Útsýni úr glugga Kaffivagnsins

IMG_2459

 

 Þessar myndir tók ég út um glugga á Kaffivagninum þegar ég kom þar í kaffi einhverntíma á síðasta ári.

 Það getur verið skemmtilegt að fara í kaffi og spjall í Kaffivagninn við Grandagarð eða í Grandakaffi við grandagarð. Á þessum stöðum hittir maður alltaf einhvern sem maður þekkir, oft eru þar Vestmannaeyingar eða menn sen verið hafa í Eyjum á vertíð hér áður fyr.

 

 

 

 IMG_2460


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú að segja alveg eins og er að þó myndin sé vel tekin þá finnst mér þetta útsýni ekkert á við bryggju-útsýnið í eyjum, allt öðruvísi bragur og sterkari boðskapur hvert sem maður lýtur á bryggjurúntinum á eyjunni fögru.  Farðu að flytja til eyja Simmi.

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 11:28

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Mér finnst alltaf gaman að koma á Kaffivagninn,maður fer í einhvern ólýsanlegan gír.kv

þorvaldur Hermannsson, 13.3.2010 kl. 16:49

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Halldór og takk fyrir þessa athugasemd. Já það má segja að það sé einnig flott útsýni úr Friðarhafnarskýlinu, höfnin og Heimaklettur og fl. Þegar ég var í Eyjum fór ég minst tvisvar á dag á bryggjurúnt og varð aldrei leiður á því, enda alltaf eithvað nýtt á sjá. Hér fer ég flest allar helgar bryggjurúnt annað hvor í Hafnafjörð eða Reykjavík, þetta geri ég þó ég sé oft að vinna á þessum stöðum. Þetta er ótrúlega gaman því það er margt á sjá eins og seglskútur og stór seglskip, herskip, kafbáta og mörg glæsileg farþegaskip svo eithvað sé nefnt. Síðan hef ég bætt inn í bryggjurúntinn ferð á flugvöllinn þar sem hægt er að sjá mikinn fjölda flugvéla af öllum gerðum og stærðum. Þannig að ég er nú bara sáttur við lífið og tilveruna og ekki á leið heim í bráð .

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.3.2010 kl. 20:48

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorvaldur og takk fyrir innlitið, já ég tek undir með þér að það er einhver sérstök stemming í Kaffivagninum. Það væri gaman að hitta þig þar einhverntíman í góðu tómi.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.3.2010 kl. 20:51

5 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Já Simmi það væri gaman,kíktu inn á Bloggið mitt þú kannast öruglega við einhverja þar,kv

þorvaldur Hermannsson, 13.3.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband