Gamla varðskipið Ægir í Vestmannaeyjum

Forsetaheimsókn 1Forsetaheimsókn 2 

 Varðskipið Ægir fánum skreitt  við Básaskersbryggju, bátar í höfninni með signal uppi.

 Líklega Lúðrasveit Vestmannaeyja með hvítar húfur og mikill mannfjöldi samankominn á bryggjunni. En nú kemur spurningin: Hvaða atburður er þetta ? ég hef ekki hugmynd um það en giska á að þetta sé forsetaheimsókn. Ef einhver getur gefið mér upplýsingar um þessar myndir þætti mér vænt um að hann / hún setti athugasemd hér fyrir neðan eða hefði samband við mig.

Forsetaheimsókn 3Forsetaheimsókn 4

Kær kveðja SÞS


En hert á vitleysingaskattinum

 Fjölga á kúlum í Lottóvélinni úr 38 í 40 líkurnar á fimm réttum verða þá 1 /650 þúsund í stað 1/ 501 þúsund. Að sögn Stefáns  Konráðssonar framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, eru þessar breytingar gerðar til að fylgja fólksfjölgun í landinu en árið 1988 voru Íslendingar 251 þúsund en eru nú 313 þúsund Grin tveim kúlum meiraLoL. Við vitleysingarnir sem kaupum lottó skulum bara trúa þessu sem Stegán segir Crying þeir eru ekkert að reyna græða meira Bandit. Hér kemur pistill sem ég  setti á bloggið mitt í fyrra, þegar ég var á einhverju mótþróatímabili gegn Lottóinu ( Vitleysingaskattinum)

Vitleysingaskattur                                                                                                                          Það er  merkilegt hvað við íslendingar erum duglegir að eyða peningunum okkar í happadrætti, skafmiða, spilakassa, lengjur, Lottó og hvað þetta allt heitir? Sjálfur er ég engin undantekning en hef haldið mig við Lottóið og líknarfélögin.Ég er einn af þeim sem hef spilað í lottóinu meira og minna frá því það byrjaði, þó með smá hléum, en það hefur lítið sem ekkert gefið til baka, einu sinni fékk ég þó 10,000 krónur og síðan er maður að fá þessa smávinninga sem maður eyðir strax í nýjan lottómiða.Það hefur vakið furðu mína hve oft lottópotturinn verður tvöfaldur og þrefaldur, það ætti að segja manni og sannfæra, hvað það er raunar litill möguleiki að hreppa þessar miljónir sem við öll Lottóspilarar erum alltaf að bíða eftir.Ef maður kaupir í viku hverri tíu raðir með jóker á 1000 kr,  þá kostar  það á ársgrundvelli 52000 kr. Ef maður væri skinsamur og legði sömu upphæð á mánuði í Sparisjóðinn  þá væri þessi upphæð eftir 5 ár 282205 kr með vöxtum og eftir 10 ár 667038 með vöxtum. (Reiknað í sparnaðar reiknivél Spron á netinu) Það eru margir sem kaupa Lottó í hverri viku og sumir spila bæði í Víkinga og laugardagslottóinu. Það er því dálagleg  upphæð sem fólk eyðir í lottómiða, því margir kaupa fyrir mun stærri upphæðir en hér er um talað og eru einnig með miða í öðrum happadrættum.Það er kannski rétt sem margir skinsamir menn og konur halda fram að þeir einir græði sem eyði ekki peningum sínum í Lottó né happadrættismiða.  Fyrir nokkrum árum var ég  að koma út úr sjoppu sem seldi Lottómiða, þarna var mikið af fólki að kaupa miða því potturinn var þrefaldur, margir keyptu miða fyrir stórar upphæðir eins og gengur, og ætluðu auðvitað allir að hreppa þann stóra. Í dyrunum á sjoppunni hitti ég vin minn og gamlan skipsfélaga sem ég vissi að keypti aldrei Lottó né aðra happadrættismiða. Ég hélt á  lottómiðanum í hendinni  og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að kaupa lottó Því hann væri þrefaldur? Hann hló að spurningunni og sagði: Veistu hvað hún móðir mín sagði um happadrætti og Lottó?Nei sagði ég. Hann kom alveg að mér og hvíslaði: Hún sagði að þetta væri einfaldlega vitleysingaskattur sem allir borguðu með glöðu geði þó þeir vissu að þeir fengju ekki neitt í staðinn í 99,9 % tilfella, og ég hef ekki áhuga á að vera í þessum hópi, það er mitt mottó að kaupa aldrei Lottó. Hann gekk síðan inn í sjoppuna og skyldi mig eftir undrandi og orðlausan, sem ekki kemur oft fyrir mig.Eftir því sem árin líða og ég kaupi fleiri Lottómiða, sé ég alltaf  betur og betur að þetta er alveg hárrétt hjá þeirri gömlu, happadrætti og Lottó er hreinn vitleysingaskattur sem við borgum möglunarlaust þó við vitum að við fáum ekki neitt í staðinn.. Kannski læt ég verða af því einhvern tíman að hætta þessari vitleysu.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson 


Vestmannaeyjar eru lika fallegar í svart hvítu

Eyjarnar fallegar í svart hvítu 1Eyjarnar fallegar í svart hvítu Vestmannaeyjar  eru einnig  fallegar í svart hvítu. Mynd 1. Klifið og Heimaklettur og seinni myndin er Heimaklettur og allt hafnarsvæðið, Ystiklettur og Bjarnarey.

 


Afmæli hjá Gisla Sigmars

afmæli Gísla 

Mynd fremri röð tfv: Gísli Gíslason, Gísli Sigmarsson, Laufey Jörgensdóttir, aftari röð: Sigurður Gíslason , Óskar Friðrik Sigmarsson , Gissur Páll Gissurarson og Frosti Gíslason.


Heimaey fyrir gos

Heimaey fyrir gosHeimaey fyrir gos II

Nokkuð galar myndir frá Vestmannaeyjum, bátar á bóli og Nausthamarsbryggja ekki kominn

Höfnin og hluti af bænum á Heimaey, Bjarnarey á miðri mynd. Heimaklettur, Miðklettur, Ystiklettur og austurbærinn 

Heimaey  togarar Elliðaey og Bjarnarey, myndin tekin austur á urðum, tveir togarar á ytri höfnini.


Kiwanisklubburinn Helgafell Vestmannaeyjum

Kiwanisklubburinn Helhafell Sigmar Þór, Hafsteinn Guðfinnsson og Friðrik Ásmundsson

Kiwanisklubburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hefur styrkt þá menn sem hafa unnið að bættu öryggi sjómanna í Vestmannaeyjum eins og að koma Björgvinsbeltinu á framfæri og fl.

 Þessi mynd var tekin þegar Hafsteinn fyrir hönd Kiwanisklúbbsins veitti okkur  í Áhugamannafélagi um öryggismál sjómanna styrk til að vinna að öryggismálum sjómanna. Umrætt félag var skipað 18 mönnum sem höfðu það áhugamál og markmið að fækka slysum á sjómönnum, það starfaði til ársinns 1998. Við teljum að félagið hafi náð verulegum árangri í þeim málum. Má þar nefna : Öryggi við netaspil, Sigmunds losunar- og sjósetningarbúnaðinn, ljós í stiga á bryggjum ásamt fleiri tillögum um öryggi í höfnum svo eithvað sé nefnt. Gaman hefði verið að þetta félag starfaði áfram þannig að vestmannaeyingar yrðu áfram í forustu í öryggismálum sjómanna, áhuginn hlítur ennþá  að vera til staðar en frumkvæðið vantar. Sjómenn Ræs Sleeping 

Kær kveðja SÞS

 


Myndir frá heimsókn

Grétar ReinivellirGrétar og Bobba 

Húsið heitir Reinivellir og er á Kirkjuveg 66.  2. mynd er af Grétari Sveinbjörnssyni og Sjöfn Benónýsdóttir ( Bobbu) tekin á lóð Faxastig 47.

Grétar SkvísusundGrétar í góðum félagskapGrétar í Skvísusundi rifjar upp gamla daga þar sem við peyjar áttum margar ógleymanlegar stundir. Seinni myndin er samverustund vina þar sem komið var saman yfir kók og Spur Tounge. Grétar,  Egill , Palli ásamt eiginkonum.

Skólavegur Grétar Skólavegur séð til norðurs

Þessar myndir voru teknar þegar Grétar kom síðast í heimsókn til Vestmannaeyj fyrir held ég tveimur árum síðan.


Stelpur úr austurbænum

Soffía og einhhver Tvær stelpur úr austurbænum sennilega sitja þær á tröppunum á Hvassafelli sem var heimili Soffíu og Óskars Sigurðssonar. Soffía Zophaniasdóttir og Elín Árnadóttir  kona Gunnars Stefánssonar  en þau eru kennd við húsið Gerði.

kær kveðja SÞS


Björgvinsbeltið framhald

 

Því miður hefur talvan mín verið í ólagi en er nú komin í lag, maður getur því farið að setja inn myndir aftur. Hér koma nokkar myndir sem eru framhald af grein um Björgvinsbeltið þær eru teknar 1988 og 1989 þegar verið var að prófa það.

Bjöggabelti prófað 1988Bjöggabelti prófað 1988 eða 89Björgvinsbeltið Stýrimannaskólinn í VM

Björgvin Tveir í beltinuBjörgvinsbeltið prófað 1988Bjöggabelti prófað 1988 eða 89 2


Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn kæru bloggvinir og aðrir sem eru í bloggheimum, vonandi verður sumarið gott með sól og sumaril.

kær kveðja

Sigmar Þór


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband