Færsluflokkur: Bloggar
8.1.2009 | 23:07
Sigarettuhósti
Sumar bækur opnar maður sjaldan, þessi úrklippa frá árinu 1971 datt úr einni bókinni minni um daginn þegar ég var að leita að upplýsingum sem mig vantaði. Á þessum árum var mikill áróður fyrir því að menn hættu að reykja en fáir fóru eftir því. En margir eru nú að reyna að hætta reykingum, ég vona að þeim gangi vel að losna við rettuna.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2009 | 22:51
Myndirnar eru teknar í Bjarnaey
T.f.v Sigfús Johnsen, Hlöðver Jonhsen (Súlli) og Lárus (Lalli ) Að kippa lunda norður á ofangjafarnesi, Elliðaey í baksýn af sumum talin fallegasta úteyjan eða það fullyrða nokkrir vinir mínir sem ég ber mikið traust til . Mynd 2. Sigfús og Lalli með lundaháfa.
Þvottadagur í Bjarnarey tau á snúrum.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2009 | 22:59
Þeir unnu að hafnargerð í Vestmannaeyjum 1960 - 1961
Þessir menn unnu að hafnargerð við Friðarhöfn 1960 - 1961 t.f.v. Ástþór Ísleifsson, Elías Gunnlaugsson Gjábakka, Bergsteinn Jónasson Múla, Oddur Sigurðsson Dal, Þórarinn Ögmundur Eiríksson Dvergasteini, ( Sveinn Þorsteinsson með hallamálið ég er ekki viss á þessu nafni, gaman væri að fá nafnið ef einhver þekkir hann,) Emil Magnússon Sjónarhól, Ragnar Guðnason, Gunnar ????, Arnar Sigurðsson ( var oft kallaður Addi Sandari en hann var frá Hellisandi)
Mikil gróska var í hafnargerð í Vestmannaeyjum á þessum tíma.
Kær kveðja og gleðilegt ár. SÞS
Bloggar | Breytt 8.1.2009 kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2008 | 23:49
Heimaklettur gata og hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.12.2008 | 18:59
Heilsuvernd sjómanna
Komin er út góður bæklingur er nefnist Heilsuvernd Sjómanna eftir Kristinn Sigvaldason læknir.
Útgáfa og dreifing Siglingastofnun Íslands, Teikningar Jóhann Jónsson, Ljósmynd kápu tók Tryggvi Sigurðsson.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.12.2008 | 18:26
Verslunin Bjarmi HB við Miðstræti í Vestmannaeyjum
Á myndinni er tvær verslunarkonur fyrir utan Bjarma HB að þvo gluggana, þarna var vefnaðarvöruverslun í gamla daga og lengst til vinstri á myndinni var skóbúð Bjarma HB.
Þessi með kústinn heitir Guðný Bjarnadóttir en hin með pottinn heitir Kristín Þorsteinsdóttir
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 2.1.2009 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2008 | 22:35
Þekkir einhver þessar stelpur frá Eyjum
Myndin er tekin í fyrir margt löngu í Lyngfellisdal þar sem þær æfðu fimleika held ég sé rétt.
Þá kom loksins nöfnin á þessum flottu stelpum takk þér fyrir þetta Guðni Gríms:
Guðni Gríms.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 10.1.2009 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.12.2008 | 22:24
Mynd af áhöfn, bát og fl
Þessi mynd er örugglega af áhöfn á bát úr Eyjum sem ég veit ekki hver er, ég er heldur ekki viss um nöfnin á mönnunum en held samt að ég þekki fjóra tfv: Júlíus Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Hjartarson og Helgi Bergvins, sá sem situr held ég að sé Pétur Stefánsson. Á mynd 2 er Halli Halgríms og Bjarnarey í baksín.
Ef einhver þekkir mennina þá þætti mér vænt um að fá hér athugasemdir við myndirnar.
Mydnd 3. Gullveig VE á síldveiðum Því miður þekki ég ekki mennina á myndinni. Og mynd 4 Uppganga ofan Hvannhilli í Bjarnarey en þarna eru Lalli og Muggur.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 8.1.2009 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2008 | 11:59
Kær jólakveðja
Sendi öllum ættingjum og vinum, bloggvinum og þeim sem hafa komið hér við á blogginum mínu góðar óskir um Gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár með þökk fyrir það liðna.
Hamingjan gefi þér gleðileg jól.
gleðji og verndi þig miðsvetrarsól,
brosi þér himininn heiður og blár
og hlýlegt þér verði hið komandi ár.
Eftir Guðrúnu Jóhannesdóttir
Hátíðarkveðjur SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.12.2008 | 16:53
Lítil hjartnæm Jólasaga
Lítil hjartnæm jólasaga
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni? Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.
Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.
Látum þessa sögu berast um víðan völl
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Frá vinstri eru: Súsanna Halldórsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Sigga á Hoffelli, Ella frá Sæbergi, Bára Sigurðard. frá Bólstað og Didda frá Túni.