30.5.2014 | 14:41
Sjómannadagsblađ Vestmannaeyja 2014 komiđ í Grandakaffi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2014 | 13:28
Alltaf gaman á Flugsýningunni í Reykjavík
Ţađ er margt ađ skođa á Reykjavíkur flugvelli og skemmtilegt ađ hitta fólk og spjalla.

Sigmar Benóný og Magnús Orri Óskarssynir í ţyrlunni hjá Gilla frćnda

Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2014 | 23:00
Nú líđur ađ Sjómannadegi, verum vakandi Sjómenn
Sjómannadagurinn er ekki hátíđ hafsins.
Í Vestmannaeyjum er Sjómannadagurinn einn skemmtilegasti hátíđardagur ársins og viđ peyjarnir sem áttum sjómenn sem feđur sem og ađra ćttingja vorum svo sannarlega stoltir af ţví ađ tengjast ţeim og ţar međ Sjómannadeginum. Ţegar ég síđar gerđi sjómennskuna ađ ćvistarfi mínu, gerđi ég mér fljótt grein fyrir ţví ađ ţessi dagur er miklu meira en skemmtun í tvo daga.

Sjómannadagurinn er órjúfanlegur hluti af stéttarbaráttu og kynningu á starfi sjómanna. Í Vestmannaeyjum má segja ađ allir tengist sjómönnum á einn eđa annan hátt eins og víđa í útgerđarbćjum landsins. Á Sjómannadaginn kynnum viđ sjómannsstarfiđ, minnumst ţeirra sem hafa látist og sérstaklega ţeirra sem látist hafa í slysum á sjó, heiđrum aldna sjómenn og ekki hvađ síst gerum viđ okkur glađan dag međ fjölskyldum, vinum og skipsfélögum. Sjómannadagsráđ Reykjavíkur og Hafnarfjarđar sér Sjómannadaginn öđrum augum, ekki sem Sjómannadag heldur sem dag hátíđar hafsins. Ţađ er óskiljanlegt ađ sjómenn skuli ekki mótmćla ţví ađ Sjómannadagurinn skuli vera tekinn eignarnámi og nefndur Hátíđ hafsins í Reykjavík međ vitund og vilja stćrstu sjómannafélaga landsins.
Hafiđ hefur tekiđ líf margra sjómanna sem voru ćttingjar okkar, vinir og skipsfélagar. Ţess má geta til fróđleiks ađ á árunum 1962 til 1992 árin sem undirritađur stundađi sjó frá Vestmannaeyjum, fórust 58 sjómenn sem voru á bátum frá Eyjum, og eru ţá taldir međ ţeir Eyjasjómenn sem fórust og stunduđu tímabundiđ sjó annarsstađar á landinu á sama tíma. Ţessi tala um dauđaslys á sjó er mun hćrri og skiptir hundruđum ef taldir eru allir ţeir sjómenn sem fórust á ţessu tímabili. Ţađ er eitt af markmiđum Sjómannadagsins ađ minnast ţessara manna, og er minningarathöfn viđ minnisvarđann viđ Landakirkju ein eftirminnilegasta stund Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum . Finnst mönnum ţađ viđeigandi ađ minnast ţeirra sjómanna s

em farist hafa á hafi úti og margir ţeirra gista hina votu gröf, á degi sem kallađur er Hátíđ hafsins? Ađ mínu viti er ţetta fráleitt og móđgandi fyrir íslenska sjómenn. Ţessi gjörningur Sjómannadagsráđs er farinn ađ smita út frá sér og sjómenn í hugsunarleysi farnir ađ breyta nafni dagsins.
Í Ţorlákshöfn ţar sem flest snýst um sjóinn, hafa ţeir á síđustu árum apađ ţetta eftir Reykjavíkurfélögunum og uppnefna Sjómannadaginn sinn Hafnardaga. Sjómenn gera sér ekki grein fyrir ţví hvađ Sjómannadagurinn er sjómönnum mikilvćgur hvađ varđar kynningu á starfi sjómanna, hann er okkar hátíđisdagur, ekki hátíđ hafsins. Í lögum um Sjómannadaginn segir m.a: Viđ tilhögun Sjómannadagsins skulu m.a. eftirfarandi markmiđ höfđ ađ leiđarljósi:Ađ stuđla ađ ţví ađ Sjómannadagurinn skipi verđugan sess í íslensku ţjóđlífi.
Ađ efla samhug međal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuđla ađ nánu samstarfi ţeirra.
Ađ heiđra minningu látinna sjómanna, ţá sérstaklega ţeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
Ađ heiđra fyrir björgun mannslífa og farsćl félags- og sjómannsstörf.
Ađ kynna ţjóđinni áhćttusöm störf sjómanna og mikilvćgi starfanna í ţágu ţjóđfélagsins.
Eitt af lagaskyldum Sjómannadagsráđsins er líka: Ađ beita sér í frćđslu og menningarmálum er sjómannastéttina varđa og vinna ađ velferđar- og öryggismálum hennar. Međ ţví ađ uppnefna Sjómannadaginn Hátíđ hafsins er ekki veriđ ađ stuđla ađ ţví ađ Sjómannadagurinn skipi verđugan sess í íslensku ţjóđlífi, ţví síđur eflir ţađ samhug sjómanna eđa kynnir ţjóđinni áhćttusöm störf ţeirra og mikilvćgi.

Engan starfandi sjómenn hef ég hitt sem er ánćgđur međ ţessa nafnbreytingu. Nokkrir segja ţetta afleiđingu ţess ađ sum af stéttarfélögum sjómanna hafa veriđ sameinuđ stórum landfélögum og ţar međ hafa tekiđ völdin menn sem hafa lítinn skilning og takmarkađan áhuga á sjómannsstarfinu. Forustumenn í stéttarfélögum sjómanna í Reykjavik hafa sagt mér ađ ef Faxaflóahafnir hefđu ekki tekiđ ţátt í kostnađi viđ hátíđahöld Sjómannadagsins, hefđi dagurinn sennilega lagst af. Hefur stjórn Faxaflóahafna ţá sett ţau skilyrđi til styrkja, ađ nafn Sjómannadagsins verđi ţurrkađ út og breytt í Hátíđ hafsins? Samţykkti Sjómannadagsráđ ţessa nafnbreytingu Hvađ vakir fyrir ţeim 34 stjórnarmönnum sjómannafélaga og stjórn Faxaflóahafna ađ vilja breyta nafni Sjómannadagsins? Hvers vegna má hann ekki heita sínu rétta nafni Sjómannadagur ?.. Er ţetta kannski einn liđurinn enn til ţess ađ ţagga niđur í sjómönnum?.Allir hugsandi sjómenn hljóta ađ sjá ađ ţessi breyting á nafni Sjómannadagsins er niđurlćgjandi fyrir sjómannastéttina.
Sigmar Ţór Sveinbjörnsson
Stýrimađur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2014 | 23:13
Sigurđur Óskarsson kafari m.m. 70 ára
Sigurđur Óskarsson 70 ára

Sigurđur Óskarsson mágur minn og besti vinur er 70 ára í dag 24. maí 2014. Siggi á Hvassafelli eins og hann er oftast kallađur af vinum og kunningjum, er margt til lista lagt og hefur gegnum tíđina unniđ fjölbreytta vinnu, enda ţekktur mađur um allt land af öllu góđu. Hann er lćrđur húsasmiđur og vann viđ ţađ nokkur ár, hefur nćmt smiđsauga og er ţess vegna auđvitađ alltaf ađ smíđa, en ekki er efniviđurinn alltaf tré, ţví hann smíđar einnig úr járni og plasti ef međ ţarf.
Sigurđur Óskarsson er ekki bara lagin viđ smíđi á tré, járni og plasti, hann er einnig frábćr lagasmiđur og textahöfundur og hann á auđvelt međ ađ gera skemmtilegar vísur, enda mikill húmoristi. Hann hefur gert mörg gullfalleg lög, sálma og texta sem vert vćri ađ taka saman og gefa út. Nokkur lög og textar hans hafa veriđ gefin út á plötur og diska.
Siggi stofnađi hljómsveitir á yngri árum og er frćgust ţeirra Hljómsveit SÓ eđa hljómsveit Sigurđar Óskarsonar, sú hljómsveit var í mínu ungdćmi ein besta danshljómsveit á íslandi. Ţar spilađi Siggi á trommur en hann spilar á mörg önnur hljóđfćri.

Ţessi ţúsund ţjala smiđur er einnig uppfinningamađur, hann fann upp afskurđarvél og fl. og ţađ sem ekki allir vita, ţá bjó hann til líkan af fyrsta sleppibúnađinum fyrir gúmmíbáta ţađ var 1970, en ţessi hugmynd náđi ekki eyrum útgerđarmanna né sjómanna. Sumir eru bara á undan sinni samtíđ ţađ er bara ţannig.
Siggi var um nokkra ára skeiđ útgerđarmađur og gerđi út ásamt Guđmundi Karli Guđfinnssini bát sem hét Guđfinnur Guđmundsson VE 445 auk ţess ađ vinna viđ útgerđ Huginn VE 55.
Hann var í stjórn Vinnslustöđvarinnar í 10 ár og á ţeim tíma stjórnarformađur ţess stóra fyrirtćkis.
Siggi framleiddi og smíđađi nokkra plastbáta ţegar hann stofnađi og átti fyrirtćkiđ Eyjaplast, ţađ voru tvćr gerđir af bátum sem hann framleiddi svonefnur fćreyingur og bátar af gerđinni Faxi, flottir og vandađir bátar. Ţađ má bćta ţví viđ ađ samhliđa bátasmíđinni smíđađi Siggi sumarbústađ úr plasti og flutti í tvennu lagi í Fljótshlíđina ţar sem hann hefur komiđ sér upp sínum sćlureit fyrir sig og konu sína Sigurbjörgu Óskarsdóttir.

Siggi rak kranafyrirtćki í mörg ár og var međ tvo stóra bílkrana. Ţau ár sem Siggi rak kranafyrirtćkiđ var mikil vinna fyrir ţessi tćki í Eyjum, mikil uppbygging og steypuvinna um allann bć ásamt mikilli vinnu viđ Vestmannaeyjahöfn.
Ţađ má hér minna á ađ bílkranarnir hans gengdu mikilvćgu hlutverki í eldgosinu 1973 viđ björgun verđmćta, og ţađ var ekki síđur mikil vinna hjá Sigga og starfsmönnum hans í kranafyrirtćkinu viđ uppbyggingu í Eyjum eftir gosiđ. Hann keypti einnig körfubíl sem hann leigđi út í mörg ár og var hann ţar brautriđandi í ţví í Eyjum.
Eitt af mörgu sem Siggi hefur unniđ viđ er köfun, hann var kafari í mörg ár og ég get fullyrt ađ í ţví starfi stóđ hann sig sérstaklega vel , ţađ var ekki öfundsvert starf ađ kafa og hreinsa úr skrúfum á skipum ekki bara innanhafnar heldur líka út á rúmsjó oft viđ misjafnar og erfiđar ađstćđur. Hann vann einnig sem kafari viđ ađ leggja vatnleiđsluna og rafstengi milli lands og Eyja , einnig vann hann viđ lagningu skolpleiđslu á haf út í Reykjavik og Eyjum svo eitthvađ sé nefnt.
Nú síđustu ár hefur Siggi rekiđ Gluggaverksmiđjuna Gćsk en hún framleiđir plast glugga og plast hurđir af bestu gerđ. Siggi hefur nú selt gluggafyrirtćkiđ og ţá er spurning hvađ tekur viđ hjá honum.
Viđ sem ţekkjum Sigga vitum ađ hann situr ekki auđum höndum ţó hann sé hćttur ađ vinna hann finnur sér örugglega eitthvađ ađ gera, hann er líka ţannig típa ađ hann ţarf allaf ađ vera ađ breyta og bćta allt sem er í kringum hann, enda á hann mikiđ af verkfćrum til ţessara starfa, ţađ er líka nauđsynlegt fyrir mann eins og Sigga á Hvassafelli ađ hafa allar grćjur og geta smíđađ ţađ sem honum dettur í hug.

Ég hef stundum sagt ađ hann getur ekki međ nokkru móti séđ húsin sín í friđi hann ţarf alltaf ađ vera ađ breyta ţeim og bćta og ber heimili ţeirra hjóna ţess merki.
Ţađ er ađeins eitt sem ţessi skemmtilegi og góđi mágur minn á erfitt međ, og ţađ er ađ hann á ekki gott međ ađ ađlagast ţjóđfélaginu pappírslega séđ, hann ţolir illa allt ţetta pappírs fargan sem fylgir nútíma ţjóđfélagi. En lániđ fylgir Sigga, hann á bróđir Friđrik Óskarsson sem hefur ótakmarkađa ţolinmćđi í ađ međhöndla pappíra í hvađa formi sem ţeir eru.
Sigurđur Óskarsson mágur minn og besti vinur, til hamingju međ 70 ára afmćliđ, hafđu ţađ alltaf sem allra best og Guđ og gćfan fylgi ţér og ţínum um ókomin ár.
Sigmar Ţór Sveinbjörnsson mágur ţinn.
Bloggar | Breytt 26.5.2014 kl. 21:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2014 | 10:50
Hugsun mín
HUGSUN MÍN
Hugsun mín hún ferđast
um heima rúms og tíma,
vantar eigin vísdóm,
velur sjálf og hafnar.
Brýst í búmans raunum,
bágt á hún á stundum,
víkur burtu vanda,
veldur hver á heldur.
Vill allt vita og skilja,
vernda ţekkja og kanna,
lýsa upp lífsins vilja,
leyndardóma sanna.
Rýnir í orđ og eindir,
allt er máli skiptir
er hún söngtón sendir,
sanngirninni lyftir.
Gćtir ţess ađ gćfan
gefist eiađ marki
sem vart til heilla hugsa
og helgast góđri breytni.
Bjarni Th. Rögnvaldsson

Ljóđiđ Hugsun mín, er úr ljóđabókinni Öldublik eftir Bjarna Th. Rögnvaldsson.
Í Öldublik eru mörg falleg ljóđ sem gaman er ađ lesa.
Bjarni hefur einnig gefiđ út ađra ljóđabók se hann nefnir Árstíđirnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2014 | 13:35
Ţessar flugvélar voru allar á Reykjavíkurflugvelli í gćrdag
Ţađ getur oft veriđ gaman ađ líta viđ á Reykjavíkurflugvöll og skođa flugvélar sem ţar eru, í ţađ minnst hef ég gaman ađ skođa flugvélar og auđvitađ skip. Gott ađ enda bryggjurúntinn međ ferđ á flugvöllinn.


Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2014 | 17:56
Loksins fara flugmenn ađ svara fyrir sig
Gífurleg launahćkkun stjórnenda
Viđskipti | mbl | 13.5.2014 | 17:00 Yfirmenn og stjórnarmenn Icelandair hafa á síđustu fjórum árum hćkkađ í launum um 13% til 211%. Međalhćkkun stjórnarformanns og stjórnarmanna er um 160% en forstjóri og ađrir yfirmenn í samstćđunni hafa hćkkađ um 52% ađ međaltali. Ţetta kemur fram í tölum sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna birti.
Ţađ er frábćrt ađ flugmenn skuli nú svara ţeim ótrúlega áróđri sem beinist gegn ţeim á bókastaflega öllum fjölmiđlum landsins, og einnig á netmiđlum. Flugmenn eru jú í kjaradeilu og nota ţau međul sem lög leyfa í landinu.
Flugmenn eru ekki tilbúnir ađ fara í fótspor ţeirra sem semja fyrir ţá sem lćgstu launin hafa og gera sér ađ góđu ađ fá 2,8 % hćkkun á lágu launin í landinu međan kennarar og hćrri launađir fá t.d. 16 % hćkkun eđa meira. Ég skil ţá vel.
![]() |
Gífurleg launahćkkun stjórnenda |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2014 | 18:13
Gömul mynd frá Vestmannaeyjahöfn
Ţessa mynd af skipum í Vestmannaeyjahöfn sendi mér á sínum tíma Ţórarinn Sigurđsson. Hún er tekin frá Básaskersbryggju og sést inn í friđarhöfn. Gaman ađ skođa ţessar gömlu og góđar myndir.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2014 | 14:36
Undirskriftir afhendar Ármanni bćjarstjóra Kópavogs
Um ţađ bil 3000 undirskriftir ţeirra sem stunda sund og líkamsrćkt í sundlaugum Kópavogs voru afhendar bćjarstjóra í dag. Međfyljandi skjal var lesiđ upp viđ afhendingu undirskriftalistanna.
Ágćti bćjarstjóri!
Viđ komum hér á ţinn fund međ undirskriftalista tćplega 3000 manna og kvenna, sem stundađ hafa líkamsrćkt í sundlaugum Kópavogs svo árum skiftir. Ţessi undirskriftasöfnun, sem gekk undir heitinu Stöndum saman, hófst fyrir mánuđi ţegar allt benti til ţess ađ fyrir dyrum stćđi tugprósenta hćkkun á árskortum í líkamsrćktina međ nýjum rekstrarađila. Ţá var nýlokiđ viđ ađ kynna niđurstöđu útbođs, sem Kópavogsbćr stóđ ađ, um ađstöđu til líkamsrćktar í Sundlaug Kópavogs og Salalaug.
Okkur er raunar óskiljanlegt ađ bćjaryfirvöld hér í Kópavogi skuli láta Samkeppnisstofnun ráđa hér för, en treysti sér ekki til ađ ráđa yfir sínum eigin fyrirtćkjum og hvernig ţau eru rekin.
Miđađ viđ umrćđur sem veriđ hafa um ţessi mál, ţá óttumst viđ tugţúsunda hćkkanir ef nýr rekstrarađili kemur ađ málinu og ţví mótmćlum viđ harđlega. Viđ lýsum fyllsta stuđningi viđ ţann rekstrarađila sem rekiđ hefur líkamsrćktina svo árum skiptir međ myndarbrag og á mjög sanngjörnu verđi fyrir okkur neytendur.
Viđ skorum á bćjarstjórn Kópavogs ađ standa međ okkur bćjarbúum og stuđla ţannig ađ ţví ađ Kópavogsbúar geti stundađ líkamsrćkt á viđráđanlegu verđi hér eftir sem hingađ til.
Fyrir hönd, Stöndum saman
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2014 | 12:33
Er ekki sterkur leikur fyrir Icelandair ađ semja
Frétt af mbl.is
Áćtlađ tap 1,5-1,7 milljarđar
Innlent | mbl | 6.5.2014 | 9:38 Áćtlađ tap Icelandair Group vegna bođađs verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna nemur um ţrettán til fimmtán milljónum dollara eđa um 1,5 til 1,7 millljarđi króna, ef verkfalliđ varir allan ţann tíma sem ţađ hefur veriđ bođađ. Fyrsta verkstöđvun er bođuđ á föstudag, 9. maí.
Er ekki sterkur leikur fyrir Icelandair ađ semja viđ sína flugmenn strax, heldur en ađ vera ađ vćla ţetta í fjölmiđlum um hugsanlegt tap, sem ţeir geta komist hjá ef ţeir semja áđur en verkfall skellur á. Ţađ eru undarleg vinnubrögđ viđhöfđ í vinnudeilum á Íslandi í dag.
![]() |
Áćtlađ tap 1,5-1,7 milljarđar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)