Þyrla Landhelgisgæslunar TF- SÝN

þyrla við Staðarskála 003þyrla við Staðarskála 006

 

 

 TF-SÝN Þyrla Landhelgisgæslunar var í dag við Staðarskála, þar náði ég þessum myndum af henni í flugtaki. Ekki veit ég ástæðu þess að hún lenti þarna, en kannski var áhöfnin bara að fá sér kaffi eins og svo margir sem þarna stoppa á þjóðvegi nr.1.

Gaman að geta náð myndum af þessu frábæra björgunartæki Landhelgisgæslunar.

 

þyrla við Staðarskála 007þyrla við Staðarskála 008

 

  

 

 

 

 

þyrla við Staðarskála 002


Staðsetning skiptir máli

 

 

Staðsetning og frágangur á gúmmíbjörgunarbátum skiptir máli. Sjómenn og áhugamenn um öryggismál sjómanna þurfa að hafa tækifæri til þess að ræða þau sjóslys sem verða og um þann öryggisbúnað sem þeir þurfa kannski að nota og hefur verið til umræðu í fjölmiðlum síðustu daga. Frágangur og staðsetning gúmmíbjörgunarbáta er eitt af mikilvægustu verkefnum sem skipaskoðunarmenn og Samgöngustofa eiga að sinna, því miður ættu gúmmíbjörgunarbátar í mörgum tilfellum að vera miklu betur staðsettir miðað við mögulegt notagildi þeirra, þó þeir uppfylli núverandi reglugerð. Sáralítil umræða hefur verið um öryggismál sjómanna síðustu árin með fáum undantekningum. Mikil umræða var í öllum fjölmiðlum um öryggismál sjómanna, eftir að togarinn Hallgrímur ÍS 077 fórst í aftakaveðri við Noreg í janúar 2012 og með honum 3 menn. Þá hefur mikil almenn umræða verið um Jón Hákon BA slysið sem vonandi á eftir að verða til þess að skipið verði tekið upp og skoðað ásamt búnaði þess. Svona slys vekja oft upp sterka umræðu í öllu þjóðfélaginu, sérstaklega þegar ítarleg og upplýsandi viðtöl eru höfð við skipbrotsmenn, eins og viðtalið við Eirík sem einn komst lífs af er Hallgrímur fórst, og gott viðtal við Þröst Leó Gunnarsson sem var einn af skipverjum Jóns Hákon þegar hann fórst. Það verður að virkja áhuga almennings á öryggismálum sjómanna meðan málið er til umræðu, og kynna það sem hefur verið gert og hægt er að gera til að bæta öryggi sjómanna. Hér eru atriði sem skipta miklu máli þegar sjóslys verða, hvernig gúmmíbjörgunarbátar og búnaður þeirra er staðsettur:

eiginh128

eiginh132Víking 005

Myndirnar sýna hvernig Sigmud losunar og sjósetningar- búnaður er hugsaður og rétt staðsettur um borð í skipi. Sama útfærsla á Olsenbúnaði var einnig framleiddur og er í mörgum tilfellum eins staðsettur.

Böyles lögmálið IIIGlæra 20 Boyles lögmálið.

Á þessari mynd sést vel hve loft þjappast mikið saman miðað við dýpi. Þessi mynd skýrir vel hvers vegna það er svo mikilvægt að gúmmíbátur byrji strax að blásast upp við sjósetningu ( sé gálgatengdur). Ef hann nær að sökkva með skipinu niður á vist dýpi þá nær hann ekki að slíta sig lausan, nema hann sé með veikan hlekk. Og ef hann er með veikan hlekk þá slitnar gúmmíbáturinn strax frá og fýkur út í veður og vind engum til gagns. Þetta hefur marg oft gerst þegar fragtskip eru að farast. Þess vegna má aldrei vera veikur hlekkur á fangalínu Gúmmíbjörgunarbáts sem er í losunar og sjósetningarbúnaði.

Hér fyrir neðan sést hvað loft minkar að ummáli þegar það kemur niður á mismunandi dýpi. Hugsum okkur að loftið sé í gúmmíbjörgunarbát.

Á yfirborði við 1 bar þrýsting er rúmmál loftsins 12 lítrar

Á 10 m dýpi við 2 bar þrýsting er rúmmál loftsins 6  -

Á 20 m dýpi við 3 bar þrýsting er rúmmál loftsins 4 -

Á 30 m dýpi við 4 bar þrýsting er rúmmál loftsins 3 -

Á 40 m dýpi við 5 bar þrýsting er rúmmál loftsins 2,4 -

Á 50 m dýpi við 6 bar þrýsting er rúmmál loftsins 2,0 -

Á þessu sést hvað gúmmíbjörgunarbátur hefur lítin séns að slitna frá skipinu ef hann nær að sökkva með skipinu niður á mikið dýpi. Hann verður því að opnast sem næst á yfirborðinu eins og ætlast er til með gálgatengingunni.

Losunar- og sjósetningarbúnaðurinn Það var 24. febrúar 1981 sem fyrsti Sigmundsgálginn var settur í fiskiskip. Með losunar- og sjósetningarbúnaði Sigmunds varð mikil framför með því að geta skotið út gúmmíbjörgunarbát án þess að þurfa að klöngrast upp á stýrishús eða á aðra staði þar sem gúmmíbjörgunarbátar eru geymdir.

Fljótlega kom á markað Ólsen losunar- og sjósetningarbúnaður og nokkru síðar búnaður sem heitir Varðeldur en allir þrír eru viðurkenndir í dag. Losunar- og sjósetningarbúnað er skylt að hafa á öllum fiskiskipum yfir 15 metra. Hann sjósetur gúmmíbátinn og blæs hann upp um leið. Þetta gerist annað hvort sjálfvirkt á vissu dýpi, ef sjómenn hafa ekki haft tíma til að sjósetja gúmmíbjörgunarbátinn. Eða honum er skotið handvirkt út. Handföng geta bæði verið inni í stýrishúsi, úti á dekki og við sjósetningarbúnaðinn sjálfan. Vitað er að sjósetningar- og losunarbúnaðurinn hefur bjargað mörgum tugum manna sem lent hafa í sjóslysum. Þetta er byggt á blaðagreinum, sjóprófum og viðtölum við sjómenn sem lent hafa í sjávarháska en þar hafa sjómenn sagt að ef umræddur búnaður hefði ekki verið um borð þá hefðu þeir ekki bjargast eða verið til frásagnar. Og hér nokkur dæmium fyrstu bjarganir:

Í janúar 1988 fórst vélbáturinn Bergþór KE, þrír menn björguðust en tveir fórust. Eftir slysið lýsir stýrimaðurinn í blaðagrein í Morgunblaðinu frá því þegar hann og skipstjórinn taka í handfangið og skjóta gúmmíbátnum út með gálganum. Einnig segir hann að það hafi ráðið úrslitum fyrir þá sem björguðust að þeir hafi náð að skjóta bátnum út.

24. mars 1992 fórst vélbáturinn Ársæll Sigurðsson HF í innsiglingunni til Grindavíkur. Í blaðagrein í Morgunblaðinu þar sem talað er við Viðar Sæmundsson skipstjóra segir Viðar að óhappið hafi gerst svo hratt og óvænt að engin tími hafi gefist til að koma gúmmíbátnum á flot. Er Ársæll sökk opnaðist björgunarbáturinn sjálfkrafa á tveggja metra dýpi og flaut upp. Engum tókst að komast um borð í björgunarbátinn en þeim tókst að hanga utan í honum þar til hjálpin barst. Öll áhöfnin fimm menn björguðust í þessu slysi. Þarna virkaði sjálfvirki hluti búnaðarins og bjargaði mönnunum, myndband er til af slysinu.

Í desember 2001 fórst vélskipið Ófeigur VE. Í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa segir að 8 skipverjar af 9 hafi bjargast í tvo gúmmíbjörgunarbáta sem losnuðu sjálfkrafa frá skipinu. Skipverjar höfðu ekki tíma til að sjósetja gúmmíbjörgunarbátana því svo snögglega fórst skipið sem var nýlegt.

Það er engin vafi á því að losunar og sjósetningarbúnaðurinn var og er bylting í öryggismálum sjómanna og má líkja þessum búnaði við það þegar gúmmíbátarnir komu í skipin. Sigmar Þór Sveinbjörnsson.


Slæm frétt í Mogganum í gær

Frekari frestur til skoðunar
Þrýstingsmembrur í nánari athugun
Samgöngustofa hefur tilkynnt skoðunarstofum um frekari frest til að ljúka skoðun og prófunum á búnaði til sjósetningar björgunarbúnaðar. Prófanir á þr...

Björgunarbátur Þrýstingsmembrur eru hluti af losunarbúnaðinum.
Samgöngustofa hefur tilkynnt skoðunarstofum um frekari frest til að ljúka skoðun og prófunum á búnaði til sjósetningar björgunarbúnaðar.
Prófanir á þrýstingsmembrum sem eru hluti af losunarbúnaði björgunarbáta um borð í skipum bentu til að þær virkuðu ekki rétt. Unnið hefur verið að frekari prófunum í samvinnu við framleiðanda búnaðarins.
Þegar málið kom upp bannaði Samgöngustofa að þessar membrur yrðu endurnýjaðar í eldri búnaði, þótt búnaðurinn væri kominn á tíma. Sá frestur er runninn út og nú hefur verið gefinn nýr frestur til 22. nóvember. Beðið er skriflegrar prófunarskýrslu frá Nýsköpunarmiðstöð. helgi@mbl.is


Arnþór EA sekkur. Úrklippa úr Mogganum.

eiginh143


Einu sinni voru netakúlur og netasteinar

Veiðarfærageðin Kúlur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elstu menn muna eftir þessum vinnubrögðum, glerkúlur og steyptir steinar með gati voru notaðir á netum í þá gömlu góðu daga áður en blýjateinar og flotteinar komu til sögunar. Þarna er menn og konur frá Veiðfæragerð Vestmannaeyja að störfum.

Veiðarfæragrðar VM

 


Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala

Það er ótrúlegt jafnaðargeð sem þessi maður Páll Mattíasson hefur í starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Það eru engin smávandamál sem spítalinn og starfsfólk hans hefur þurft að ganga gegnum á síðustu mánuðum og ári. Allaf virðist hann halda sönsum og geta með einhverjum ráðum gert gott úr þeim möguleikum sem hann hefur, auðvitað með hjálp þess frábæra starfsfólk sem hann hefir á að skipa á spítalanum í það og það skiptið. Hann á hrós, og rós skilið í hnappagatið.


mbl.is Þjóðin upplifi þetta ekki aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum.

Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum. Margt er líkt með Mýrarfells slysinu og er Jón Hákon fórst. Lærðum við eitthvað af því að taka Mýrarfellið upp til rannsóknar ? Svarið er hiklaust já það var ótalmargt sem kom út úr þeirri rannsókn sem gott og nauðsynlegt var að fá svör við eins og nú er beðið eftir með Jón Hákon.

Eftirfarandi er orðrétt úr skýrslu Rannsóknarnefnd Sjóslysa fyrir árið 1996.

a01ee00d-bab6-47ca-89b3-727fe030d4e7_MS[1]Hinn 26 júní 1996 rétt um miðnættið var m.b. Mýrarfell ÍS 123 að veiðum með dragnót í mynni Arnarfjarðar. Veður suðaustan golukaldi, þungur sjór. Skipverjar voru að hífa inn veiðarfæri og hafði afli verið sæmilegur eða um tvö tonn. Var búið að hífa pokann inn þrisvar sinnum og verið að hífa hann inn í fjórða skipti. Þegar pokinn var kominn upp fyrir lunningu tók skipið að halla til stjórnborða. Skipstjóri sem stjórnaði hífingu hugðist slaka pokanum niður aftur en þá sló bómunni út til stjórnborða en pokinn slakaðist ekki niður. Skipið hélt áfram að hallast og fór skipstjóri inn í stýrishús og hugðist kalla eftir aðstoð skips er hann vissi að var að veiðum skammt undan. Var skipstjóri rétt kominn inn í stýrishús er skipið lagðist á hliðina og hvolfdi. Komst skipstjórinn út úr stýrishúsi og upp á yfirborð eftir talsverða erfiðleika. Aðrið skipverjar höfðu þá komist á kjöl eftir að hafa lent í sjónum og þurft að bíða eftir að skrúfa skipsins stöðvaðist, en hún snérist um tíma eftir að skipinu hvolfdi.

Skömmu eftir að skipverjar voru komnir á kjöl flaut upp gúmmíbjörgunarbátur sem verið hafði í sjálfvirkum sleppibúnaði ( Olsenbúnaði). skipverjar náðu að blása bátinn út og komast í hann. Settu þeir í gang neyðarsendi og skutu upp fallhlífarflugeldi. Var þeim bjargað skömmu síðar um borð í bþb. Guðnýju ÍS -266.

Skipinu var náð af hafsbotni skömmu eftir að það sökk og var tekið til ítarlegrar rannsóknar. Var skipið hallaprófað að nýju og allur laus búnaður tekin í land og vigtaður, s.s. veiðarfæri , laus kjölfesta sem enn var um borð o.fl. Fróðlegt er að lesa kaflana: Við rannsókn komfram ; nefndarálitið og tillögur í öryggisátt. En of langt mál er að birta það hér. Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum.


Vonandi í lagi með bátinn

Alltaf gott þegar ekki verða slys á mönnum við svona óhapp.

Vonandi verða ekki miklar skemmdir á bátnum þar sem hann virðist hafa starndað á góðum stað og veður er gott. Það ætti að vera auðvelt að ná honum út við þessar aðstæður.

 


mbl.is Skipverjarnir komnir á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í lúkarnum á Frá VE

Í lúkarnum á Frá Í lúkarnum á Frá VE t.f.v: Halldór , Ingvi Geir, Villum, Óskar skipstjóri á  Frá Ve og Pétur.

Þarna er örugglega skemmtilegt spjáll ef marka má hvað þeir eru brosmildir .

Skemmtileg mynd sem er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja og liklega tekin af Sigurgeir Jónassyni ljósmyndara m.m.


Lífsreglur

Ljóðið LÍFSREGLUR eru úr ljóðabókinni Erla HÉLUBLÓM sem gefin var úr í Reykjavík 1937 og er eftir Guðfinnu Þorssteinsdóttir.
Alla vega er mynd af henni á fyrstu síðu ljóðabókarinnar en skýrt kemur fram á fremstu síðu hver er kostnaðarmaður bókarinnar.
Ég hef skrifað ljóðið orðrétt upp úr ljóðabókinni.

Lífsreglur.

Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því að þér á herðar,
þyngri byrði´ ei varpað er
en þú hefur afl að bera.
Orka blundar næg í þér.

Grafðu jafnan sárar sorgir
sálar þinnar djúpi í.
Þótt þér bregðist besta voni,
brátt mun lifna önnur ný.
Reyndu svo að henni´ að hlynna,
hún þó svífi djarft og hátt.
Segðu aldrei: ,, Vonlaus vinna!“
Von um sigur ljær þér mátt.

Dæmdu vægt, þótt veffarandi
villtur hlaupi gönguskeið.
Réttu hönd sem hollur vinur,
honum beindu‘ á rétta leið.
Seinna, þegar þér við fætur
Þéttast mótgangs-élið fer,
mænir þú til leiðarljóssins,
ljóss, sem einhver réttir þér.

Dæmdu vægt um veikan bróðir
veraldar í ölduglaum‘,
þótt hans viljaþrek sé lamað,
þótt hann hrekist fyrir straum´,
Sálarstríð hans þú ei þekkir,
þér ei veizt hvað mæta kann,
þótt þú fastar þykist standa;
þú er veikur eins og hann.

Fyrr en harða fellir dóma,
fara skaltu´ í sjálfs þín barm.
Margur dregst með djúpar undir;
dylur margur sáran harm.
Dæmdu vægt þíns bróðir bresti;
breyzkum verður sitthvað á.
Mannúðlega´ og milda dóma
muntu sjálfur að kjósa´ að fá.

Þerraðu kinnar þess er grætur.
Þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjarn. Vertu mildur.
Vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband