30.9.2015 | 23:37
Frábært Kastljósið í kvöld
Það var frábært Kastljósið í kvöld þar sem rætt var um slysið á Jóni Hákoni. Helgi Seljan á heiður skilið að vekja máls á hvernig staðið er að "ránnsókn" á slysinu , sem er í raun engin rannsókn. Meira að sega Jón Arilíus hjá Rannsóknarnefd sjóslysa viðurkendi að það kæmi lítið út úr þessum rannsóknum nema skipið væri tekip upp af hafsbotni. Það sem kom mér virkilega mikið á óvart er að menn frá Samgöngustofu vildu ekki koma í viðtal og ræða hvað þeir væru að gera í þessu máli. Það er kannski lítið verið að gera þar, bara bíða eftir Rannsókarnefnd sjóslysa sem skilar kannski skýrslu eftir nokkra mánuðu eða ár.
Vonandi verður áframhald á þessari umræðu um þetta slys og fleiri sem hafa verið þögguð niðri á síðustu árum. Enn og aftur Helgi Seljan TAKK FYRIR frábært kastljós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2015 | 12:46
Gamall fróðleikur um sjóslys í Eyjum
Fróðleikur um slys í Eyjum fyrr á árum.
Í Árbók Slysavarnarfélags Íslands frá 1929 er tvær skýrslur um sjóslys í Vestmannaeyjum, eftir síra Sigurjón Árnason og Þorstein Jónsson í Laufási. Eftir þessari skrá hafa farist af bátum frá Vestmannaeyjum á þessu tímabili 1. janúar 1908 til 22. júli 1930 eftirfarandi fjöldi báta og manna: 28 vélbátar og 120 manns þar af ein kona, sem drukknaði við Fjallasand er bát hvolfdi í lendingu.
Þetta hafa verið miklar mannfórnir í Eyjum á þessum tíma þegar fólksfjöldi í Vestmannaeyjum var á þessum árum:
1910 fólksfjöldi 1319,
1920 fólksfjöldi 2426
1930 fólksfjöldi 3573
Þessar upplýsingar eru úr ritinu Björgunarfélag Vestmannaeyja tíu ára starf.
Á myndinni er fiskibátur fullur af fólki, ekki veit eg tilefnið en þara eru örugglega ekki björgunarbúnaður fyrir allt þetta fólk sem þarna er um borð í bátnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2015 | 12:11
Gaman að lesa jákvæðar fréttir
Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum.
Tek heilshugar undir, að þessi skip og vel þjálfaðar áhafnir þeirra eru svo sannarlega nauðsynlegur hlekkur í öryggismálum sjómanna.
![]() |
Fimm útköll hjá björgunarskipum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2015 | 17:53
Við Höfnina með kafaranum
Þarna eru nokkrir menn sem settu svip sinn á bæinn hér áður fyr.
Þarna eru Óli á Léttir, Ársæll Sveinsson Sölvi kafari Fúsi kennari. Ekki veit ég tilefnið af myndstökuni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2015 | 17:14
Aðka VE 146
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2015 | 17:01
Björk Vilhelmsdóttir er hugrökk og réttsýn.
Björk Vilhelmsdóttir er hugrökk og rétttsýn kona sem þorir. Ég er innilega sammála henni að það á ekki að eiga viðskipti við Ísrael.
![]() |
Eldfjall sem spúir hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2015 | 14:48
Þér slysavarnarkonur
Það verður seint þakkað allt sem slysavarnarkonur allt í kringum landið hafa gert til slysavarna bæði til sjós og lands, það er því miður ekki oft sem þessi störf þessara fjölmörgu slysavarnarkvenna er minnst í fjölmiðlum nú á dögum.
Þetta kvæði um slysavarnar konur er í Árbók slysavarnarfélags Íslands frá 1968 því miður er höfundar ekki getið.
Þér slysavarnarkonur.
Heill yður, konur, sem kveikið eld í hjarta
og kunnið öðrum fremur að senda geisla bjarta
þér víkið aldrei fet frá fornum dyggðum.
þér flytjið sjúkum hlýju í öllum byggðum.
Þér konur, sem þarfnist bæði manna og meyja
og móta starfið, en baráttu heyja
þér eruð búnar bróðurkærleka þýðum
þér bjargið‘ öllum nauðstöddum lýðum.
Þér varnið veröld alla yfir
þér verndið fræið, sem í moldu lifir
þér eruð gullið, sem að geislum sendi
þér eruð gjöfin besta við lífsins endi.
Þér reisið hús við strendur stórra fjalla
og styðja viljið heimsbyggðina alla
þér eruð máttur mannlífsstörfum alinn
minningarsjóður í djúpi andans falinn.
Þér breytið hugsjón í skipbrotsmannaskýli
þér skapið varnir við hvert hrakið býli
þér byggið vita við voða og eyðistrendur
þér veitið mæddum hjálp á báðar hendur.
Starfið var hafið , stór var yðar alda
stórbrotinn hugur lýsti myrkrið kalda
átthagabönd og ást, sem festir rætur
arfinn þann rækta yðar fögru dætur.
Áfram skal halda enn er nóg að vinna
ungum og gömlum þarf í nauð að sinna
Hönd styður hönd í tryggu vina-taki
trúin á lífið í starfi yðar vaki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2015 | 22:38
Magnús frá Hrafnabjörgum
Maggi heitinn er eftirminnilegur maður, trillusjómaður sem afgreiddi oft fisk í Fiskbúðinni hjá Kjarani fisksala í þá gömlu góðu daga. Myndin er úr sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1993 og ég held að Sigurgeir ljósmyndari hafi tekið myndina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2015 | 16:54
Gömul mynd af Vestmannaeyjahöfn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2015 | 17:13
Vantar að fara yfir reglur körfuboltans
Það vantar tilfinnalega að íþróttafréttamenn fari yfir reglur sem gilda í körfuboltanum. Ég held að margir hefðu meira gaman af þessari íþrótt ef menn hefðu einhverja hugmynd um reglurnar.
![]() |
„Gasol er eins og Hafþór“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)