Gömul mynd frá Sjómannadegi 1963

Mynd frá Ómari Kr

 

Gömul mynd frá Sjómannadegi í Vestmannaeyjum 1963 tekin á kassamyndavél, myndasmiður vinur minn Ómar Kristmannsson.

Þarna eru tveir leikarar að skemmta á Stakkagerðistúninu, mér sýnist þetta vera Róbert Arnfinnsson með harmónikku, hinn þekki ég ekki.

Hverjir fleiri eru þarna á myndinni væri gaman að vita.

Ég er viss um að einhverjir sem lesa bloggið mitt geta hjálpað mér að texta þessa mynd með nöfnum þeirra.

Kær kveðja 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á myndinni með Róberti Arnfinnssyni frá Sjómannadegi 1963 er Rúrik Haraldsson leikari.

Rúrik var Vestmannaeyjingur og kenndur við húsið "Sand" við Strandveg sem er einnar hæðar bygging, áfast við Gistiheimili Páls Helgasonar, þar var á sínum tíma verslunin Alföt til húsa.

Kveðja, Halldór Svavarsson

Halldór Svavarsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:28

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Halldór og takk fyrir innlitið og athugasemd, þekkirðu fleiri á þessari mynd ?.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.6.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband