Litli gönguhópurinn

Litli gönguhópurinn

 

Myndin er tekin þegar við stofnuðum gönguhóp sem reyndar varð ekki langlífur en ég man ekki árið.

Myndin er tekin við skólaveginn bak við Vísir og í baksýn sést í gaflinn á Eyvindarholti.

T.f.v; Sigmund Jóhannsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson og Friðrik Ásmundsson.

Kær kveðja SÞS


Gleymum ekki þeim sem unnu að fækkun sjóslysa á undanförnum áratugum

  Gleymum ekki þeim sem hafa stuðlað að fækkun sjóslysa. Skýrslur og tölfræðin sýna að dauðaslysum hefur fækkað verulega á síðustu áratugum og að ekkert dauðaslys varð á árinu 2008. Því miður er ekki hægt að segja sömu sögu um önnur slys sem verða á sjó þó árangur hafi einnig verið í fækkun þeirra slysa.

Það hefur orðið mikil breyting á viðhorfi sjómanna og útgerðarmanna til öryggismála. Má það meðal annars þakka Slysavarnarskóla sjómanna, útgáfustarfsemi almennt á síðustu árum, áætlun um öryggi sjófarenda og ekki síst fjölmiðlum sem hafa gegnum árin fjallað ítarlega um þennan málaflokk.

Það er eðlilegt að menn sem áhuga hafa á slysavarnarmálum velti fyrir sér hver sé ástæðan fyrir þessari fækkun dauðaslysa. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að fækka þessum sjóslysum á síðustu 20 til 30 árum. Það er rétt að hafa í huga þegar rætt er um fækkun slysa á sjó þá er það ekki einn aðili eða einn hópur manna sem á heiður af þessum ánæjulega árangri.

Það er sanngjarnt að minnast þeirra sem markað hafa leiðina og má þar nefna Slysavarnarfélagið með sínum duglegu kvennadeildum og björgunarsveitum, hönnuði að nýjum björgunarbúnaði og ekki hvað síst allan þann fjölda manna sem barist hafa fyrir bættu öryggi sjómanna. Þetta fólk hefur lagt á sig mikið starf á undanförnum áratugum og margir í sjálfboðavinnu. Margt af þessu fólki er fallið frá, en engu að síður skulum við minnast þess sem það gerði til að bæta öryggi okkar sjómanna.

Áhugamenn um slysavarnir eru stanslaust að hugsa um öryggismál sjómanna og reyna að finna lausnir til að fækka slysum. Það er ótalmargt ólokið í þeim efnum, og þó dauðaslysum hafi fækkað umtalsvert þá er margt hægt að gera til að fækka öðrum  slysum á sjó sem enn eru alltof mörg . Hafa ber í huga að í langflestum tilfellum hafa sjómennirnir sjálfir og áhugamenn um öryggi sjómanna fundið upp þau öryggistæki sem fækkuðu mest alvarlegu sjóslysunum á undanförnum árum og þar á meðal dauðaslysum.

Kær kveðja SÞS


Átak í að bæta stöðugleika fiskiskipa á stóran þátt í fækkun dauðaslysa sjómanna.

Stöðugleiki fiskiskipa varðar öryggismál sjómanna

Eitt af því sem fækkað hefur skipssköðum og þar með dauðaslysum á sjómönnum er mikið átak sem Siglingamálastofnun ríkisins og síðar Siglingastofnun Íslands gerðu í að mæla stöðugleika fiskiskipa, og í framhaldi af því var gerð krafa um lagfæringu á þeim skipum sem ekki stóðust stöðugleikakröfur.

Undanfari þess var eftirfarandi:  “Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árin 1971 – 1986 höfðu farist á hafi 53 bátar og með þeim 100 menn, þrjár trillur og með þeim 3 menn og 6 flutningaskip og með þeim 11 menn. Samtals 113 menn á 15 árum.

Af þessum 53 bátum sem farist höfðu á þessum árum var vitað að:

29 bátar höfðu farið á hliðina og/eða  hvolft.

2  bátar hvolfdu vegna festu á veiðarfærum  í botni.

13 bátar fórust og orsakir ókunnar nema veður var vont.

6 bátar fengu óstöðvandi leka og sukku.

3 bátar sukku eftir árekstur.

Við nánari skoðun kom í ljós að vitað var um 31 bát sem hafði farið á hliðina eða hvolft og hefur slíkt gerst bæði í góðu og sæmu veðri. Af þeim 13 bátum sem fórust án þess að orsakir séu kunnar má með nokkurri vissu telja að hluti þeirra hafi einnig farið á hliðina eða hvolft.

Af framantöldu má draga þá ályktun að alvarlegt vandamál íslenskra fiskiskipa sé tengt stöðugleika þeirra og vanþekkingar skipstjórnarmanna á stöðugleika skipa,,

Þetta stöðugleikaátak hófst 1992 með því að stöðugleikamæla öll minni þilfarsskip á vestfjörðum en þetta átak var gert eftir mörg slys árin áður þar sem skip voru að farast og orsök talin ónógur stöðugleiki. Eftir að vestfjarðar skipin höfðu verið stöðugleikamæld var næstu árin farið allt í kringum landið og þessi smærri þilfarskip hallaprófuð. Mikið af þessum minni skipum voru með mjög lélegan stöðugleika og voru því sem við köllum stundum manndrápsfleytur. Þetta stöðugleikaátak var með samþykki Alþingis styrkt af  ríkissjóði, hafi alþingismenn þökk fyrir það.

Ísuð Elliðaey VE

Eftir að öll  smærri skipin  höfðu verið hallamæld var hafist handa um að hallamæla stærri skipin og þó að nú sé búið að hallamæla öll skip fyrir nokkrum árum, má segja að þetta átak standi en yfir því í dag mega stöðugleikagögn ekki vera eldri en 10 ára og þau verður að endurnýja ef verulegar breytingar eru gerðar á skipunum á þessum tíu árum.

Árangur af þessi stöðugleikaátaki var verulegur, alltof  mörg skip höfðu ekki stöðugleika í lagi og  þurfti að lagfæra þau og nokkur skip voru hreinlega úreld þar sem kostnaður við lagfæringu var of mikill til að það borgaði sig. Þá má benda á að átak var gert í að kynna og fræða sjómenn um stöðugleika skipa bæði í stýrimannaskólum og með útgáfu  á sérriti Siglingastofnunar Ríkisins er nefnist: ,,Kynning á Stöðugleika fiskiskipa,, hann var gefinn út 1988 og endurprentaður 1991. Þá var í júní 2003 gefinn út af Siglingastofnun Íslands endur bætt sérrit er heitir Stöðuleiki fiskiskipa.

Í símsvara 902-1000 og heimasíðu Siglingastofnunar www.sigling.is er hægt að fá upplýsingar um veður og sjólag frá vitum og ölduduflum við Ísland eins og það er á hverjum tíma. Einnig er á heimasíðunni ölduspá og spá um hættulegar öldur og veður næstkomandi daga, spá um áhlaðanda í höfnum og yfir miðin umhverfis landið. Þetta er mikið notað af sjómönnum og er stórt öryggisatriði.

 Ég er ekki í vafa um að þetta átak Siglingastofnunar ríkisins og síðar Siglingastofnun Íslands í stöðugleikamálum smærri og stærri skipa, og útgáfa fræðslurita og nákvæmra upplýsinga um veður og sjólag hafa átt stóran þátt í færri skipssköðum og þar með færri dauðaslysum  á sjómönnum.

Myndin er af Elliðaey VE 45

Kær kveðja SÞS

Fækkun dauðaslysa á sjó

Öryggismál Sjómanna 

Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins bjargaði mörgum sjómönnum

Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins kom til landsins árið 1971 og hélt af landi brott til Bretlands í september 2006. Þegar hún kvaddi landið kom fram í blaðagreinum, að á þeim 35 árum sem hún starfaði hér á landi hafi hún bjargað 300 mannslífum. Ekki er vitað hvað mikið af þeim mönnum sem bjargað var voru sjómenn, en eitt er víst að Björgunarsveitinn bjargaði mjög mörgum sjómönnum sem voru í bráðri lífshættu. Það var slæmt að missa þessa öflugu björgunarsveit af Keflavíkurvelli.

Einkunnarorð sveitarinnar er: ,,Svo aðrir mættu lifa”.

 

Kær kveðja SÞS


Það er athöfn að taka í nefið

Sigurjón, Sigurður, Sigmar , Ólafur

 

 

 

Þessir menn áttu á sínum tíma fyrir margt löngu, sameiginlegt áhugamál sem var að taka í nefið. Á myndinni eru þeir með neftóbaksbauk og dollu nýbúnir að fylla á og þess vegna með sælubros á vör.

Tfv;Vinur minn Sigurjón Arnar Tómasson (látinn) Sigurður Óskarsson gluggasmiður, Sigmar Þór, Ólafur Óskarsson.

Kær kveðja SÞS


Þorlákshöfn úr lofti séð

IMG_2450

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þórlákshöfn séð úr Fokker 50 á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur

IMG_2453


Skemmtilegt minnismerki um símalagningu til Vestmannaeyja

IMG_2445IMG_2444

Skemmtilegt minnismerki um símalagningu til Vestmannaeyja. Eyjamenn lögðu eigin síma með sæstreng og vígðu 1911. Síminn minnist þessa á aldarafmæli síma á íslandi 2006.


Flottir Peyjar Kjartan og Gísli

Picture 554_edited

 

 

 

 

Myndin er af bræðrunum Kjartani Ásmyndsyni  og Gísla Ásmundssyni. (Kjartan til vinstri á myndinni).

Þeir eru að sjálfsögðu niðri í fjöru, Heimaklettur og höfnin í baksýn.

 

Kær kveðja SÞS


Fleiri myndir frá Innsiglingu og fl

Picture 823

Langalón 1

 Einu sinni var innsigling til Vestmannaeyja eins og myndin sýnir. Og takið eftir að það er eingöngu  sandur undir Löngu, en nú er þar svo til eingöngu gróður. Seinni myndin er af  Langalóni sem er undir nýja hrauninu.

Picture 825

Picture 838

Kunnugleg sjón fyrir eldri eyjamenn.

 

 


Nokkrar fallegar Eyjamyndir frá Kjartani Ásmundssyni

CCI01032009_00001

Hér má sjá Arnodd Gunnlaugsson frá Gjábakka, hann var skipstjóri og útgerðarmaður á Suðurey VE og er þarna í stýrishúsglugganum á Suðurey VE 20.

Þetta er skemmtileg mynd, takið eftir dekkljósunum og kistu upp á stýrishúsi sem í var Gúmmíbjörgunarbátur og svo sést aðeins í miðunarstöðvarloftnetið.

 

 

 

 

Nokkrar skemmtilegar myndir frá Kjartani Ásmundsyni sem hann sendi mér og eru þær allar teknar fyrir Heimaeyjargosið 1973.

CCI20032009_00002Picture 423_edited

Og að sjálfsögðu eru þær frá austurbænum og Urðunum þar sem urðarkettirnir héldu sig í gamladaga Grin

Picture 845_editedCCI20032009_00000

Innsiglingin og rafmagnsstöpplarnir sem tóku við rafstrengunum frá Heimakletti.

kær kveðja SÞS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband