Minning um mann

Markús B

 

Markús B. Þorgeirsson er höfundur að Markúsarnetinu og bjó það í fyrstu sjálfur til í Sjóbúðinni sinni í Hafnarfirði. Hann var mikill áhugamaður um öryggismál sjómanna og eitt af því sem hann barðist hart fyrir var að fá ljóskastara í skip sem er mikið öryggisatriði. Mér   er mér það minnisstætt þegar hann kom einn Sjómannadaginn út í Eyjar til að kynna Markúsarnetið og tókst sú kynning mjög vel. Ég held að þá hafi menn fyrst séð að þetta var raunverulegt björgunartæki, þegar menn sáu marga menn vera hífða upp úr sjónum í einu. Seinna kom í ljós að Markúsarnetið var t.d. eina björgunartækið sem dugði til að ná mönnum úr sjó í Kampenslysinu.

 

Minning um Markús sem er hér til hliðar skrifaði Hannes Þ. Hafstein í Árbók SVFÍ.

Tvíklikkið á mynd  til að stækka hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband