Færsluflokkur: Bloggar

Ljóð eftir Páll H. Árnason í Þorlaugargerði

Páll Í ÞG

 

 

Páll H. Árnason fæddist á Geitaskarði í Langadal 5. ágúst 1906. Hann flutti til Vestmannaeyja frá Húnavatnssýslu 1951 með Guðrúnu Aradóttur konu sinni og sonum. Hann bjó að Þórlaugagerði vestra , einum af ofanbyggjarabæjum í sveitinni í Eyjum. Í Þórlaugargerði bjuggu þau Páll og Guðrún til 1985 er þau fluttu sig um set niður í bæ eins og sagt er.

 Páll lést í janúar 1991.

 

 

 

Eldri  Eyjamenn muna örugglega vel eftir Páli í Þorlaugargerði en hann ferðaðist um bæjinn á dráttarvélinni sinni. Eftirminnilegur maður sem gerði að mér er sagt mörg ljóð og vísur sem því miður eru ekki allar til á blaði, en þessi eru geymd í umræddi Þjóðhátíðarblaði.

 

Ljóðin; Þjóðhátíð '80  og Segulbandstjórinn. 

 

 Þjóðhátíðardraumur ‘ 80 

Sumargleði sanna bera

í sælu Dalnum piltur, freyja.

Fágað allt sem fremst má vera,

á friðarhátíð Vestmannaeyja.

 

Aldursþroski og friðarblómi,

að ævintýrum vinna snjöllum.

Alsgáð skemmtun ein, er sómi,

okkar jarðar töfrahöllum

 

 Segulbandsstjórinn 

Hljómleika hann heldur

því hann á segulbönd

og vorstraumum hann veldur,

sem verma hugans lönd.

Frá Grímsey norðan gekk hann ,

sú girt er íshafs mar,

í nestið  náttsól fékk hann,

af nægtum skín hún þar.

 

Hann lætur ljúfar drósir

hér leika og syngja kátt,

þær anga einsa og rósir

og æfa hörpuslátt.

Hann lúinn öldung yngir,

svo ærslast nikkan hans,

en kátt hvert lagið klingir

og hvetur alla í dans.

 

Fljúg þú, fljúg þú klæði,

já fljúg þú loftin blá.

Syng þú, syng þú kvæði

já syng um ást og þrá.

Slá þú, slá þú strengi

já slá þú skæran hljóm.

Vinn þú, vinn þú lengi

já vinn þú burt hvert tóm.

 

P.H.Á.

Ljóðin fann ég í gömlu Þórs Þjóðhátíðarblaði frá 1980.


Róið á þurru landi

 Róið á þurru landi

 

Stefán Guðlaugsson frá Gerði, sem var formaður í Eyjum í 47 vertíðir, situr hér undir árum á þurru landi með tveimur sonarsynum sínum þeim. Þeim Stefáni Stefánssyni við stýrið og Stefáni Geir Gunnarssyni.

Ekki er ég viss um úr hvaða blaði þessi úrklippa mín er, en í texta undir myndinni stendur: Mynd þessa fann Gísli Grímsson í filmusafni sínu og mun hún tekinn árið 1958.

 

Öll þessi hús sem þarna sjást og þetta lendsvæði fór undir hraun 1973.


Elliðaey eða Ellirey

 

óskar k

Óskar Kárason frá Presthúsum síðar Sunnuhól í Eyjum  gerði þetta ljóð um Elliðaey, en hann var á yngri árum lengi veiðimaður í þessari fallegu Eyju. Eins og kemur fram í ljóðinu kallar Óskar eyjuna Ellirey eins og svo margir eldri menn. Ég var um tíma á sjó með Binna í Gröf á bæði Gullborgu VE 38  og Elliðaey VE 45 og hann kallaði bæði bátinn og eyjuna aldrei annað en Ellirey, ef hann var spurður af hverju hann segði alltaf Ellirey, svaraði hann einfaldlega; hún heitir Ellirey, þannig var það útrætt mál. 

Óskar Kárason var fæddur að Vestur- Holtum undir Eyjafjöllum 09.08.1905, en fluttist 7 ára með foreldrum sinum til Eyja.  Hann lést 3.05. 1970.

Myndin hér til hliðar er af lundaveiðimönnum í Bjarnaey og Elliðaey í baksýn.

 

Lundakallar með Elliðaey í baksýn

 

 

Ellirey

Ellirey á frelsi og fegurð lista,

fugl og gróður prýða björgin ströng,

hennar fold ég ungur gerði gista

glöðum drengjum með í leik og söng.

Ég þrá hennar frelsi og dýrð að finna

fullkominn þá júlísólin skín

Þá er hún meðal draumadjásna minna

dámsamlegust paradísin mín.


300,000 flettingar á nafar blogg

300,000 flettingar eru komnar á nafar blogg.is

Ekki flaug mér í hug þegar ég opnaði þessa bloggsíðu mína að svo margir ættu eftir að koma inn á hana og skoða það sem ég er að blogga.

Það er virkilega gaman og virkar hvetjandi að svo margir skuli hafa áhuga á þessu efni sem er að miklu leiti tengt Vestmannaeyjum, gamla tímanum og mínum áhugamálum.

Mig langar að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem heimsækja síðuna mína fyrir heimsóknir og athugasemdir.

 

Kær kveðja SÞS

 


Nýsmíði fyrir Ós ehf er nú komið til Skagen

Nýsmíði fyrir ÓS ehf komin til Skagen

Þetta glæsilega skip er í smíðum fyrir Sigurjón Óskarsson og fjölskyldufyrirtæki hans ÓS ehf   sem gerði út Þórunni Sveinsdóttir  en það skip hefur nú verið selt. 

Nýja skipið er smíðað í Pollandi en á að innrétta það í Skagen í Danmörku. Þangað kom það fyrir nokkrum dögum og á  skipið að vera tilbúið í nóvember ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Myndina tók ég traustataki af síðu ÓS ehf.

Kær kveðja SÞS


Falleg Eyjamynd

Falleg Eyjamynd hafnarsvæðið

 

Gullfalleg mynd af Höfninni í Eyjum og Heimakletti, ekki er ég viss um hvenær hún er tekin en þetta er nokkuð gömul mynd.

Kær kveðja SÞS


Skemmtileg helgarferð að Auðsholti í Hrunamannahreppi

IMG_5379

Um helgina fórum við hjónin ásamt vinahóp að Auðsholti í Hrunamannahreppi en það er fastur liður í því að halda hópnum að fara eina sumarferð á ári.

IMG_5382IMG_5381

Á myndunum eru Kolla, Þrúður, Víglundur, Hólmfríður, Ásta og Kristján. Þarna er setið út í garði fyrir utan Auðsholt í fallegu veðri.

IMG_5389IMG_5385

Hér var farið á listaverkasýningu sem var rétt fyrir utan Fluðir.

IMG_5395IMG_5396

Við fórum að Fluðum að versla okkur grænmeti og aðra hollustu og eru þessar myndir tekna þar, Kolla hitti Þessa fyrverandi samstarfskonu sem heitir Anna Dóra og manninn hennar, og þessi strákur sat fyrir utan samkaup Strax  og passaði þessa tvo hunda.

IMG_5400IMG_5404

Hér erum við á  Fluðum fyrir utan Samkaup Strax  en þar er hægt að fá ís frá Kjörís sá besti, t.f.v; Kristjana, Kristján, Ásta, Þrúður og Gils. Á næstu mynd er hópurinn staddur við stað sem nefndur er Álfaskeið ákaflega fallegur tjaldstaður.

IMG_5392IMG_5405

Hér er ný brú í smíðum og á myndinni eru Víglundur, Simmi og Gils á lóðinni í Auðsholti.

IMG_5412

IMG_5433

 

 

 

 

 

 

 

 

 Um kvöldið var grillað nautakjöt af bestu gerð með tilheyrandi meðlæti,góður dagur að kveldi komin,

 

img_5380_1006214.jpg

IMG_5387

Hndurinn Nökkvi fylgdi okkur stilltur og góður. Loks er hér mynd af Kristjönu að máta hálskraga á sýningu sem ég nefndi hér áður í þessu bloggi.

 


Strandveiðar eru skemmtilegar og nauðsynlegar

högni

Eitt af því jákvæða sem ríkistjórnin hefur gert er að koma á þessum svokölluðu strandveiðum, sem hafa fært mikið líf í mörg sjávarþorp sem hafa verið steindauð í mörg ár. Í starfi mínu sem skipaskoðunarmaður ferðast ég svolítið um landið og ræði við menn sem vinna við sjávarsíðuna. Margir sem ég hef rætt við hafa sagt mér að þessi strandveiði hafi virkað eins og vítamínsprauta á þessi sjávarþorp.

 En áróðurinn á þetta kerfi strandveiða er ótrúlega mikill  m.a.  vegna þess að reglurnar um standveiðar eru kannski ekki nógu fullkomnar, það þarf örugglega að sníða marga vankanta af þessu kerfi í  framtíðinni. En vonandi verður þetta kerfi til frambúðar landsbyggðinni til framdráttar.

Á myndinni er vinur minn Högni Skaftason skipstjóri og sjómaður með boltaþorska sem hann fékk í gær fyrir austan, en hann er á strandveiðum og  rær frá Stöðvarfirði. Ekkert er skemmtilegra en að vera á sjó í góðu veðri á handfærum, enda sést það greinilega á svipnum á Högna að hann er alsæll með aflan og lífið.

kær kveðja SÞS

 

högni 2


Áttræður öldungur gerði vísu til konu sinnar

Áttræður öldungur

Áttræður öldungur hafði verið í hjónabandi í nálega 60 ár.

Þá gaf hann konunni sinni þetta vísukorn, sem hann orti til hennar.

 Ástarvísa.

Þótt ellin mæði , ekki dvín

ástar hreini blossinn;

enn mér hugnast atlot þín

eins og fyrsti kossinn.

Lesandi góður sem e.t.v. hefur verið giftur nokkur ár,

mundirðu af hjarta geta tekið undir með gamla manninum ?

Ef svo er , þá ertu einstaklingur hamingjunnar.

Úr ritinu Blik 1969


Til séra Þorsteins Lúter Jónssonar, Sóknarprests.

 Þorsteinn Lúter Jónsson Prestur

Hér er ljóð ort til Þorsteins L. Jónsonar sem var á sínum tíma sóknarprestur í Vestmannaeyjum Ljóð þetta er í því frábæra riti Blik frá 1971  

Mildað hefur þras og þref

og þrautir fólks í sinni;

unaðsstundir oft ég hef

átt í návist þinni.

 

Haltu þinni höfðingslund,

hærur prúðar kembdu,

lífssins njóttu langa stund,

ljóð og ræður semdu.

                       GBG

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband