25.11.2015 | 16:42
Gott að ekki varð slys á mönnum
Frétt af mbl.is
„Báturinn hreinlega skíðlogaði“
Innlent | mbl.is | 25.11.2015 | 16:26
Brandur VE í ljósum logum. Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í smábátnum Brandi VE sem þá var staddur rétt austan við Vestmannaeyjar. Einn var um borð og komst hann að sjálfsdáðum í björgunarbát. Búið er að draga bátinn til hafnar en hann er mikið skemmdur eftir eldinn.
Lesa meira.
Það er alltaf slæmt þegar eldur kemur upp í skipum út á rúmsjó,og oft erfitt að eiga við elda í skipum. En þarna varð ekki slys á mönnum og það er þakkarvert.
![]() |
Báturinn hreinlega skíðlogaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2015 | 13:15
Þorleifsstaðir
Þorleifsstaðir.
Inni í dalnum eyði bær
æskusporin mín varpinn geymir.
Æskuminning öldnum kær,
á æskustöðvar hugan teymir.
Heiðin nærri fjallið fjær
fossabrekkur minnið geymir.
Og í gili áin tær
eftir grýttum farveg streymir.
Í árhvamminum yndisreit
ungur lék ég marga daga.
Þar ég hafði heila sveit,
hús og bændur fé í haga.
Búaliðið tálgað tré
úr torfi og grjóti bærinn hlaðinn.
Þetta enn í anda sé
og mér þikir vænt um staðinn.
Hér var áður ágætt bú,
þar áttu mamma og pabbi heima.
Það er önnur ásýnd nú
auðar tóftir sögu geyma.
--------------------------------
Ljóðið um æskustöðvar sínar gerði
Ágúst Sæmundsson sem bjó á Hellu
F 19. september 1923 D. 19. maí 2013
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2015 | 10:44
Skemmtileg frétt um fiskinn Kjána
Alltaf gaman að fá svona fréttir af furðufiskum,en það er ýmislegt sem kemur upp í trolli sem er dregið upp af miklu dýpi. Það er merkilegt hvað þessir djúpsjávarfiskar geta lifað á miklu dýpi.
![]() |
Kjáni til Eyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2015 | 13:13
Að huga ekki að náungans högum.
Að huga ekki að náungans högum
né hlusta eftir illgjörnum sögum
lýsir áhugaskorti
á íslensu sporti
og ætti að bannast með lögum.
Það er barnafólk suður á Bökkum
uppi á Brekku er allt fullt af krökkum,
en niðri á Eyri
er auðlegðin meiri
og ófrjóvgi tekið með þökkum.
Veistu af hverju ég er svona sprækur
og andi minn tær eins og lækur
og hugsunin klár
eftir öll þessi ár?
Það er af því ég les ekki bækur
þessar limrur eru eftir jóhann S. Hannesson og eru úr hverinu HLYMREK Á SEXTUGU
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2015 | 22:27
Perla komin úr kafi
Bryggjurúntur í dag.
Gleðitíðindi að nú skuli vera búið að ná Perlu upp á yfirborð sjávar og hægt að rannsaka orsakir þess að skipið sökk svo snögglega.þá verður eflaust farið yfir björgunarbúnaðinn.
Myndirnar eru frá ýmsu sjónarhorni, þessi er tekin frá Granda húsunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2015 | 18:10
Þetta eru góðar fréttir
Nú hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa komist að þeirri niðurstöðu sem þeir vissu reyndar fyrir að það sé nauðsynlegt að reyna að ná Jóni Hákoni BA 60 upp af hafsbotni. Þetta er nauðsynlegt til að geta rannsakað bæði skipið og búnað þess og fengið úr því skorið hvað hafi valdið slysinu og hvers vegna losunar- og sjósetningarbúnaður gúmmíbjörgunarbátsins virkaði ekki. Vonandi gengur vel að ná skipinu upp á yfirborð sjávar.
![]() |
Reyna að ná Jóni af hafsbotni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2015 | 22:40
Vonandi tekst þetta í þetta skipti
Það væri óskandi að þetta gangi hjá þeim í þetta skipti.
![]() |
Dæling úr Perlu undirbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2015 | 22:31
Góð grein um öryggismál í Bæjarins besta
Öryggismál sjómanna í forgang!
Öryggismál sjómanna hafa mikið verið í umræðunni undanfarið í ljósi hörmulegs sjóslyss sem varð í sumar þegar Jón Hákon BA–60 sökk út af Aðalvík og einn maður fórst en þrír komust lífs af þegar nálægur bátur kom þeim til bjargar á ögurstundu.
Myndir úr neðansjávarmyndavél sýna að sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði ekki og björgunarbátar opnuðust ekki þegar á reyndi.
Það vakti einnig athygli nú á dögunum, þegar sanddæluskipið Perlan sökk í Reykjavíkurhöfn, að sleppigálgi virkaði ekki sem skyldi. Björgunarbátar skipsins, sem eru einn mikilvægasti öryggisþátturinn sem sjómenn reiða sig á, opnuðust ekki.
Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir af þessu tilefni að það komi til greina að endurskoða verklags- og öryggisreglur. Já, þótt fyrr hefði verið!
Allt frá því að Jón Hákon BA–60 sökk sl. sumar hafa komið fram fjölmargar áskoranir frá sjómannasamtökum, félagasamtökum, sveitarfél ögum og almenningi í landinu um að skipsflakið verði sótt á hafsbotn svo rannsaka megi til fullnustu orsakir þess að hinn mikilvægi öryggisbúnaður virkaði ekki þegar slysið varð. Allt verður að gera til þess að rannsaka hvað veldur því að sjálfvirkur öryggisbúnaður bregst þegar á reynir.
Ég hef tekið þessi mál upp í þinginu ítrekað og reynt að hreyfa við rannsókn málsins eins og mögulegt er. Enda þótt vísað hafi verið til þess að rannsóknanefnd samgönguslysa sé sjálfstæð í störfum sínum þá tel ég það vera skyldu okkar þingmanna að sinna eftirlitshlutverki bæði hvað varðar það að tryggja að eftirlit með öryggisbúnaði sé tryggt og að nægar fjárveitingar séu til rannsókna sjóslysa enda þótt verkefni á þeim vettvangi geti reynst umfangsmikil eins og það að ná skipsflakinu af Jóni Hákoni BA–60 upp af hafsbotni í þágu rannsóknarinnar á slysinu.
Til þess að fara yfir þessi mál hef ég fengið til fundar við atvinnuveganefnd á tveim fundum í liðnum októbe r mánuði fjölda gesta sem málið varðar, s.s. rannsóknarnefnd samgönguslysa, fulltrúa sjómannasamtaka, SFS, LS, eftirlitsaðila, fulltrúa framleiðenda öryggisbúnaðar um borð í bátum og skipum, fulltrúa úr innanríkisráðuneytinu og forstjóra Samgöngustofu.
Þessir fundir hafa verið mjög upplýsandi og til góðs þar sem þessir aðilar hafa farið yfir verkferla, skýrt hvar ábyrgð hvers og eins liggur og fjallað um mikilvægi þess að með ítarlegri rannsókn sjóslysa sé mögulega hægt að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og draga megi þar með úr líkum á dauðsföllum og slysum til sjós í framtíðinni.
Það fer ekki á milli mála að við Íslendingar höfum verið mjög framarlega hvað varðar öryggi sjófarenda. Tilkoma Slysavarnarskóla sjómanna hefur skipt sköpum í þeim efnum ásamt því að hér á landi hefur verið þróaður ýmis björgunarbúnaður sem hefur bjargað fjölda mannslífa bæði á bátum og skipum.
Því vekur það mikinn óhug að ekki sé hægt að leggja fullt tr aust á þann sjálfvirka öryggisbúnað sem um ræðir og á meðan svo er upplifa sjómenn að þeir búi við falskt öryggi og aðstandendur þeirra eru áhyggjufullir.
Það er því brýnt að allir þeir sem koma að öryggismálum og slysavörnum sjómanna taki höndum saman um að komast til botns í því hversvegna sjálfvirkur björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA–60 virkaði ekki.
Það hvílir einnig mikil ábyrgð á höndum Samgöngustofu, rannsóknarnefndar samgönguslysa og þeirra einkaaðila sem sjá um efirlit með öryggisbúnaði. Rannsóknin á ekki að ganga sérstaklega út á leit að sökudólgi heldur þarf fyrst og fremst að leiða í ljós hvað fór úrskeiðis og hvernig má koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig.
Rannsóknir á sjóslysum við Ísland eiga að vera í fremstu röð og unnar faglega og þar mega fjármunir ekki verða nein fyrirstaða því mannslíf eru þar í húfi.
Ég lýk þessari grein minni með því að taka enn og aftur undir kröfur sjómanna og anna ra þeirra sem láta sig öryggismál sjómanna varða um að tryggja verður öryggi sjófarenda og hraða rannsókn sjóslyssins á Jóni Hákoni BA–60 eins og kostur er á. Til þess að unnt verði að treysta niðurstöðum rannsóknarinnar til fulls verður að ná flakinu upp af hafsbotni eins fljótt og unnt er svo kanna megi björgunarbúnað bátsins.
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Vinstri grænna og varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2015 | 11:29
Gott boð og jákvætt
Vonandi verður þetta boð Björgunarbátasjóðs Vestfjarða til þess að Jón Hákon verði náð upp af hafsbotni, þannig að alvöru rannsókn geti farið fram á slysinu. Rannsókn á skipinu sjálfu og búnaði þess.
Það er ótrúlet að ekki skuli vera þegar búið að ná skipinu upp, þar sem menn sem vel til þekkja telja það vel hægt.
![]() |
Bjóða aðstoð við að ná Jóni Hákoni upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2015 | 13:03
Plasthús í Fljótshlíð byggt 1994
Svona til að halda því til haga, þá upplýsist það hér með að þetta plasthús sem Sigurður Óskarson húsa og bátasmiður smíðaði 1994 hefur verið til í Fljótshlíðinni í yfir 20 ár. Húsið sem er sumarbústaður er byggt úr trefjaplasti, það eru veggir, þak og gluggar allt úr plasti. Húsið hefur staðist öll veður og reynst vel í alla staði.
Sigurður Óskarson frá Hvassafelli í Vestmannaeyjum hefur oft verið svolítið á undan sinni samtíð, hann átti t.d. fyrstu hugmyndinna af skotgálga fyrir gúmmíbjörgunarbáta svo eithvað sé nefnt.
![]() |
Hús framtíðarinnar úr plasti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)