Flugvika á Reykjavíkurflugvelli er skemmtilegur viðburður

Í gær Laugardag fór ég upp á Reykjavíkurflugvöll að fylgjast með flugsýningu á bæði flugvélum sem voru staðsettar á vellinum og flugvélar sem var flogið sýningarflug. Þarna var sýnt flug á mörgum gerðum véla allt frá vélflugdrekum upp í stóra farþegaþotu. Kynnir var svo með öflugt hátalarakerfi sem sagði frá því sem fyrir augu bar, hvaða flugvélar voru í loftinu og hvaða eiginleika þær hefðu.

  Það er skemmst frá því að segja að þeir sem standa að þessari flugviku eiga skilið stóra rós í hnappagatið fyrir þetta framtak. Þetta er ótrúlega skemmtilegt að vera þarna innanum þessa flugáhugamenn, spjalla við þá og heyra þá tala um þessar flugvélar.

  IMG_0698IMG_0720

 Myndirnar tók ég á þessari skemmtilegu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli

IMG_0722IMG_0718

IMG_0709IMG_0715

Vonandi fær Reykjavíkurflugvöllur að vera áfram þarna í Vatnsmyrinni.

Kær kveðja

Sigmar Þór


Bloggfærslur 25. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband