31.3.2016 | 23:04
Reykjavíkurhöfn, alltaf eithvað nýtt að sjá :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2016 | 13:10
Kveðja flutt í kveðjusamsæti
Kveðja flutt í kveðjusamsæti er haldið var fulltrúm á iðnþingi í Vestmannaeyjum 1947.
Reisum hallir, byggjum báta,
brúum fljót og ár,
smíðum stóla, borð og bekki,
benzlum segl við rár.
Eldum stálið, úr því mótum
allt, sem nota þarf,
látum standa föstum fótum
faglegt tæknistarf.
-
Úr ritinu Gamalt og nýtt sem Einar Sigurðsson gaf út 1949.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2016 | 13:27
Heimaklettur eftir Sigurbjörn Á Benónýsson
Heimaklettur
Heimaklettur hátt þú rís
hrauns með gretta dranga.
Högg þér réttir hrannadís,
hörð og þétt á vanga.
Þú mátt brjóta stormastál
straumum móti gnafinn,
spyrna fótum Atlants-ál,
ölduróti kafinn.
Margra alda rún við rún
ristur gjaldameginn.
Upp í kaldann beitir brún,
bárufaldi þveginn.
Þegar hríma hret á kinn,
hreggið hvín á skalla.
Norðri krýnir konunginn
köldu líni mjalla.
Þú ert bundinn ár og öld
út hjá sundi og vogum.
Mörg er stundin krapaköld
kólgu undir sogum.
Þó að megin Ránar rót
rjúki um vegu alla,
ei þú sveigir undan hót
eða hneigir skalla.
Oft þó mæti gaman grátt,
gleði bætur lánar,
að um fætur þína þrátt
þreifa dætur Ránar.
Enn þú býður birginn einn
brögðum Víðisfalla,
sterkur, fríður, hár og hreinn,
höfuðprýði fjalla.
Til þín varma vorið nær,
vetrar armlög dvína,
sólarbjarma bylgjum þvær
brjóst og hvarma þína.
Hafs að veldi hnígur sól,
hún þér geldur bætur,
dags að kveldi býr þitt ból
breiðum feldi nætur.
Ei er boðin hvíla köld,
klettagoða hlýnar,
aftanroði og árdags tjöld
eru voðir þínar.
Drauma vær er vaggan hlý,
vekur blær ei sæinn,
líf þó fæðist æðar í
undir skæran daginn.
Skugga- armur færist fjær.
Frjóvs með varma sínum
morgunbjarma blærinn þvær
blund af hvarmi þínum.
Nóttin greiðir göngu frá,
gefinn eyðist frestur.
Röðull heiðum himni á
hraðar skeiði vestur.
Þó að landinn leggist nár
lífs á strandi grafinn,
þú munt standa eilíf ár
Ægisbandi vafinn.
Heimaklettur er eftir Sveinbjörn Á. Benónýsson en hann hefur gert mörg falleg ljóð og vísur um Eyjarnar og um fólkið sem þar hefur búið. Ég skrifaði þetta upp úr mánaðarritinu Gamalt og nýtt frá nóvember 1949.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2016 | 22:38
Varðskipið Óðinn Í Eyjum
Bloggar | Breytt 14.3.2016 kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2016 | 16:21
Vinnugleði vísa eftir Brynjólf Einarsson
Vinnugleði.
Þó menn striti þétt og jafnt,
þurrki út dags og næturskil,
verður alltaf eitthvað samt
ógert sem mann langar til.
Brynjólfur Einarsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2016 | 19:26
Þórunn Sveinsdóttir VE ísuð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)