í Friðarhöfn um miðnætti og var að fara á sjó, veður SV töluverður vindur snjókoma og snjór yfir öllu og mikil hálka á bryggjunni.

Við löbbuðum saman ég og Beddi heitinn skipstjóri á Glófaxa VE ( Bergvin Oddson) eftir suðurkanti Friðarhafnarbryggju inni í Pitt, höfðum verið samferða niður bryggjuna. þegar við löbbuðum þarna meðfram suður bryggjukantinum heyrðum við báðir greinilega að kallað var á hjálp en gátum ekki í fyrstu greint nákvæmlega hvaðan hrópin komu en fannst þau koma einhverstaðar frá bátunum sem lágu þarna við bryggjukantinn.

Ákváðum við að fara að miðjum kantinum og hlaupa þannig í sitt hvora áttina og reyna þannig að staðsetja þann sem var að hrópa á hjálp. Fljótlega varð Beddi var við mann sem var að busla í sjónum. Þar sem það var háfjara kolsvartamyrkur og snjókoma sáum við ekki vel til mannsins þó lýsing á bryggjunni væri sæmileg. Ljósamöstrin voru og eru innalega á bryggjunni, þannig að það myndaðist skuggi næst bryggjunni sem var því meiri vegna snjókomunar. Við fórum saman um borð í bátinn Farsæl VE sem var búin að liggja þarna lengi ónotaður og ekki með nein ljós eða vél í gangi. Þegar við komum niður í bátinn sáum við manninn betur og fórum að hugsa hvernig við næðum honum upp úr sjónum.

Aftur á hekki á Farsæl voru gamlir ryðgaðir víragrandarar sem við bjúggum til lykkju úr og létum síga til mannsin sem virtist vera orðin tillaga1 rvknokkuð þreklaus eftir volkið. En hann hafði þó krafta til að koma vírlykkjunni undir handakrikana og við kipptum honum upp úr sjónum og um borð í Farsæl hann var frekar léttur upp að hífa. Man að hann sagði um leið og hann var kominn skjálfandi upp í bátinn : Takk strákar mínir að bjarga mér upp úr þessum grútarpolli, en mikill grútur var í höfninni á þessum tíma um hávertið. Hann sagði okkur að hann hefði runnið til á bryggjukantinum eða hvalbaknum þegar hann var að reyna að hoppa um borð í bátinn sem hann var á og þannig farið í sjóinn enda snjór og flughált á bryggjunni og á utanverðum hvalbaknum. Við hjálpuðum manninum svo upp á bryggju og fylgdum honum um borð í bátinn sem hann var skipverji á.

Út frá þessu og mörgum fleiri svona óhöppum og slysum við Vestmannaeyjahöfn kom fram umræða meðal sjómanna sem áhuga höfðu á slysavörnum við höfnina, að í þessu tilfelli og eflaust oft áður þegar engin var til frásagnar gat maður ekki séð stiga við þessar aðstæður sem þó væri staðsettur á bryggjuþili, þarna var algjört skuggamyrkur eða skuggi þó lýsing væri í góðu lagi á sjálfri bryggjunni.

Þetta slys eða óhapp var ekki einsdæmi við höfnina, mörgum mönnum og bryggju peyjum hefur verið bjargað upp úr höfninni í Eyjum gegnum árin og var undirritaður einn af þeim bryggju peyjum þá líklega 9 ára. En það voru ekki allir jafn heppnir hvað þetta snertir. Til fróleiks þá drukknuðu í höfninni í Vestmannaeyjum frá árinu 1958 til ársins 2000 ekki minna en 22 fullorðnir og 2 börn, þarna er eingöngu talið þeir sem drukknuðu innan hafnar, fleiri börn og fullorðnir drukknuðu víðsvegar við strandlengju Heimaeyjar á sama tímabili. Það voru líka margir sjómenn sem áttu leið um höfnina þar sem á þessum tíma voru um 70 til 80 þilfarsbátar skráðir í Vestmannaeyjum og á þessum bátum voru lögskráðir hundruð sjómanna, sem leið áttu um höfnina á öllum tímum sólarhringsins og í öllum veðrumm. Ýmsar tillögur komu frá áhugamönnum um hvernig hægt væri að bæta öryggi hafnarinnar. Ein tillaga var um að hafa ljós í þessum bryggjustigum og þeir væru málaðir í einhverjum skærum lit það mundi skapa mikið öryggi. Var reynt aðkoma þessum hugmyndum á framfæri og hún m.a. kynnt t.d. í Vestmanneyjadeild Fiskifélag Íslands en umrætt Fiskifélag kom mörgu góðu til leiðar í 858922_532709120083479_773289803_osambandi við reglur um öryggismál hafna og sjómanna á þessum árum.

En til að gera langa sögu stutta þá voru bryggjustigar Vestmannaeyjahafnar raflýstir og málaðir endurskins málningu 1987 að tillögu Októvíu Andersen sem þá átti sæti í Hafnarstjórn Vestmannaeyjahafnar. Októvía Andersen var um tíma formaður slysavarnardeildarinnar Eykyndils í Eyjum en konurnar í því félagi áttu stórann þátt í að bæta öryggi sjómanna í Eyjum. Þótti þetta framtak Eyjamanna mjög til fyrirmyndar og vakti athygli margra sjómanna sem siglt hafa um heimsin höf og komið þar af leiðandi í margar hafnir.

Í dag er það í hafnarreglugerð að það skuli vera ljós efst í öllum bryggjustigum og þeir málaðir rauðgulri málningu. Undanþeginn ljósum eru þó stigar á flotbryggjum. Marg hefur verið gert sem eikur öryggi þeirra sem leið eiga um hafnir landsins má þar nefna eins og áður hefur komið fram ljós og málun stiga með áberandi málningu. Þá er komið í reglur að öll skip stór og smá eiga vera með fasta neyðarstiga á síðu eða gafli svo hægt sé að komast upp úr sjó falli menn útbyrðis hvort það er innan hafnar eða utan. Björgvindbelti eða Markhúsarnet og landgangar eru nú fyrir komið á bryggjur og um borð í skip og fl. mætti telja. Ekki er ég í vafa um að þetta hefur bjargað mörgum mönnum, vonandi er hugsað vel um þann öryggisbúnað mikilvæga öryggisbúnað sem skylda er að hafa við hafnir landsins. Ég má til með að nota hér tækifarið að hrósa Faxaflóahöfnum fyrir hvað þar er allt til fyrirmyndar hvað öryggisbúnað varðar, örugglega eiga fleiri hafnir landsins slíkt hrós skilið.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


Mynd frá Eyjum tekin um 1935

Mynd Ólafur Magnússon eiginh304 (2)


Hafnarfjarðarhöfn Árni Friðriksson HF 200

289668F8-073C-47BD-BF37-74F70A66C852 Flott skip í heimahöfn sem nú er Hafnarfjarðarhöfn


Heimaklettur höfnin og kartöflugarðar

Þarna eru myndarlegir kartöflugarðar í Eyjum, gaman væri að vita árið sem þessar myndir voru teknar.

Sigurgeir Jóhansson


Gömul mynd af Heimakletti, og Vestmannaeyjahöfn

Mynd Sigurgeir JóhannssonSigurgeir Jóhansson 7


Gosárið 1973. Krani frá Kranaþjónusu Sigurðar Óskarssona að hífa vörubíl um borð í skip

Krani Sigga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband