21.10.2009 | 21:25
Tvær fallegar Eyjamyndir frá Heiðari Egils
Bloggar | Breytt 25.10.2009 kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2009 | 23:22
Nýjar myndir frá Bakkafjöruhöfn
Vinur minn Arnór Páll Valdimarsson sendi mér þessar nýju myndir frá Bakkafjöruhöfn, og þakka ég honum kærlega fyrir. Á fyrstu myndunum sést til Eyja frá nýja hafnargarðinum í Bakkafjöru og vegurinn út á garðinn
Á næstu tveimur myndunum sjást brimvarnargarðarnir, ég er ekki viss um að fólk alment geri sér grein fyrir hversu mikil mannvirki þetta eru, og þó þeir séu ekki fullkláraðir hafa þeir þegar fengið á sig töluvert veður og staðist það eins og ráð var fyrir gert.
Á þessum myndum sést nokkuð vel hversu mikið mannvirki þetta er ef við miðum við bílinn og manninn á mynndinni. Síðan er seinni myndin tekin utan við garðin og smá sjógangur er við garðinn en það á örugglega eftir að mæða mikið á þessu gríðarlega mannvirki sem örugglega á eftir að standast ágang sjávar í framtíðinni.
Á myndunum hér fyrir neðan er maður sem heitir Sigmar Jónsson frá bænum Bakka hann vinnur við Bakkaflugvöllinn, hann er hér í steinatöng sem er örugglega notuð til að raða grjóti í brimvarnargarðana, töngin er engin smásmíði enda stæðstu steinarnir eru yfir 20 tonn að þyngd.
Og að lokum loftmynd af Bakkajöruhöfn. Það er gaman að fá að fylgjast með þessari framkvæmd í myndum, þökk sé Adda Palla fyrir myndirnar sem hann hefur sent mér af þessum framkvæmdum. Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 21.10.2009 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2009 | 22:31
Kvöldmyndir frá Eyjum
Hér er kvöldmynd af Vestmannaeyjabæ sem við getum kallað Ljósin í Bænum.
Ég vil taka það fram að allar þessar fallegu myndir frá Vestmannaeyjum hefur Vestmannaeyingurinn Heiðar Egilsson tekið og leyft mér að setja hér á bloggið mitt. Það hafa margir haft samband við mig og dáðst af þessum myndum.
Ég vil hér með þakka Heiðari Egilssyni kælega fyrir að fá að nota þessar myndir hans og þar með leyfa mörgum að njóta þeirra.
Kvöldmynd af Smáeyjum, Hamrinum vestast á Heimaey heitir Ofanleitishamar og fjallið lengst í burtu er Dalfjall eða Blátindur.
Til gamans má geta þess að við Smáeyjar er litill standur sem er nefndur Nafar og þar er komið nafnið á bloggið mitt sem ég nefni: Nafar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2009 | 23:16
Séð inn í Eiðið. Mynd Heiðar Egilsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2009 | 16:10
Þjóðhátið Vestmannaeyja er gömul rótgróin hátíð
Hér eru tær myndir frá Þjóðhátíð Eyjamanna, önnur sýnu eldri eða frá byrjun 19. aldar.
Nú er nóg komið af eldgömlum myndum í bili að minsta kosti. Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2009 | 14:07
Ein eldgömul mynd
Myndin er frá Tryggva Sigurðsyni og segir hann mér að þarna sé Jóna í Sjónarhól og Maggi krumm á spjalli við Edinborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 17:38
Góður hagyrðingur Guðni G. Gunason
Einn af mörgum góðum hagyrðingum sem búið hafa í Eyjum er Guðni B. Guðnason fyrverandi Kaupfélagstjóri. Hann sendi Hafsteini Stefánssyni sem er hagyrðingur góður, þá skipaeftirlitsmanni í Vestmannaeyjum þessa vísu á 50 ára afmæli hans:
Til þín vinur, óskin er
í aðeins tveimur línum:
Ljóðadísin leiki sér
létt á vörum þínum.
Guðni gerði einnig þessa vísu til Guðmundar Ingvasonar verslunarmanns Kaupfélagsins:
Guð mun alltaf gæfu strá
á góðra manna vegi.
Óskir bestar okkur frá
áttu á þessum degi.
G.B.G.
Þetta er tekið úr Blik 1972
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 12:14
Knattspyrnufélag Vestmannaeyja og Týrarar
Í ritinu Blik frá árinu 1963 er að finna eftirfarandi:
Knattspyrnufélag Vestmannaeyja.
Árið 1935 stofnuðu nokkrir íþróttamenn í Eyjum félag með sér til að ,,efla íþróttir og samvinnu meðal íþróttamanna í Eyjum". Félag þetta köllluðu þeir Knattspyrnufélag Vestmannaeyja. Samkvæmt lögum félagsins , en nafn þess var skammstafað K.V., gátu verið í því félög eða félagaheildir sem einstaklingar.
Hér er gömul mynd af fótboltamönnum úr Knattpyrnufélaginu Týr. Því miður þekki ég ekki þessa menn enda myndin mjög gömul, líklega tekin á Hásteinsvelli .
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 17.10.2009 kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2009 | 23:23
Eldfell, Helgafell og bærinn. Mynd Heiðar Egilsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 12:30
Gamlar myndir af bátum
Kannski er ég farinn að vera með of gamlar myndir hér á síðunni minni, en þær eru margar úr gömlu albúmi sem mér var gefið fyri 12 árum. Þar sem ég veit að fleirum en mér finnst gaman að skoða þessar myndir, þá ætla ég að halda eitthvað áfram við að setja þær hér inn á bloggið mitt.
Á fyrstu myndinni eru bátar inni í Botni, sennilega verið að láta fjara undan þeim til að hreinsa á þeim botninn.
Hinar tvær myndirnar eru af Þorgeiri Goða VE264
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)