3.1.2010 | 16:13
Myndir frá Breiðabliki 1960 eða um það bil
Þessr myndir eru frá 1960 eða þar um bil og eru teknar á Breiðabliki í VM þar sem Tomstundaráð Vestmannaeyja kenndi unglingum ýmsilegt skemmtilegt eins og framköllun og stækkun á ljósmyndum, sjóvinnunámskeið, leiklist og margt fleira. Þessar myndir hér að ofan eru af Gísla Már Gílasyni en sá á seinni myndinni heitir Hjörtur Sveinbjörnsson.
Hér sýnist mér vera Óli, Elli Bjössi og Kristinn keppa um hver er fljótari að borða eplið. Seinni mynd; Ekki alveg viss um hver þessi til vinstri er, en síðan kemur Magnús sem kenndi sjóvinnu og Kristinn.
Þessa mynd af sjóvinnunámskeiðispeyjum hef ég áður sett hér á síðuna mína.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Fjör í Breiðabliki því fræga húsi. Það var gaman af þáttunum í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum.
Guð gefi þér gleðilegt nýtt ár. Þakka samfylgdina á blogginu.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 00:33
Það var einmitt í Breiðabliki sem ég lærði fyrst að hnýta net hjá Magnúsi,það endaði síðan þannig að ég vann við það í áratugi, eins og Hjörtur Sveinbjörsson,skemtilegar myndir,kv
þorvaldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 05:17
Skemmtilegar myndir.
Kveðja frá Eyjum
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 07:29
Heil og sæl Rósa, Þorvaldur og Pétur og takk fyrir innlitið og athugasemdir.
Þorvaldur átt þú myndir frá þessum árum þínum í sjóvinnunámskeiðunum ?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.1.2010 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.