Gúmmíbjörgunarbátar á farþegaskipi

100_2873100_2875

Það getur verið nokkuð flókið að ganga frá gúmmíbjörgunarbátum á farþegaskipum, myndirnar tók ég þegar verið var að taka út björgunarbúnaðinn um borð í Farþegaskipinu Baldri. Það skiptir öllu máli að Gúmmíbjörgunarbátar séu rétt tendir og allur þessi björgunarbúnaður sé rétt frá gengin þannig að allt virki eins og til er ætlast á neyðarstundu. Gummíbjörgunarbátarnir er bæði tengdir fjarlosun og sjálfvirknilosun af gerðinni Hammar.

100_2884

 

 

 

 

 

 

 

 

 

100_2885

 

 

 

 

 

 

 

 

 

100_2889


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, það var gott að þú komst með þennan pistil hér og nú, því ég er búinn að ganga með í kollinum undanfarið svipað mál um borð í Herjólfi, eins og þú veist þá er ég búinn að vera að leysa af á Herjólfi vetur og fór Sigmar Gísla frændi þinn og yfirstýrimaður með mig í nýliðafræðslu, allt gott og blessað með það, en hinsvegar þá stakk það mig er við sem oftar fórum í björgunaræfingu einn daginn, þá var mér á orði er við vorum að setja gálgann fyrir gúmmí björgunar bátanna út, að skipið væri löngu sokkið eða brunnið áður en við kæmum fólki um borð í bátana, þessi græja sem á að slaka bátunum niður er svo svifasein. Hafið þið hjá siglingastofnun fengið athugasemd um þetta atriði? Við hásetar töluðu um það að best væri að henda fólki frekar í sjóinn heldur en að bíða eftir þessum gálga.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 22:54

2 identicon

Sæll Simmi.

Er Helgi Þór að gefa í skin að björgunarbúnaður Herlófs sé ekki 

eins og hann á að vera, ef svo er er þetta grafalvarlegt mál.

Er ekki rétt að koma þessu til réttra aðila, svo úr verði bætt.

Er að fara  skipinu.

Kv. frá Eyjum Leifur í Gerði

Leifur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og Leifur, þessi búnaður sem ég set hér myndir af er allt annar búnaður en á Herjólf , þetta er vist kerfi frá Víking með raðtengdum gúmmíbjörgunarbátum.

 Það á að vera hægt að rýma þessi skip á ákveðnum tíma og ég var viðstaddur svona ævingu þegar þessi búnaður var fyrst prófaður á Herjólfi, í það skiptið var þetta í lagi og náðist tímalega að rýma skipið. Ég veit því miður ekki hvernig þessar ævingar hafa verið gerðar á síðustu árum.    Ég ætla að athuga þetta betur og set þá eithvað um það hér við þetta blogg mitt.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.4.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, það er gálgi sem á að slaka gúmíbátunum niður eftir að fólk er komi í þá, þennan gálga þarf að slaka úr fyrir borðstokk, og það með handafli, það tekur svo langan tíma að þeir eru búnir að koma sér upp borvél sem skrúfar gálgan úr á svona tvemur mínótum, þetta kerfi hefur aldrei virkað því það er óbreitt síðan skipið var smíðað, því miður, og þeir á Herjólfi vita þetta, enn, vitið þið þetta á siglingastofnun? 

Auðvita átti ég að láta vita fyrr, því ef eitthvað hefði gerst í vetur þá væri ég illa haldin sálarlega.

Með fyrirframm þökk.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband