Verið gætin, varist slysin

 

Verið gætin ...

Verið gætin, varist slysin,

víða leynast hætta stór.

Stillið hóf við önn og ysinn,

illa af hraða margur fór.

Guðmundur Jóhannsson


Halkíon VE 205 hefur bjargað

Þetta efni er að mestu tekið úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1963

Halkíon hefur bjargað 24 mönnum úr sjávarháska.

 Stefán Stefánsson

Það má einstakt heita, að vélbáturinn Halkíon hefur , þótt hann sé yngsta skipið í Vestmannaeyjahöfn, þegar borið gæfu til að hrífa ekki færri en 24 menn beint úr dauðans greipum.( Halkion kom nýr til Eyja 1960)

Er þá fyrst að minnast að þegar vélbáturinn Blátindur frá Keflavik ( fyrrum Eyjabátur) var vélbilaður í ofviðri sunnan við Færeyjar í fyrra, bjargarlaus, þá fann Halkíon hann og dró hann til hafnar,

Næst er þess að geta, sem enn er í fersku minni, að þegar vélbáturinn Bergur VE  ferst vestur við Snæfellsnes á síðasta hausti, bjargaði Halkíon allri áhöfninni og var það einstök gæfa, að þar varð ekki manntjón.

Og enn hefur þeim Halkíon mönnum tekist svo giftusamlega, sem raun er á.

Þann 22 mars 1963 bjargaði Halkíon og áhöfn hans 8 mönnum af Erlingi IV en þeir höfðu komist í Gúmmíbjörgunarbát eftir að Erlingur VE 45 fórst. Tveir menn fórust með bátnum.

Það er staðreynd að sumum skipum fylgir gæfa og það er örugglega hægt að segja um Halkíon VE 205 en ekki síður er það gæfa sem fylgir áhöfn og þeim mönnum sem stjórna þessum skipum. Skipstjóri á Halkíon er Stefán Stefánsson og hefur hann verið sérstakur gæfumaður í sinni formannstíð.

 

Þjóðhátíðin og bekkjabílarnir

Svo voru bekjabílarnir við höllina

 

Á þessum tíma þegar þessi mynd er tekin var endastöð bekkjabíla við Höllina og pósthúsið.

Ekki veit ég hvaða ár þessi mynd er tekin en það er víst að það er fyrir 1960 miðað við bílinn og hvernig bekkirnir á pallinum er fyrir komið.

Var búinn að segjast ætla að hætta með þessar gömlu myndir, en það er hægara sagt en gert. eða eins og segir í laginu: "Það er engin leiða að hætta" Grin Whistling

Kær kveðja SÞS


Suðurhluti Heimaeyjar og suðureyjarnar

Suðureyjarnar  II

 

 Hér koma síðustu myndirnar sem ég fékk sendar  frá Heiðari Egils.

Þetta eru algerir gullmolar og ég þakka Heiðari Egils kærlega fyrir að fá að setja þessar frábæru myndir hér á síðuna.

Er einhver í vafa um hvar fallegast er á  Íslandi ? GrinWhistling

 

Kær kveðja SÞS

 

 

   Suðureyjarnar  III

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vesturbær Heimaeyjar

 


Faxasker og viðhald vita

Faxasker séð frá austriFaxasker landtaka

Á myndinni er Faxasker séð austan frá og seinni myndin er af þeim mönnum sem vinna við þetta starf. Tfv; Ingvar Engilbertsson brottfluttur vestmannaeyingur eldklár stjórnandi slöngubáts, þó þarna sé slettur sjór er það mikill vandi að taka land og fara frá landi við sker og dranga í ólgusjó og komast heill út úr því, en Ingvar er snillingur á þessari tuðru það þekkir undiritaður af eigin raun.  Sigurjón Eiríksson rafvirki og Guðmundur Bernódusson rafvirki þeir eru báðir sérfræðingar í vitum og búnaði þeirra og hafa mikla reynslu af þessari vinnu við oft mjög erfiðar aðstæður.

Eitt af verkefnum Siglingastofnunar íslands er að þjónusta vita allt í kringum landið. Um daginn bloggaði ég um það þegar menn Siglingastofnuar voru að þjónusta Þrídrangavita. Þessar myndir sýna aftur á móti menn Siglingastofnunar fara í Faxasker til að huga að rafbúnaði vitans á Faxaskeri. Hér er Ingvar á leið í skýlið, vitinn og skylið og menn við vinnu.

Faxasker Ingvar E

 Faxaskers skipbrotsmannaskýlið

  Faxasker Vitaljósið

Faxasker unnið uppi  á skýli

Þó þarna sé sérstaklega gott veður þá er það ekki alltaf þannig þegar verið er að gera við eða þjónsta vita landsins.

Kær kveðja SÞS

 


Tvær fallegar myndir úr Kópavogi

IMG_3775

 

 Það getur verið fallegt sólarlagið í Kópavogi.

Ég tók þessar myndir í fyrrakvöld  af svölunum hérna heima af logandi himninum.

 

 

 

 

 

   IMG_3767

 


Tvær fallegar Eyjamyndir frá Heiðari Egils

Séð yfir bæinn frá Eldfelli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimaklettur bærinn og Bjarnarey

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Það þarf ekki texta með þessum myndum.

 


Nýjar myndir frá Bakkafjöruhöfn

A bakki 2 EyjarA bakki no 1

Vinur minn Arnór Páll Valdimarsson sendi mér þessar nýju myndir frá Bakkafjöruhöfn, og þakka ég honum kærlega fyrir. Á fyrstu myndunum  sést til Eyja frá nýja hafnargarðinum í Bakkafjöru og vegurinn út á garðinn

A bakki3A bakki 5 innsiglinaop

 Á næstu tveimur myndunum sjást brimvarnargarðarnir, ég er ekki viss um að fólk alment geri sér grein fyrir hversu mikil mannvirki þetta eru, og þó þeir séu ekki fullkláraðir hafa þeir þegar fengið á sig töluvert veður og staðist það eins og ráð var fyrir gert.

A bakki 6 garður bíllA bakki brim við garðinn

Á þessum myndum sést nokkuð vel hversu mikið mannvirki  þetta er ef við miðum við bílinn og manninn á mynndinni. Síðan er seinni myndin tekin utan við garðin og smá sjógangur er við garðinn en það á örugglega eftir að mæða mikið á þessu gríðarlega mannvirki sem örugglega á eftir að standast ágang sjávar í framtíðinni.

Á myndunum hér fyrir neðan er maður sem heitir Sigmar Jónsson frá bænum Bakka hann vinnur við Bakkaflugvöllinn,  hann er hér í  steinatöng sem er örugglega notuð til að raða grjóti í brimvarnargarðana, töngin er engin smásmíði enda stæðstu steinarnir eru yfir  20 tonn að þyngd.

Og að lokum loftmynd af Bakkajöruhöfn. Það er gaman að fá að fylgjast með þessari framkvæmd í myndum, þökk sé Adda Palla fyrir myndirnar sem hann hefur sent mér af þessum framkvæmdum.       Kær kveðja SÞS

A maður í steinatöngA bakkafjara loftmynd


Kvöldmyndir frá Eyjum

kvöld í Vestmannaeyjabæ

 

 Hér er kvöldmynd af Vestmannaeyjabæ sem við getum kallað Ljósin í Bænum.

Ég vil taka það fram að allar þessar fallegu  myndir frá Vestmannaeyjum hefur Vestmannaeyingurinn Heiðar Egilsson tekið og leyft mér að setja hér á bloggið mitt. Það hafa margir haft samband við mig og dáðst af þessum myndum.

 Ég vil hér með þakka Heiðari Egilssyni kælega fyrir að fá að nota þessar myndir hans og þar með leyfa mörgum að njóta þeirra.

 

 

 

Kvöldmynd Smáeyjar

 

Kvöldmynd af Smáeyjum, Hamrinum vestast á Heimaey heitir Ofanleitishamar og fjallið lengst í burtu er Dalfjall eða Blátindur.

Til gamans má geta þess að við Smáeyjar er litill standur sem er nefndur Nafar og þar er komið nafnið á bloggið mitt sem ég nefni: Nafar


Séð inn í Eiðið. Mynd Heiðar Egilsson

Séð í í Eiðið

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband