Björgvinsbeltið heitir ekki björgunarlykkja

Björgvin Tveir í beltinuMig langar að gera hér athugasemd við fréttatilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, þar sem verið er að kynna átak í að koma fyrir Björgvinsbelti á 100 stöðum víðsvegar um landið í sumar.

Þarna er stefnt að því að auka öryggi ferðamanna við sjó, vötn og ár. Þetta er hið besta mál og Björgvinsbeltið á örugglega eftir að halda áfram að bjarga fólki eins og það hefur gert síðan það koma á markað 1989.

Björgvinsbeltið er eitt af því besta sem komið hefur fram í öryggisbúnaði til að ná mönnum úr sjó það hefur margsannað gildi sitt og bjargað mörgum mannslífum við erfiðar aðstæður.

Það sem mig langar að gera athugasemd við er að í fréttatilkynningu frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg er Björgvinsbeltið kynnt sem björgunarlykkja, þó komið hafi fram að þetta sé Björgvinsbelti. Bæði í útvarpi og blöðum hefur svo verið haldið áfram að nefna þennan björgunarbúnað björgunarlykkju og í kynningu á einum þætti í útvarpinu var talað um Landsbjargarlykkju.

Merkilegt að menn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg skuli ekki vera með rétt nafn á þessum frábæra björgunarbúnaði. Ég veit að Björgvin er mjög ósáttur við að það sé verið að breyta nafninu á Björgvinsbeltinu, hann á það heldur ekki skilið að verið sé að breyta nafninu.

Það heitir Björgvinsbelti og Björgvinsbeltið skal það alltaf kallað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband