Heimaey eftir Sveinbjörn Á. Benónýsson múrara og skáld.

Sveinbjörn Ágúst BenónýssonHeimaklettur og gata

  

 Kvæðið Heimaey er eftir Sveinbjörn Á. Benónýsson múrara og skáld, myndin hér að ofan er af honum.

EYJAR-25EYJAR-22 

Heimaey

Eyjan mín fagra í úthafi bláu

með algrænum túnum og fjöllunum háu,

eldsteyptum dröngum og blómskrýddum bölum

brekkum og lautum, hlíðum og dölum.

-

Þig munum vér ávalt og morgnana þína,

er móar og grundir í daggperlum skína

og gleymum þér aldrei í gullvefjartrafi,

þá glampandi röðullinn stigur úr hafi.

-

Vér dáum þig öll, sem að eigum hér heima.

Annað þó flyttum vér seint myndum gleyma

draumfegurð þinni í litbrigðaloga,

er lækkandi kvöldsólin stafaði voga.

-

Jafnt, þegar brimið á brjóstum þér svellur

og báran með hægð upp að ströndinni fellur,

Þú hrífur og eggjar hvern hálfvaxinn snáða

á hafið að sækja, til starfa og dáða.

-

 Hér hefur faðirinn hnigið í valinn.

Við hættur var sonur og dóttirin alin.

Harmþrungin móðir sem hetja að verki

hóf þá upp störfin og bónda síns merki.

-

Þú breiðir út faðm móti börnunum öllum,

hvort berast um sæ eða ganga í fjöllum,

og lykur þau armi og iðgrænum feldi

að afloknu verki á síðasta kveldi.

-

 Svo bið ég þú verðir um aldur og ævi,

Eyjan mín fagra í hrinjandi sævi,

veitul og gæði þeim börnum, sem búa

við barm þinn, á Guð sinn og landið sitt trúa.

-

Höfundur Sveinbjörn Ágúst Benónýsson



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Yndislega fallegur kveðskapur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2011 kl. 01:47

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrún María og takk fyrir innlitið, já Sveinbjörn hefur verið frábært skáld. Töluvert er til af kvæðum og vísum eftir hann viða í vestmannaeyjablöðum og bókum. Ekki veit ég til þess að hann hafi gefið út Ljóðabók. En það væri gaman að taka saman þessi ljóð hans og gefa út í bók.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.12.2011 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband