9.4.2010 | 21:43
Til hamingju Garðbæingar
Til hamingju Garðbæingar með frábæran sigur á Reykjavíkurliðinu. Þessi lið eru bæði góð en í kvöld var heppnin með Garðabæ, en svona glæsilegur sigur vinnst ekki nema með eldklárum og vel lesnum einstaklingum .
Þessir þættir hafa verið virkilega skemmtilegir í vetur og Þóra og Sigmar eiga heiður skilið fyrir góða stjórn á þáttunum sem vonandi verður framhald á næsta vetur.
kær kveðja SÞS
![]() |
Afþakkaði gjafabréf í Útsvari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2010 | 20:35
Frábær auglýsing frá Sjómannafélögum í Gridavík
Ég get ekki annað en dáðst að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur fyrir að birta þessa auglýsingu á baksíðu Fréttablaðsins í dag.
Það er mál til komið að sjómenn farai að berjast á móti þessum endalausa yfirgangi stjórnmálamanna gagnvart kjörum sjómanna. Engin stétt í landinu hefur fengið jafn oft á sig lög þegar þeir hafa verið að reyna að berjast fyrir bættum kjörum, og nú á að hirða af sjómönnum sjómannaafslattinn, það er því komið að því að segja hingað og ekki lengra.
Ég er ekki viss um að allir sjómenn geri sér grein fyrir því að það er leynt og ljóst verið að grafa undan sjómannastéttinni t.d með því að stela frá þeim Sjómannadeginum og endurskíra hann Hátíð hafsins sem er að mínu viti hneiksli. Það sem er enn verra og furðulegt að þetta er gert í samráði við Sjómannafélögin í Reykjavík. Kannski eru þetta afleiðingar af því að búið er að blanda saman stórum sjómannafélögum og landfélögum þar sem meirihluti félagsmanna eru menn sem vinna í landi og eru nokk sama um þá sem eru á sjó, og svo er það eitt stórt vandamál að það virðist ekki vera hægt að losna við marga af þessum fórustumönnum sjómanna sem löngu eru sjósprungnir svo ég noti gamalt og gott sjómannamál.
Ekki einu sinni Sjómannaskólinn má heita sínu rétta nafn, og sjómenn eru ótrúlega linir við að skrifa greinar í blöð um sín mál, kannski vegna hræðslu við vinnuveitendur sína.
Það er svo ótalmargt sem hægt væri að telja upp sem bendir eindregið til þess að unnið sé að því leynt og ljóst að gera lítið úr sjómannastéttinni, og sjómenn virðast því miður ekki gera sér grein fyrir þessari þróun.
Þessi auglýsing er smá vísbending um að sjómenn séu að vakna til lífsins og ég vona svo sannarlega að þeir átti sig sem fyrst á því að það kostar vinnu að halda sínum kjörum og sínu öryggi.
Með baráttukveðjum SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.4.2010 | 22:12
Nýjar loftmyndir frá Adda Palla af Bakkafjöruhöfn
Þessar flottu loftmyndir af Bakkafjöruhöfn tók Arnór Páll Valdimarsson (Addi Palli) hjá Flugfélagi Vestmannaeyja.
Ámyndunum sést að það er komin góð mynd á höfnina, hvernig hún verður í framtíðinni. Í hafnarmynninu er dýpkunarskipið Perlan frá Björgun ehf að störfum. Þessar myndir eru skemmtilegt framhald af myndum Óskars.
Ég þakka Adda Palla og Óskari kærlega fyrir að leyfa mér birta þessar myndir á blogginu mínu.
Bloggar | Breytt 6.4.2010 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2010 | 16:43
Nýjar myndir frá Bakkafjöruhöfn
Þessar myndir tók Óskar Óskarsson í Áhaldaleigunni á skírdag en þær eru af framkvæmdum í Bakkafjöru. Þarna eru að rísa mikil mannvirki á sandinum eins og bryggjur, rampurinn fyrir skipið og hús, ég þakka Óskari fyrir að fá að setja þessar myndir á bloggið mitt.
Þá er dýpkunarskipið Perlan komin á staðinn til að dýpka rennuna frá hafnarmynni og að bryggju en mig minnir að rennan eigi að vera mest öll 7 m djúp. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim á Perjuni að sigla inn með tómt skip og út með það fullt af sandi mörgum sinnum á sólarhring. Með þessari vinnu við dýpkun fæst reynsla sem verður fróðlegt að fylgjast með því hún gefur vísbendingar um það hvernig þetta verður í framtíðinni. Alla vega finnst mér þetta vera spennandi verkefni og vonandi gengur þetta allt vel hjá þeim í Björgun ehf enda þaulvanir menn á ferð með mikla reynslu af dýpkunarframkvæmdum. Skipið hér á myndunum er Perlan frá fyrirtækinu Björgun ehf.
Hér fyrir ofnan kemur rampurinn þar sem bílarnir keyra niður í skipið og staurarnir sem reknir voru niður í hafnarmynninu.
Bloggar | Breytt 6.4.2010 kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2010 | 16:54
Gísli Sigmarsson Byggðarenda við Brekastíg
Gísli Sigmarsson frá Byggðarenda við Brekastig 15 a nú till heimilis að Faxastíg 47 Vm. skipstjóri og útgerðarmaður á Ellíðaey VE og Katrínu VE. Þetta er skemmtileg mynd af Gísla frænda mínum og fóstra, ekki er ég viss um aldur hans á þessaum myndum en svipurinn leynir sér ekki og hann er flott klæddur, mig minnir að þessar húfur hafi verið kallaðar flugmannshúfur.
Kær páskakveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2010 | 23:43
Á síldveiðum í þá gömlu góðu daga
Bloggar | Breytt 8.4.2010 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2010 | 13:56
Úr Þjóðhátíðarblaði Þórs 1962
Í Þjóðhátíðarblaði Þórs 1962 skrifar Árni Árnason frá Grund grein er hann nefnir Hugleiðingar um Þjóðhátíð. Þar segir meðal annars:
Allt löggæsluvald er óþarft í Herjólfsdal á Þjóðhátíðinni þótt allir íbúar Eyjanna séu þar samankomnir í 3 daga, auk aðkomugesta í jafnvel þúsundatali. Þessir bræðralags eiginleikar Eyjamanna vekja furðu gestkomandi hér og fólks úti á landsbyggðinni, þar eð venjulega um líkt leyti , berast fregnir um slys og róstur af margskonar héraðsmótum víðsvegar frá landinu. Þar þarf jafnvel lögreglumenn í tugatali til að halda uppi reglu og friði á mikið mannfærri útiskemmtunum og héraðsmótum. Hér vill enginn verða til þess að rjúfa friðhelgi Þjóðhátíðarinnar, það finnst hverjum heimamanni hin mesta og ófyrirgefanleg hneisa. Enþá höfum við verið svo heppinn, að þessi hugsunarháttur og friðhelgi hrífur svo hugi aðkomugesta, að þeir hegða sér nákvæmlega eins þ.e. sem sannir þjóðhátíðargestir, sjálfum sér til gleði og öðrum til fyrirmyndar. Slíkt aðkomufólk er Eyjabúum aufúsugestir. Um þetta mætti segja:
Heilir komið hingað þér
Herjólfs inn í dalinn,
allir jafnir, enginn hér
öðrum fremur talinn.-
Látum sjást, að sundrung ber
sætið yzt til hliðar.
Gleðjumst því unz gengin er
gullin sól til viðar.
Árni Árnason frá Grund
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2010 | 11:49
Fiskiðjan full út úr dyrum
Ætli við getum ekki bara skírt þessa mynd : "Einu sinni var".
Ég er hræddur um að þessi vinnubrögð væru ekki leyfð í dag.
Myndin er tekin í apríl 1959 í Vestmannaeyjum nánar tiltekið norðan við Fiskiðjuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2010 | 13:17
Rúnar Júlíusson tónlistamaður m.m.
Myndirnar tók ég í september 2006 í skemmtiferð með starfsfólki Siglingastofnunar.
Einn liður í þessari ferð var að koma við hjá Rúnari Júlíussyni og hlusta á hann spila og syngja nokkur lög ásamt því að hlusta á skemmtilegar sögur sem hann sagði okkur. Hann kynnti líka fyrir okkur Popp safnið sem ég man því miður ekki hvað heitir.
Rúnar var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og drengur góður.
Guðmundur Rúnar Júlíusson eins og hann hét fullu nafni fæddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guðrúnar Stefánsdóttur Bergmann. Rúnar varð kunnur knattspyrnumaður á unglingsárum sínum og lék með Keflavíkurliðinu þar til hann sneri sér að tónlist. Rúnar lést í desember 2008.
Á tveimur síðustu myndunum er hópurinn frá Siglingastofnun að fylgjast með Rúnari og áhuginn leynir sér ekki hjá fólkinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)