Úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1969

  Ú Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1969

Hilmar Rósmundsson var Fiskikóngur Íslands vetrarvertíðina 1969 og aflakóngur Vestmannaeyja 1968.

 

Hilmar ei dáð má dylja

djarfur sá Rósmunds arfi,

gnoð rær í hríðar hroða

hraustur með sjómenn trausta.

Hleður Sæbjörgu séður,

sjólinn afla, þótt gjóli.

Fiski sló met án miska

meiður snillingur veiða.

 

VM. 8. maí 1969

Ó. Kárason

 

UM AFLAKÓNG VESTMANNAEYJA:

 

Hilmar Rósmunds, hetjan kná,

hefur frægð sér getið.

aflkóngur Íslands sá

á nú fiskimetið.

 

Vm. 8. maí 1969 Ó. Kárason

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband