Færsluflokkur: Bloggar

Til hamingju

Ég óska handboltalandsliðinu til hamingju með frábæran árangur, það er gott að fá svona jákvæðar fréttir.
mbl.is Landsliðið lent í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víking Björgunarbátar bjarga í fyrsta skipti.

Það eru  eru 50 ár síðan Vínking Gúmmíbátaframleiðandinn stofnaði fyrirtækið, hér segir frá tveimur slysum þar sem Gúmmíbjörgunarbátar Víkings koma við sögu.

Fyrstu sem björguðust í Víking Gúmmíbjörgunar

Fyrsti VIKING gúmmíbjörgunarbáturinn bjargar sjómönnum. Þann 10. mars 1963 fórst Danska fiskiskipið ‘Dagmar Larsen’. Eftir mjög ýtarlega en árangurslausa leit SOK, Danska leitar- og björgunarliðsins, auk liðsinnis  tveggja tundurduflaslæðara og nokkurra annarra herskipa, leit sem stóð yfir í nokkra daga, og náði yfir 10,000 fermílna svæði, var ákveðið að hætta leit. Í kjölfarið hafði SOK samband við Hr. Bjerre-Madsen til að fá úr því skorið hvort fiskiskipið hafi verið útbúið gúmmíbjörgunarbát. Fjölskyldur áhafnarinnar töldu svo ekki vera en Hr. Bjerre-Madsen upplýsti SOK með ánægju að rétt fyrir brottför hafi hann sannfært Hr. Larsen, eiganda fiskveiðiskipsins, að setja um borð í skipið  gúmmíbjörgunarbáta, áður en haldið var til hafs. Þar af leiðandi var Hr. Larsen og tveimur áhafnarmeðlimum hans bjargað eftir þriggja sólarhringa dvöl í VIKING gúmmíbjörgunarbáti. Fregnum af afrdifum fiskveiðimannanna þriggja var tekið með fögnuði, þá sérstaklega af Nordisk Gummibåtsfabrik og starfsmanna þess er höfðu allir fylgst með fregnum af atvikinu á útvarpsstöðinni Radio Blåvand. Þó að sýnt hafði verið fram á mikilvægi  gúmmíbjörgunarbátanna áttu enn nokkur ár eftir að líða áður en gúmmíbjörgunarbáturinn var í raun viðurkenndur á heimsvísu sem björgunartæki: 

Þann 7. september 1966 fórst Norska ferjan Skagerak úti við Hirtshals á vesturströnd Dannmerkur. Öllum 144 farþegum skipsins var bjargað í einni best heppnu björgunaraðgerð sögunnar. 22 tuttugu manna VIKING gúmmíbjörgunarbátar voru notaðir og leiddi velgengni aðgerðarinnar til þess að VIKING vörur voru kynntar á heimsvísu. Farþegaskip og Víking Gúmmíbjörgunarbátar

Í Sjómannablaðinu Víkingnum segir frá þessu slysi:

Norska ferjan ,, Skagen “ ferst 143 manslífum bjargað.

(Mynd 1) Larsen ásamt einum skipverja hans.(Mynd 2) 22 VIKING gúmmíbjörgunarbátar í notkun – hver bátur tekur 20 manns innanborðs.

Á Þjóðhátíð fyrir nokkuð mörgum árum.

Grétar og simmi Þ á þJóðháttíðSigmar Þröstur og Ingibergur

 

 

 

Myndir frá Þjóðhátíð: Grétar og Sigmar Þór Sveinbjörnsynir og Frændurnir Sigmar Þröstur Óskarsson og Ingibergur Óskarsson


Kristján Óskarsson fv. skipstjóri og útgerðarmaður

Stjáni í lukkarnum á Leó VE

 

Flott mynd af Kristjáni Óskarssyni vini mínum og frænda  í lúkkarnum á Leó VE 400. Klæddur eftir nýjustu tísku líklega á árunum  1966 - 1967.

 


Grétar og Bjarki Sveinbjörnsynir

Bjarki og Grétar Smiður á bakvið

 

Flottir Peyjar 

T.f.h; Grétar og Bjarki Sveinbörnsynir, húsið sem sést í bakgrunninn er Smiður hf við strandveg, nú prentsmiðjan hjá Fréttum


Grafarinn að störfum

Vestmannaey Grafari

 

Myndina sendi mér Ómar Kristmannsson með þeim texta að maðurinn í kappanum sé Einar í Betel, en Einar var nokkur ár starfsmaður Vestmannaeyjahafnar.
Þessu grafskipi sem hét Vestmannaey hefur verið grandað og er það að mínu viti slæmt slys að varðveita ekki þetta skip sem þjónað hefur Vestmannaeyjahöfn í marga áratugi.

Árgangur 1946 stelpur

Árgangur 1946 stelpur

 

Árgangsmót Vestmannaeyinga fædda 1946 verður í sumar í ágústmánuði, hér er mynd af nokkrum eyjastelpum úr þessum árgangi.

Tfh: Helga, ???, Fjóla, Rannveig og ???'. Vantar nöfn á tveimur stelpum,?

Ef einhver þekkti þær væri gaman að fá nöfnin, Mig minnir að þessi mynd hafi verið tekinn í skemmtigöngu.


Óskar og Sigurjón

Óskar M. og Sigurjón Ó

Óskar Matthíasson Jr í Glugganum

 

 

 

Óskar Matthíasson og Sigurjón Óskarson skipstjórar og Útgerðarmenn, og Óskar Matthíasson yngri nú skipstjóri á skuttogaranum Bylgju VE 75.


Árshátíða söngbók

Árshátíðarsöngbók sttarfsmanna Herjólfs 1981

 

 Úr söngbók Starfsmanna Herjólfs sem gefin var út fyrir árshátíð starfsmanna 1981.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjum hægt er


Myndir af flottum peyjum

Gísli með snjóþotu

Myndirnar eru teknar 1978 til 1980 eða á því árabili. Gísli Sigmarson að koma inn úr snjónum rjóður í kinnum. Og seinni myndin er af vinunum Haraldi Bergvinssyni og Gísla Sigmarssyni í byssuleik fyrir utan Illugagötu 38 VM.

Halli og Gísli með byssur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband