Færsluflokkur: Bloggar

Góðir að grilla bræðurnir

Bólstaður

 Um síðustu helgi var okkur hjónum boðið til grillveislu í Fljótshliðinni nánar titekið í Bólstað hjá Sigurði Óskars og Sigurbjörgu Óskarsd. Við grillið stóð sjálfur Sigurður og er ekki að orlengja það að  maturinn var frammútskarandi góður og vel tilreiddur með tilheyrandi góðu spjalli á eftir. Ég náttúruleg mátti til að smella mynd af grillaranum meðann við biðum eftir matnum.

IMG_5844

 Hér fyrir netan er mynd af Fririk Inga mági mínum við grillið en myndina tók ég fyrir margt löngu en þá var hann nokkrum kílóum léttari en við erum í dag.

 Friðrik Óskarsson grillar


Frábær í alla staði

 Þau hafa verið kölluð Nóbelsverðlaun tónlistarinnar, Polar-verðlaunin sænsku, og er það ekki að ósekju. Þessi verðlaun hafa nú verið veitt síðan 1992, en þá hlotnaðist Paul McCartney og Eystrasaltslöndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen heiðurinn.

Björg Guðmundsdóttir er frábær hvernig sem á hana er litið, nú er hún enn einu sinni að slá í gegn með því að fá þessi mikilsmetnu verðlaun. Og enn einu sinni minnir hún umheiminn á Island á jákvæðan hátt, við meigum vera stollt af þessari nú heimsfrægu listakonu.

Til hamingu með þessi verðlaun Björk Guðmundsdóttir


mbl.is Mér líður eins og ég sé rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir eftirminnilegir skipsatjórar úr Eyjum

Guðjón Kristinsson skipstjóri frá MiðhúsumHjalli á Enda

Guðjón Kristinsson Skipstjóri frá Miðhúsum var stundum kallaður Gaui á Hvoli.

Hjálmar Jónsson skipstjóri  á Erlingi VE oft kengur við húsið Enda þá kallaður Hjalli á enda.

 


Bátur án nafns

Huginn ómerktur

 

Þessi mynd er svolítið sérstök fyrir það að báturinn er algjörlega ómerktur.

Ekkert nafn eða umdæmisnúmer og ekki skipaskrárnúmer, en kannski var það ekki komið á báta þegar þessi mynd var tekin.

Myndin er tekin í Vestmannaeyjahöfn og ég held að þetta sé Huginn VE ef svo er ekki þá vinsamlegast leiðréttið.


Hún á afmæli í dag Guðlaug Sigurðardóttir

100_4180

 

Hún á afmæli í dag hún Guðlaug Sigurðardóttir og er 34 ára, Við hér á Heiðarhjallanum óskum henni til hamingju með daginn þó hann sé senn á enda.

Myndina af þeim hjónum Óskari Sigurðsyni gluggasmið  og Laugu tók ég einhverntíma á góðri stund.

 

 

 

 

100_4181

 

Myndin er af tveimur af börnum Óskars og Laugu en þau heita Sigurbjörg og Sigurður.


Sólsetur við Kópavogshöfn

Sólsetur í Kopavogi

 

 Það getur verið fallegt að fylgjast með þegar sólin sest við sjóndeildarhringinn.

Myndirnar tók vinur minn  Ómar Kristmannsson við Kópavogshöfn nú í ágúst. 

 

 

 

 

 

 Sólsetur í Kopavogi 1

 


Myndir af sjónum teknar 1965 um borð í Leó VE 400

Leó óskarJón ,Gaui og Addi steina niður

 

 Þessar myndir eru allar teknar um borð í Leó VE 400 og hafa áður komið hér á blogginu mínu þá mjög litlar. Þarna er 'Oskar Matthíasson þá skipstjori á Leó, Hann er þarna með matarfat með hangikjöti skreytt eins og víkinaskipið sem aflakóngar fengu á sínum tíma fyrir að vera aflahæðstir á vetrarvertíð, þetta listaverk gerði Siggi kokkur. Á næstu mynd er verið að steina niður aftur á hekki á Leó t.f.v Jón í Vorssabæ, Guðjón síðar lögga á Selfossi og Andres Þórarinsson.

 

Leó ElvarÓskar matt með lúðu

3. mynd Elvar Andresson frá Vatnsdal  og með stórlúðuna er Óskar Matt og við hlið hans tendur Guðjón.

Því miður man ég ekki nafnið á þessum strák sem er að draga af spilinu hér fyrir neðan en á næstu mynd er Ísleifur II. á þorsknót vestan við Eyjar

 

Háseti á Leó VEÍsleifur II á nót

Hér fyrir neðan er frændi minn Sveinn Ingi Pétursson  en hann var á Leó í það minsta 2 vertíðir ef ég man rétt. Að síðustu er mynd þar sem ágætt fiskirí er í trollið t.fv: Undirritaður, Sigurður Ögmundsson og Elvar andresson, er ekki alveg klár á nöfnum þeirra tveggja sem eru að bæta trollið og standa þarna aftast á dekkinu.

Sveinn Íngi PéturssonLeó fiskur 1

 

 

Isleifur nótabátur

 


Iceland Express 9 tíma seinkun

IMG_5729Talsvert mikil seinkun varð á flugi flugfélagsins Astraeus, sem rekur m.a. flugvélar Iceland Express, til og frá Bretlandi í júnímánuði, samkvæmt nýrri skýrslu frá flugmálastjórn þar í landi. Að meðaltali varð 110 mínútna seinkun á kom véla félagsins til Gatwick-flugvallar frá Keflavík en tæprar klukkustundar töf að jafnaði á brottför þaðan til Keflavíkur.

 Það er nú ekki bara seinkun í ferðum þessa félags frá Bretlandi. Ég get ekki stillt mig um að tjá mig um mína reynslu í sumar af þessu flugfélagi.  Ég átti flug frá Billund í Danmörku föstudaginn 30. júli s.l. og áttum við að fara í loftið 1330, strax og við komum á flugvöllinn stóð á brottfaraskjá að vélin færi 1330 eða á réttum tíma. Þegar við vorum búin að skrá okkur inn og komin inn í flugstöð leið stuttur tími þar til seinkun var tilkynnt til 1540. Og síðan var aftur seinkun til 1630 þá var búið að taka vélina sem við áttum að fara með frá rampinum og færa hana á biðstæði sem auðsjáanlega var notað fyrir bilaðar vélar, enda var okkur tilkynnt að vélin væri biluð og það kæmi ný vél frá London eftir 4 til 5 tíma.  Þetta stóðst þannig að siðasata seinkun var til 22,00 og var farið í loftið kl. 2230 eða 9 tímum eftir aulýstan brottfarartíma. Farþegar fengu um miðjan dag 75 kr danskar fyrir kaffi ,máttu nota þennan pening að eigin vali í Flugsöðinni. Og kl 1900 var öllum farþegum boðið að borða einnig á kosnað flugfélagsina þannig að maður var ekki matarlaus eða svangur þennann biðtíma. Það var reynt að upplýsa farþega um gang mála þó það hefði mátt vera betra. Þarna beið fólk með mörg börn og það er merkilegt hvað fólkið var yfirleitt rólegt og tók þessu með jafnaðargeði.                                      En vélin sem kom frá London var nýleg vél sem var mjög gott að ferðast með til Íslands og á ég þar við bæði flugvél og gott starfsfólk.

Ég held að ástæðan fyrir því að oft er seinkun hjá  Iceland Express sé að félagið er með gamlar flugvélar innanum og þær eru oft að bila og þar með að valda seinkunum. Það var langt frá því gott að ferðast með þeirri eldgömlu vél sem flutti okkur frá Íslandi til Billund 16. júli  s.l.

Við höfum nokkrum sinnum flogið með þessu félagi og oftast hefur það gengið vel, en flugfélagið  virðist vera á niðurleið hvað þjónustu og að standast  tímaáætlanir. Það er slæmt mál því nauðsynlegt er að hafa samkeppni í þessu farþegaflugi.

 

 


mbl.is Mikil seinkun á flugi um London í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórar myndarlegar stelpur

IMG_0716

 

Þær eru fínar þær vinkonur Hrafnhildur, Harpa, Katrín og Ásdís á svölunum að Heiðarhjalla.

Myndina af stelpunum tók ég fyrir þremur árum í útskriftarveislu þegar Harpa útskifaðist sem táknsmálsfræðinur úr HÍ


Nýjar myndir frá nýsmíði Þórunnar Sveinsdóttur VE í Skagen

Þorunn S 1þórunn s 2

Þesar myndir sendi Sigurjón frændi mér af skipinu Þórunni Sveinsdóttir sem er í smiðum í Skagen, af þessum myndum að dæma er töluvert búið að gera frá því við heimsóttum Skagen og skoðuðum skipið fyrir einum mánuði. Þarna á fyrstu mynd er Viðar Sigurjónsson Skipstjóri að virða fyrir sér hluta af spilbúnaðinum sem er allur drifin með rafmagni. 

 

Þórun s 3Þórunn S 4

Mikil vinna er fólgin í því að byggja svona nýtísku skip með miklum tækjum og vélbúnaði. Líklega er hægt að mæla rafleiðslur  og kappla í tugum kílómetra. Á þessum myndum er verið að prófa að koma fyrir akkeriskeðjum sem liggja þarna á bryggjuni en þær eru líklega nokkur hundruð metrar báðar til samans. Þá er mikil vinna við að einangra svona skip bæði fyrir kulda, raka og hljóðeinangun.

 

Þórunn s 10Þórunn S 9

 

 Ég þakka Sigurjóni  fyrir þessar myndir og leyfi til að birta þær hér á síðunni minni. Það er gaman að fá að fylgjast með smíði þessa nýja skips.

 

Þórunn s 8Nýsmíði fyrir ÓS ehf komin til Skagen


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband