Konur í Slysavarnardeildinni Eykyndli Vestmannaeyjum

Stjórnin í slysó  Stjórn  Slysavarnardeildarinnar í kringum 1990.

Fremri röð f.v. Kolbrún Óskarsdóttir,Ingibjörg Andersen, Ester Valdimarsdóttir. aftari röð f.v. Inga  Eymundsdóttir, Lára Þorgeirsdóttir, Nanna Rósa Magnúsdóttir, Októvía Andersen.

Slysavarnardeildin Eykyndill í Vestmannaeyjum hefur í gegnum árin verið ein duglegasta deild Slysavarnarfélagsins. Deildin hefur ekki bara styrkt slysavarnir í Vestmannaeyjum heldur hefur hún verið ein af öflugustu deildum hvað varðar fjárframlög til Slysavarnarfélags Íslands. Þettahef ég  lesið í Árbókum félagsins. Það væri gaman að taka það saman hvað þessar konur hafa áörkað síðan Slysavarnardeildin Eykyndill var stofnað, það hlítur að vera allt skráð í fundargerðarbækur félagsins.

 Sjómenn ! nú er Sjómannadagurinn um helgina, væri ekki sterkur leikur að heiðra einhverjar af þeim konum sem lengst hafa starfað í Eykyndil, þær eiga það svo sannarlega skilið af okkur, það er mín skoðun og öruglega eru margir sjómenn mér sammála.

Kær Kveðja

Sigmar Þór

 


Bloggfærslur 31. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband