Frábært Kastljósið í kvöld

Það var frábært Kastljósið í kvöld þar sem rætt var um slysið á Jóni Hákoni. Helgi Seljan á heiður skilið að vekja máls á hvernig staðið er að "ránnsókn" á slysinu , sem er í raun engin rannsókn. Meira að sega Jón Arilíus hjá Rannsóknarnefd sjóslysa viðurkendi að það kæmi lítið út úr þessum rannsóknum nema skipið væri tekip upp af hafsbotni. Það sem kom mér virkilega mikið á óvart er að menn frá Samgöngustofu vildu ekki koma í viðtal og ræða hvað þeir væru að gera í þessu máli. Það er kannski lítið verið að gera þar, bara bíða eftir Rannsókarnefnd sjóslysa  sem skilar kannski skýrslu eftir nokkra mánuðu eða ár.

Vonandi verður áframhald á þessari umræðu um þetta slys og fleiri sem hafa verið þögguð niðri á síðustu árum. Enn og aftur Helgi Seljan TAKK FYRIR frábært kastljós

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það voru nokkrir hlutir í þessari umfjöllun sem "stungu" mig alveg sérstaklega.  Fyrir það fyrsta, var eins og þú minntist á í færslunni, að menn frá Samgöngustofu skyldu ekki tjá sig.  Svo er náttúrulega sá GÍFURLEGI munur á meðhöndlun á sjóslysi og flugslysi, er líf sjómanna minna virði en líf t.d flugmanna?  Ég þori nú ekki alveg að fara með það en það vafðist ekki fyrir mönnum að ná þyrlu GÆSLUNNAR, sem fórst í Jökulfjörðum hérna um árið og lá hún þó á svipuðu dýpi ef ekki meir8u en Jón Hákon, er á núna.  Síðan þyrlan fórst eru hátt í 30 ár og eitthvað hefur nú tækninni farið fram síðan þá.  Mér þykir mjög hæpið að bátnum hafi hvolft við það að sjór hafi komist í lestina, mun líklegra er að stöðugleika bátsins hafi verið ábótavant.  Samkvæmt umfjölluninni virðist ALLT hafa farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis, var ástæðan fyrir því eitthvað rannsökuð?  Það er alveg greinilegt að ekki var rétt gengið frá björgunarbátum, það kom ekkert fram um hvort nýleg skoðun hafði farið fram eins og lögbundið er og þá hvernig að þeirri skoðun var staðið.  Það var þarna viðtal við Hilma Snorrason, skólastjóra "Slysavarnaskóla sjómanna, hann sýndi hvernig björgunarbátarnir virkuðu og hvernig ætti að ganga frá þeim.

Jóhann Elíasson, 1.10.2015 kl. 08:53

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann og takk fyrir innlitið og athugased. Tek undir þessi sjónarmið þín að allt of margt fér þarna úrskeiðis. Við vitum ekki hvort rétt hafi verið gengið frá gúmmíbjörgunarbátunum í gálgana. En eftir hverja skoðun er gefið út vottorð þannig að það ætti ekki að vera erfitt að kanna það. Það eru vissar reglur sem settar hafa verið um hvernig á að skoða þessa búnaði, og þeir menn sem hafa leyfi til að skoða þessa gálga hafa farið á námskeið og lært að skóða búnaðina. Ég vil því ekki efast um að þeir hafi gert það með sinni bestu samvisku.

Ég held að þarna sé ekki nægur stöðugleiki á skipinu og til að komast að því hvernig hvort hann er í lagi eða ekki, þarf að ná upp skipinu.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.10.2015 kl. 22:00

3 identicon

Sæll Sigmar.Ég sá ekki þetta kastljós,en ég sammála ykkur það þíðir ekki að breiða yfir þetta slys það verður að ransaka þetta mun betur.Kanski er ætlunin að láta tíman líða svo að þetta gleymist,en það væri ekki gott mál hvorki fyrir samgöngustofu né sjómenn.Er ekki best að reyna leiða hið rétta fram í þessu máli.

Sveinbjörn Orri Jóhannssonmu (IP-tala skráð) 10.10.2015 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband