31.12.2009 | 18:11
Gleðilegt nýtt ár 2010
Kæru vinir og allir þeir sem heimsækja blokkið mitt, nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, en minningar um skemmtilegt bloggár og ótrúlega margar heimsóknir og athugasemdir á nafarbloggið mitt á þessu ári eiga eftir að vera mér minnistæðar um ókominn ár.
Þessi áhugi á blogginu mínu og þessu sem ég set þar inn kom mér vissulega mjög mikið á óvart. Ég hef haft það að leiðarljósi að halda á lofti því liðna og með í bland nýtt efni, myndir og einnig reynt að vera jákvæður.
Kæru blogg vinir og allir þeir sem lesa bloggið mitt, ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðilegt ár og vonandi verður nýja árið okkur íslendingum hagstætt á sem flestum sviðum.
Myndin er af frændunum Matthíasi Gíslasyni og Magnús Orra 'Oskarssyni.
Kær áramótakveðja SÞS
Athugasemdir
Gleðilegt ár Simmi minn og megi það nýja verða þér og þínum gott þakka sérstaklega samskiptin á árinu sem er að líða.
Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 18:18
Heill og sæll Sigmar , kærar þakkir fyrir að halda úti síðu sem vekur áhuga hjá svo stórum hóp sem raun ber vitni, mikill fróðleikur um menn og málefni sem mögulega hefði fallið í gleymsku. Innilegar nýárskveðjur til þín og fjölskyldu þinnar kærar kveðjur Sigþór og fjölskylda
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 19:47
Gleðilegt ár Sigmar og megi það nýja vera þér og þínum til gæfu,hafðu þökk fyrir góðar minnigar frá liðinni tíð og nýrri,bloggið þitt hefur oft vakið ljúfsárar minningar frá bernsku og unglingsárum og verið bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Lifðu heill Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 1.1.2010 kl. 10:58
Bestu nýársóskir til þín og þinna og takk fyrir bloggið þitt.
Margrét júlíusdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 12:38
Bestu nyársóskir til þín og þinna Simmi minn og takk fyrir allt gamalt og gott kveðja úr Eyjum
Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:33
Heil og sæl Tryggvi, Sigþór, Sigurlaugur og Margrét, takk fyrir innlitið og athugasemdir sem þið hafið öll sett inn á nafar bloggið mitt á nýlinu ári. Sömu leiðis sendi ég ykkur og fjölskylum ykkar, mínar bestu óskir um gleðilet nýtt ár með ósk um bjarta framtíð.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.1.2010 kl. 16:39
Ævimlega blessaður frændi !!
Um leið og ég óska þér og þínum árs og friðar, þakka ég gömlu góðu árin "Heima". Ég fylli þann stóra hóp sem gleðst yfir blogginu þínu. Það er undantekningarlaust eitthvað jákvætt um menn og málefni, og ég tala nú ekki um allar myndirnar sem eru svo skemmtilegar. Endilega haltu áfram á sömu braut.
Nýtt ár er eins og óskrifuð bók, vonandi getum við öll skrifað í hana það sem í lok ársins minnir okkur á gleði , vinskap og kærleika. Kveðja.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:41
Heill og sæll Helgi minn sömu leiðis bestu nýársóskir til þin og þinnar fjölskyldu og þakka þér þær góðu athugasemdir sem þú hefur sett á bloggið mitt.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.1.2010 kl. 16:42
Heil og sæl Björk frænka og sömu leiðis óska ég þér og þínum gleðilegs árs með ósk um bjarta framtíð. Ég þakka þér líka fyrir þær athugasemdir sem þú hefur sett inn á bloggið mitt og einnig fyrir þá hvatningu og góðu umsögn um bloggið sem þú hefur oft skrifað. Þetta er einmitt það sem gerir bloggið skemmtilegt og hvetur mann til að halda áfram. Hafðu það alltaf sem best frænka.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.1.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.