Sjómannaminni flutt á árshátíð Stýrimannaskólans í Vm. 1968

Þorsteinn Lúter Jónsson Nú líður að Sjómannadeginum og við hæfi að birta þetta ljóð sem er eftir séra þorstein Lúter Jónsson en ljóðið flutti Þorsteinn á árshátíð Stýrimannaskóans í Vestmannaeyjum 27. janúar 1968. Séra Þorsteinn var í mörg ár prestur í Vestmannaeyjum og kenndi þá með því starfi í Stýrimannaskólanum. Hann var góður maður og gott skáld.

Takið eftir að á neðri myndinni er eins og maður sé að gjóa augunum í gegnum skýjaþykknið.

 

 EFTIR OFVIÐRIÐ, Sjómannaminni eftir séra Þorsein Lúter Jónsson

Nú vaggar sér kyrrláta báran sér blíð,

Sem í brotsjónum ólgandi svall

Í gær upp við landið var glórulaus hríð

og grimmilegt sog og fall.

En í dag kljúfa skipin hin skygnda sjá

Með skellum og mótor-gáska.

Það minnir á æskunnar óðlátu þrá,

Sem ætlar sér borgið í háska.

 

Það gegnir mig furðu hve gleðin er rík

Eftir gærdagsins ferlega dans,

Þegar hátt upp á land geisist holskeflu-brík

Upp af hvítfextum öldufans.

En þar fara hetjur, sem hefja nú ferð

Og hræðast ei átök við græði,

Djarfir að ytri og innri gerð

Og una síst makinda-næði.

 

Það skal líka vera öllum líði ljóst,

Hvern lárviðinn starstan ber:

Okkar sjómannastétt , sem við gnötur og gjóst

æ glímir við ægisher,

-æðrulaus stendur í úfnum sjó,

er ofviðrin hamast og gnauða.

Þótt hafið sé lagt í logni og ró,

Oft um lífið er teflt í dauða.

 

Heill ykkur, vinir, sem haldið á mið

með hetjunnar stórhuga kjark.

Þið eruð vort sterkasta landvarnarlið

og leiðina ratið í mark:

Í sveita síns andlits hver aflar brauðs

með ærlegum höndum, sem starfa

að heilbrigðum nægtum; -við njótum þess auðs

nútíma köllum til þarfa.

Þetta er tekið úr Sjómannadagsblaði VM 1968.

kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 18. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband