Hugsun mín

HUGSUN MÍN

 

Hugsun mín hún ferðast

um heima rúms og tíma,

vantar eigin vísdóm,

velur sjálf og hafnar.

 

Brýst í búmans raunum,

bágt á hún á stundum,

víkur burtu vanda,

veldur hver á heldur.

 

Vill allt vita og skilja,

vernda þekkja og kanna,

lýsa upp lífsins vilja,

leyndardóma sanna.

 

Rýnir í orð og eindir,

allt er máli skiptir

er hún söngtón sendir,

sanngirninni lyftir.

 

Gætir þess að gæfan

gefist eiað marki

sem vart til heilla hugsa

og helgast góðri breytni.

 

Bjarni Th. Rögnvaldsson

 

Öldublik

 

Ljóðið Hugsun mín, er úr ljóðabókinni Öldublik eftir Bjarna Th. Rögnvaldsson.

Í Öldublik eru mörg falleg ljóð sem gaman er að lesa.

Bjarni hefur einnig gefið út aðra ljóðabók se hann nefnir Árstíðirnar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband